Vikan


Vikan - 28.04.1960, Qupperneq 4

Vikan - 28.04.1960, Qupperneq 4
• • IUBITEIER FERNINGARGJOFIN Fæst hjá: Focus Gevafoto Týli h.f. Hans Petersen og hjá 60 verzlunum um land allt. Einkaumboð á íslandi fyrir Rússneskar ljósmyndavörur: EIRIKUR KETILSSON Vesturveri 6. h. Sími: 19155. BOX 1316. RÚSSNESKAR LJÓSMYNDAVÉ LAR ERU SPÚTNIKAR í LJÓS- MYNDAHEIMINUM. ♦ Hvenær má byrja jammið? ♦ ískyggilegt með ítalann. ♦ Öfgar móti öfgum. SKILNINGUR GÓÐRA FORELDRA. Kæra Vika. Okkur langar til að vita hvaða skilning góðir foreldrar leggja i það, hvenær dætur þeirra — eða synir — hafi náð þeim aldri, að þau megi eignast pilta — eða stúlkur — fyrir kunningja. Bless. Tvær, ekki gamlar. E. s. Svar fljótlega. Ja-jæja,‘ eitthvað liggur nú á, telpur mfnar. Þið verðið þó að hafa nokkra þolinmæði, því að svar fáið þið ekki fyrr en þið hafið greint nánar frá því, hvaða skilning þið sjálfar i leggið í orðið, „kunningjar". KANNSKI KOMA ÞEIR ÍTÖLSKU AFTUR ... Kæra Vika. Víst getur þú nú ekki hjálpað mér í vand- ræðum minum? Það stendur þannig á, að þegar ítalska herskipið kom hingað í heimsókn, komst ég í talsverð kynni við einn af yfirmönnunum;. hann var mikið glæsimenni og ákaflega kurteis og ákaflega ólíkur þeim karlmönnum, sem við eigum yfirleitt að venjast. Hann gaf mér utaná- skriftina sína, og við hétum að skrifa hvort öðru, og ég hef skrifað, hvað eftir annað, en alltaf fengið bréfin endursend. Ég skal j)ó aldrei trú þvi, að hann hafi ekki-gefið mér rétta utaná- skrift, hann var ekki þessháttar maður. En Iivernig á ég að fara að því að hafa uppi á honum? Af vissum ástæðum riður mér mikið á að ná sambandi við hann, geturðu ekki gefið mér einhver ráð? Ég mundi sannarlega verða þér eilíflega þakklát fyrir. Virðingarfyllst. Ein í vandræðum. Því miður veit ég ekki nein ráð, sem hugs- anlegt væri að koma mættu að gagni þegar svona er í pottinn búið. Ég geri ráð fyrir að þú hafir einnig gcfið honum þína ut- anáskrift, og hafirðu ekkert bréf fengið frá honum samt, er annað hvort, að eitthvað hefur komið fyrir hann, eða hann hefur ekki mikinn áhuga á að halda sambandi við þig. Hvort hann hefur sagt þér rangt til um nafn eða heimilisfang eða hvoru tveggja — um það þori ég vitanlega ekkert að segja, og ekki vil ég verða til að hrófla við því trausti, sem þú hefur fest á manninum, þótt kynni ykkar geti varla hafa verið löng. Eins og á stendur er víst ekki um annað að gera en bíða — kannski þeir ftölsku komi aftur í kurteisisheimsókn, og þú getir þá aflað þér nánari upplýsinga. SUMARSTARF Á FRAKKLANDI ... Kæra Vika. Við erum hérna tvær stöllur, sem langar til að biðja þig bónar. Okkur langar nefnilega svo mikið til að vera á Frakklandi einhvern tlma, en höfiun ekki efni á þvi, nema við gætum unnið fyrir okkur þar. Skyldi vera nokkur leið' að komast þangað i einskonar kaupavinnu, við eigum við það, að við gætum fengið að vinna á einhverjum sveitabæ þar yfir sumarmánuðina, þó ekki væri nema fyrir fæði og húsnæði? Við

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.