Vikan - 28.04.1960, Síða 10
Ævar Kvaran:
Sigurður Hreiðar
Kjarnar og kaflar
úr þjóðlegum fröðleik
Þa8 hefur löngun andað köldu milli bindindismanna og brennni-
vinsberserkja, a. m. k. hér á landi. Þeir, sem áfengis njóta, telja,
a8 regla GóStemplara sé ekkert annað en skemmtiklúbbur manna, sem
fyrirliti áfengi og vilji af þeim ástæðum meina öðrum að
njóta þess (sbr. baráttu þeirra fyrir áfengisbanni o. fl.), sökum
þess, a8 þeir sjálfir treysti sér ekki til þess að neyta áfengis
i hófi, vilji þeir umfram allt svipta alla aðra þeirri ánægju. Rök
templara byggjast hins vegar á þvi, að slika óhemjuógæfu
megi rekja til ofnautnar áfengis, að það sé vitfirring að selja
nokkrum manni „eitur“ þetta.
Margar skemmtilegar sögur eru til af einkadeilum bindindis-
manna og Bakkusarvina. Má hér t. d. minna á hið fyndna svar
Árna heitins prófessors Pálssonar, er kunningi hans,
heitur bindindismaður, var að lesa yfir hinum ölkæra gáfumenni
um skaðsemi áfengis. Minnti bindindismaðurinn prófessorinn m.
a. á það, að neyzla áfengis væri ekkert annað en flótti frá
Iffinu og vandamálum þess. Að fengnum þessum upplýsingum
hugsar Árni sig um drjúga stund og segir svo: „Þú segir
nokkuð. En þess má þó einnig minnast, að margur
hefur lika bjargað sér á flótta!"
í þessum þætti miniim ætla ég til gamans að rifia upp skemmtilega
sögu af slikum bindindismanni annars vegar og Bakkusarvini
hins vegar. Saga þessi er úr handritum Sigmundar
Matthiassonar Long, en hann var faðir Valdemars T.ong, bóksala
i Hafnarfirði. Sigmundur fluttist 48 ára gamall til Vesturheims
árið 1889, og hefur skrásett þar heilmikið af ýmis konar fróðleik,
Sðguhetja okkar er séra Sigfús Finnsson, sem prestur var
í Þingmúla 1811 til 1815 og siðar i Hofteigi frá 1815 til 1846.
Kona hans var Ingveldur, dóttir séra Jóns Hallgrímssonar
i Þingmúla.
Ýmsar sagnir um séra Sigfús benda ótvirætt til þess, að hann hafi
verið góðmenni, glensmikill i meira lagi af manni i hans
stððu og léti sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Töluvert var hann
drykkfelldur, þótt ekki sé getið um sérstðk embættisafglöp hans,
þvi að ekki er annars getið en hann væri vel þokkaður
af sóknarbðrnum sinum.
Og hér kemur sagan.
Þegar séra Sigfús var prestur i Hofteigi, var séra Stefán, sonur
Árna prófasts Þorsteinssonar i Kirkjubæ, prestur á Valþjófs-
stað frá 1812 til 1857 og um hrið prófastur í Norðurmúla-
prófastsdæmi. Sagt er. að hann væri framan af ævi allvinkær,
en þegar hér er komið sðgu, orðinn ákafur bindindismaður,
enda svo mikil bindindishreyfing á Fljótsdalshéraði um
þær mundir, að skálar i brúðkaupum voru jafnvel drukknar i blávatni.
Einkum var hreyfing þessi öflug i Fljótsdal og séra Stefán
þar fremstur i flokki.
Eins og nærri má geta, bárust honum til eyrna sögur af því, að
séra Sigfús væri helzt um of drykkfelldur, og vildi hann
gjarnan hnekkja þvi athæfi hans. ef unnt væri, og taldi
mesta snjallræði, ef hægt væri að koma honum að óvörum, svo
að hann gæti siður afsakað sig. Sjón er sögu ríkari.
Hann gerir þvi Jökuldælingum viðvart, að tiltekinn sunnudag
ætli hann að messa á Hofteigi, en svo var til ætlazt, að
séra Sigfús skyldi engan pata fá að ferð hans. En flest lágmæli
komast i hámæli. Einhver af sveitarmönnum varð til þess að
skjóta þessu að séra Sigfúsi laugardaginn, er von var
á séra Stefáni um kvöldið. Segir séra Sigfús við konu sína, maddömu
Ingveldi: „Jæja, gæzkan mín, ég held þú ættir að sjóða
þessi hðngnu bein, sem eftir voru i vor. Ég trúi, að blessaður
prófasturinn ætli að koma hingað i kvöld og messa
hér á morgun."
Um kvöldið kemur séra Stefán. Tekur séra Sigfús honum
forkunnarvel, lætur sem sig stórfurði á þvi, að hann skuli vera
kominn. Er hann til stofu leiddur og innan litils tima fram
borið heitt hangikjðt ásamt ððrum mat, og matast þeir
þar báðir. Rúm var i stofunni. Skyldu þeir sofa þar, báðir prestarnir,
og þjónaði prestskonan þeim til sængur. En áður en hún
gengi burt, hvislaði séra Sigfús að henni, að hún skyldi læsa
stofunni að utanveröu, og sagði um leið: „Ég hugsa, að
við hðfum ekkert erindi út, hann séra S'tefán minn eða ég.“
Þegar þeir vom háttaðir, langaði prófastinn, sem var
dasaður eftir ferðalagið, til að sofna, en séra Sigfús hafði svo margt
að segja, að prófasti var með öllu ómögulegt að festa blund.
Nú sem timinn leið, fer prófastur að kvarta um þorsta,
Framhald á bls. 28.
— Nei, komið þér sælir, ungi maður. Það var
sannarlega mál til komið, að þér færuð að verða
annað og meira, eigum við að segja persónulegri,
en þessi snotri bíll í náttmyrkri. Við hjónin vor-
um farin að brenna af löngun eftir því að sjá
eitthvað meira en bara kollinn á bílnum. Svona,
nú þýða engar mótbárur. Þér, — ja, eigum við
ekki heldur að vera dús, ég heiti Halldór ðar-
aldsson. Fg veit vel, hvað þú heitir. Það er ekki
svo lítið, sem maður hefur heyrt um þig. Nú
kemur þú bara inn og borðar!
— Ja, ég þakka, en eiginlega ...
— Hér er ekkert, sem heitir eiginlega. Þessi
litla hnátintáta er nú einu sinni dóttir mín, og
það er ekki langt síðan við hjónin vorum önnum
kafin við það allan sólarhringinn að skipta á
henni. Nú þykist hún vera orðin stór, en hún
er samt ekki stærri en svo, að við viljum gjarna-
sjá eitthvað meira af piltinum, sem hún er með,
en bara toppinn á bílnum hans. Og hún mamma
hennar hefur fengið orð fyrir að gera allsæmi-
legan mat, að minnsta kosti vel frambærilegan
á venjulegu verkamannsheimili. Svona, skríddu
út úr járnhðlkinum, gamli félagi, og dragðu þig
i bæinn. Saltfiskurinn má ekki kólna.
— Ja, eiginlega ...
— Komdu bara inn, Siggi. Mamma gerir ágæt-
an mat, þaö er alveg satt. Það var litla ..hnátin-
tátan", sem gekk þarna í lið með föður sínum.
Ég leit á hana. Skildi hún ekki, hvað pabbi
hennar var að fara? Jú, í bláum augunum og
kímnu brosinu var glettinn glampi, sem sýndi,
svo að ekki varð um villzt, að hún var með á
nótunum. Gott og vel. Ég var ekkert farinn að
borða um daginn og var vægast sagt svangur.
Og heimagerður matur er alltaf betri en sjoppu-
snarl. Ég „sló til", og „dró mig út úr járnhólk-
inum". Verst, hvað ég var druslulega til fara.
Hefði ég átt von á þessu, hefði ég farið í hreinar
gallabuxur, en ekki þessar olíumettuðu druslur.
stagbættar og snjáðar, — sennilega líka þvegið
mér um hendurnar. En hvað um það, stoltir
feður dætra sinna hugsa meira um hiartað og
nýrun en buxur og hreinar hendur. Halldór Har-
aldsson hafði líka látið mig skilja það ótvírætt,
að hans heimili væri verkamannsheimili, og þar
voru óhreinindi sennilega ekki með öllu óþekkt.
Halldór Haraldsson lagði höndina föðurlega á
öxl mér og stjakaði mér á undan sér upp tröpp-
urnar. Á meðan lét hann dæluna ganga:
— Blessaður vertu, Sigurður. Þið, þetta unga
fólk, hafið allt of mikla sektarmeðvitund, þegar
þið eruð að draga ykkur saman. Ha, ha, ha. Það
er líklega af því, að þið vitið upp á ykkur þá
skömm að stela hvert öðru frá foreldrunum. Ætli
maður þekki þetta ekki! Þetta er lífið. Allt saman
henni Evu gömlu að kenna, af því að hún álpaðist
til að bíta i eplið. En guði sé lof, að hún gerði
það, því að annars hefði sko «aldrei verið neitt
gaman að lifa. — Hérna, sko, Jóna, — sérðu,
hvað ég veiddi ? Þetta er nú ekki í soðið, ekki
að minnsta kosti í hraðsuðupottinn, ha, ha, ha.
Þetta er nú þessi dásamlegi Siggi. Hvernig lizt
þér á?
— Þú hefðir nú ekki þurft að koma með hann
hingað fram í eldhús, Halldór. Hér er allt i rusli.
Komdu sæll, Sigurður, og velkominn.
— Komdu sæl. Ég ætlaði ekki að fara að troða
mér í mat, en Halldór vildi það endilega.
— Þú ert alltaf velkominn á okkar heimili.
Við þekkjum þig orðið talsvert, þótt við höfum