Vikan - 14.01.1960, Qupperneq 33
Mannskaði á Kjalvegi
Framhald aí bls. 5.
sagan um áhrínsorðin verði sannfærandi, þótt nokkurt tillit sé
tekiS til hins dulræna máttar, sem rímiS átti aS liafa í sér
fólginn. Eflaust hefur B.jarni þó átt til að vera dálitiS hvefsinn.
Annars segir fátt af ferðum lians og Jóns Austmanns syðra,
nema livað þeir hafa sennilega komið í Skálholt, eins og fyrr
er getið. Heimiidir eru og fyrir þvi, að þeir hafi komið aS
Hlíðarenda i Fljótshlíð og i Álftaver og dvalizt nokkurt skeið í
Þykkvabæjarklaustri.
'T'Jegar slætti var um það bil lokið á Reynistaö, sendu þau
h' hjónin Sigurð nokkurn frá Daufá suður þeim Bjarna og
.Tóni Austmann til aðstoðar og með honum son sinn, Einar, er
þá var aðeins ellefu vetra. Segir sagan, að illa liafi sú ferð lagzt
í Einar litla; liafi hann þráheðið móður sína þess með gráti og
sárum trega, að hún léti sig ekki fara, og jafnvel fullyrt, að
sér mundi ekki heimkomu auðið. En Ragnheiður var skaphörð
kona og lét ekki af því, sem hún hafði einu sinni ákveðið. Og
er hún daufheyrðist við gráti og bænum Einars, sonar sins, og
ralc hann af stað nauðugan, er sagt, að hann hafi tekið ieikföng
sin og skipt þeim á milli barna á staðnum, áður en liann fór.
Mun Ragnheiði eflaust hafa gengið það meðfram til óbiigirni
sinnnr við drenginn, að hún vildi ekki, að hann yrði neinn
veifiskati, þar eð hann bar nafn föður hennar, Einars frá
Söndum i Miðfirði, og kosið fremur, að hann líktist lionum
en sínum eigin föður, Halldóri, sem var meinleysismaður. Sótti
Ragnheiður skap sitt i föðurættina, og enda þótt það dygði
henni elcki til þess að rísa gegn vilja Einars, föður síns, á meðan
hann var á lífi, en hann stóð i gegn þvi, að hún giftist Halldóri,
lét hún liann sig engu skipta að honum látnum, og gengu þau
Halldór þá í hjónaband. Annars var Halldór vel ættaður, sonur
Bjarna sýslumanns á Þingeyrum.
Upp úr haustréttum höfðu þeir Reynistaðarmenn keypt um
180 fjár og flest eða allt i Vestur-Skaftafellssýslu. Ráku þeir
fjárhópinn síðan vestur i Hreppa við fimmta mann, Guðmund
Daðason, prest í -Reynisþingum, er þeir höfðu fengið sér til
fylgdar þangað. Var þá komið fram yfir veturnætur, er þeir
náðu í Hreppa, og hugðust þeir halda áfram rekstrinum
skemmstu leið norður Kjalveg. Löttu Hreppamenn þá mjög
þeirrar farar, töldu það litla fyrirliyggju, er liðið var haust og
allra veðra von á fjallvegum En Jón Austmann hafði allar
úrtölur að engu og vildi ekki neinn krók á sig taka, og hann
réð. Lögðu þeir með fjárrekstur sinn upp úr Hreppunum annan
laugardag i vetri, sem þá mun hafa borið upp á 28. október, og
var Guðmundur Daðason enn i fylgd með þeim. Sennilega hafa
þeir verið sæmilega undir ferðina búnir, eftir því sem þá tiðk-
aðist, þvi að þeir voru með fimm hesta undir klyfjum, nesti,
rúmfötum og tjöldum, og ellefu til reiðar. Veitti og ekki af,
þvi að óviSa mun veðrasamara eða veður harðari á fjallvegum
á íslandi, eftir að vetur er í garð genginn, enda liggur leiðin rúm-
lega 700 m yfir sjávarmál og milli jökla, ■— norðurenda Lang-
jökuls að vestan, en Hofsjökuls að austan, og er auk þess um
hraun að fara.
Eitt er það þó, sem skýrir nokkuð þá þrákelkni Jóns Aust-
manns að fara norður Kjöl og að honum hefur ekki gengið
einungis skap og ofurkapp til: Á jmirri leið var yfir aðeins tvö
vatnsföll að fara, þau er nokkuð kvað að, Jökulfallið að sunnan
og Blöndn fyrir norðan, og auk þess oft lítið vatn i Jökulfallinu
á haustin. Svo er og að sjá af samtímaheimildum, að veður
hafi verið dágott sunnan lands um þetta leyti, og ef þeir höfðu
heppnina með sér um veður, gat leiðin ekki talizt löng, því að
ckki eru nema um 100 km milli byggða. Hins vegar er eitthvert
hið versta veðravíti þarna inni á milli jölda. Hafa leitarmenn
oft komizt þar i hann krappan á haustin, og enda þótt Hreppa-
menn leiti ekki afrétt lengra vestur en að Jökulfalli, mátti
þeim vera kunnugt um það af frásögnum nærsveitarmanna og
því ekki að undra, þótt þeir reyndu að telja þá Jón Austmann og
féjaga hans á að fara aðra leið norður, þótt mun lengri væri.
Þótt heimildir telji sæmilegt verður sunnan lands, — norð-
austanátt með 2—3 stiga hita og nokkru regni eða slyddu, __
er þeir Reynistaðarmenn lögðu upp úr byggðum, verður annað
uppi á teningnum, þegar athugaðar eru samtímaheimildir um
veðrið norðan lands um sama leyti, því að þær telja hríðar-
veður hafa brostið þar á skömmu síðar, svo að ekki rofaði til i
byggð i mörg dægur samfleytt. Ekkert verður um það sagt, hve
l"ngt suður á öræfin þetta hriðarVeður hefur náð, en gera má
ráð fyrir, að það hafi náð inn á milli jökla og hefur þá vitan-
lega verið þar stórum mun harðara en í byggð, bæði meira frost
og meiri veðurhæð og snjókoma.
Reynistaðarmenn gistu síðast i byggð að Tungufelli í Hruna-
mannahrcppi. Sagt er, að húsmóðurinni þar hafi þótt Einar litill
EGGERT KRISTlANSSON & CO. H.F.
simi 1 14 00 H0LLAND
— Þetta hefði getað verið ó-
svikinn hákarl og þá hefði verið
of seint að taka líftryggingu, en
hér hafið þér eitt tækifæri
enn.-------,
Kreistu mig ekki svona
óskaplega.
— Já, en ég er frá press-
unni. —
V IK A N
33