Vikan - 14.01.1960, Side 24
SANDRA DEE, eftirlætisbaxn kvikmyndaborg-
arinnar Hollywood, er aðeins 17 ára gömul.
Samt á hún þegar margar kvikmyndir að
baki, hefur auk þess komið fram í sjónvarps-
þáttum og fengið háar fjárhæðir fyrir að sýna
barna- og unglingaföt. Hún var satt að segja
ekki nema fimmtán ára, þegar hún fékk
greidda upphæð, seni svarar til hriggia inilli-
óna íslenzkra króna, fyrir einnar viku sýn-
ingarferð.
Hvernig getur slíkt átt sér stað? Er hún fegursta kona
heimsins eða leiklistarfundur aldarinnar? Foreldrar henn-
ar skildu, hegar hún var 5—6 ára, og faðir hennar hefur
að undanförnu l.ióstrað ýmsu upp um mæðgurnar. Hann
hpfur sagt frá hví, að móðir Söndru hafi haft svo mikla
áfiirnd á fallegum fötum, að fienfiið hafi sjúkdómi næst, ofi
að Sandra hafi því verið klædd eins ofi Parísarmódel, allt
frá bví að liún var f.iögra ára. Hún var alltaf nýbvegin, í
nýstroknum fötum og fékk aklrei að leika sér með öðrum
börnum í götunni, til þess að hún ataði sig ekki út eða
ýfði hárið.
Sandra var aðeins tólf ára, þegar hún byrjaði að sýna
barnaföt hjá stóru tízkufyrii’tæki. Hin óþreytandi móðir
hennar kom þessu í kring. Og þegar það kemur á daginn,
að fimmtán ára var Sandra eftirsóttasta og liklega launa-
hæsta sýningarstúlka Bandaríkjanna, gefur auga leið, að
hún hefur ekki haft mikinn tíma til að leika sér með
jafnöldrum eftir skólatíma. Loks kom að því, að hún var
tekin úr skóla, og seinustu námsárin fékk hún einkatíma
í kvikmyndaverinu milli upptakna. Þegar hún svo tók
lokapróf, fékk hún leyfi til að vera með á lokahátíðinni
i skólanum. En i veizlunni, sem haldin var á eftir i til-
efni dagsins, voru þó engir skólafélagar hennar viðstadd-
ir, en hins vegar komu Þar Rock Hudson, Doris Day, John
Saxon og fleiri stjörnur á kvikmyndahimninum.
Það virðist vera sérlegur grundvöllur fyrir unglinga-
myndir um þessar mundir, og á það vafalaust sinn þátt
í skjótum frama Söndru Dee. 1 öllum löndum eru vanda-
mál unglinga ofarlega á baugi, en til að vega á móti
hryllingsfréttum um glæpi unglinga i Bandaríkjunum
stendur Sandra sem tákn hinnar óspilltu æsku. Hún full-
nægir vafalaust þörf þessa tímabils fyrir „gyðju“ eða á-
trúnaðargoð, sem fjöldinn getur tilbeðið. Stúlkan með ljósu
lokkana og hreina yfirbragðið er í hugum Bandarikja-
manna ímynd hinnar frísku og óspilltu æsku, er þá
dreymir um.
Hún hefur hlotið óhemjuhylli og fær langtum fleiri til-
boð um að leika í kvikmyndum en hún getur sinnt.
Nú ræða kvikmyndablöðin fjálglega um Söndru í hverju
hefti, og enda þótt hún sé ekki nema sautján ára, reyna
hau að grafa upp hvert smáatriði í samskiptum hennar
við karlmenn og gera henni upp ástarævintýri. Þau birta
greinar með yfirskriftunum: Ef þú værir unnusti Söndru
Dee ..., Ég er tilbúin í reglulefit ástarævintýri, Kannski
er það ást, Karlmannavandamálið o. s. frv., og skýra frá
því i væmnum langlokum, hverjar hugrenningar móður
hennar voru, þegar hún horfði á dóttur sína leika fyrstu
ástarsenuna. Það má þvi búast við, að það taki blöðin
ekki langan tíma í viðbót að trúlofa Söndru eða komast
að einhverju hneyksli um hana þrátt fyrir allan yfirborðs-
heilagleika og tal um óspillta æsku. — E'n ef til vill eru
þessi skrif líka bara þáttur í auglýsingaáróðrinum fyrir
hinni ungu leikkonu. ★
Hún er eftirlætisbarn kvikmyndaborgar-
innar Hollywood og þykir vera tákn hinnar
óspilltu æsku, — en leikarablöðin gera allt,
hvað þau geta, til að koma henni í ástamakk
í von um spennandi blaðamat . . .
*
Það er sagt, að Sandra Dee hafi fram að þessu
verið allt of önnum kafin til að gefa sig að karl-
mönnum, eða að minnsta kosti halda leikarablöð-
in því fram, — en bæta við, að þetta hafi breytzt,
þegar Sandra hitti Ed Byrnes, sem hún er með
hér á myndinni. Honum mun hafa tekizt á
skömmum tíma að koma henni á aðra skoðun.