Vikan


Vikan - 28.07.1960, Blaðsíða 8

Vikan - 28.07.1960, Blaðsíða 8
g> OWEN stö?5vaði vagn sinn i tilhlýðilegri fjarlægð frá brunaboðanum. Skyrtan límd- ist við bakiS á honum. Þa?5 var þurr og megn þefur af áklæ?5i bilsins, rykmett leðurlykt. Bowen skimaði eftir framhliðinni á Green Lunch. Á henni var vængjahurð með tveim geysistórum gluggum hvorum megin. Stein- veggurinn var klæddur grænum flísum og inni fyrir voru vegirnir einnig grænir. Það minnti einna helzt á fiskabúr. Green Lunch var keðjufyrirtæki, með úti- búum viðs vegar um land. Sá, er stofnsett hafði stórverzlun þessa, var griskur matreiðslumað- ur, sem strauk af skútu bar i höfninni. Leigði hann sér húsnæði við ána, og hið fyrsta, sem hann gerði, var að mála ba® grænt. Þegar sá strokni kokkur lagði upp laupana, hafði hann komizt yfir fyrstu tiu milljónirnar. Synir ' hans þrir ráku verzlunina eftir hann. Bowen burrkaði sér um háls og andlit með rökum klút. Hann var ekki hingað kominn til bess að semja ævisögu Parpaqosar gamla, heldur i tilefi þess, er gerðist hér fyrir hálf- um mánuði. — Timaeyðsla ef til vill. Mál- ið virtist augljóst. Allir i deildinni ánægðir, rannsóknum hætt. Tim Moody hafði myrt kon- una sina. Þótt hann stæði á bví fastar en fótunum að hann væri saklaus, var ekki mikið á þvi að byggja. Þeir sögðust allir vera sak- lausir. Sally Mooílp vann i Green Lunch. Föstudag- inn, sem þetta kom fyrir var hún i flokki, sem leystur var af einni stundu fyrir mið- nætti. Hún hafði gengið frá manni sinum eftir sennu milli þeirra hjónanna. Allir, sem bekktu bau, luku upp einnm munni um að Tim hefði hvorki verið umgengnisgóður eig- inmaður né ötul fyrirvinna. Fyrir skapofsa sinn og brætugirni hafði hann misst atvinn- una hvað eftir annað. Og þegar hann var rekinn, drakk hann til að hleypa i sig kjarki. Oftar en einu sinni hafði Sally komið til vinn- unnar með glóðurauga og græna marbletti á handleggjum. Einn dag, þegar Tim var ekki heima, hafði hún tekið saman föggur sinar og skrifað á miða, að nú væri hún búin að fá nóg af svo eóðu. Heimilisfang sitt lét hún ekki unpi. En Tim vissi, hvar hún vann. Þar leitaði hann konu sína uppi og reifst þaneað til forstjórinn fyrirbauð honum að stíga fæti inn fyrir dyr á Green Lunch framar. Hins vegar gat for- stjórinn ekki bannað honum að biða fyrir utan á götunni, og það gerði hann. Þess vegna gekk Sally um bakdyrnar. Bak við Granville götu lá ranghali einn, sem helzt var farinn af öskukörlum, villiköttum og ''útilegurónum. Einhvern tima á fimmtudaginn hafði Sally látið þau orð falla um það við starfssystur sina, að hún vildi koma i kring skiptasamn- ingum og sjá til þess að Tim fengi fast aðsetur. Sér fyndist ástandið óþolandi eins og það væri. Vesalings Sally þurfti aldrei á þeim ráðstöfunum að halda, sem hún hugsaði til að gera. Klukkan sex um morguninn eftir fór eldabuskan með ruslafötu út í öskutunnu og kom þá auga á Sally. Hún lá i öngstrætinu, nokkra metra frá garðshliðinu á Green Lunch. Eldabuskan missti fötuna og hljóp æpandi heim að húsinu. Eftir fáeinar minútur var bæði kominn þangað sjúkravagn og lögregla. Lækn;-inn lýsti yfir þvi að Sally hefði látizt milli klukkan ellefu og tólf k'^’dið áður. 8 Banaorsök var kyrking. Ránmorð gat þetta ekki verið. Sally hafði nýlega fengið___kaup sitt greitt, og þeir peningar voru allir i tösku hennar. Kynferðisglæpur hafði ekki verið drýgður. Óvini átti Sally enga, hún var frið- söm stúlka og hugsaði um sina vinnu. Hún yfirgaf ekki Tim vegna þess að um annan væri að ræða, heldur var það ofstopi hans og ölhneigð, sem hún gat ekki þolað. Enginn kannaðist við að hafa heyrt áflog eða óp handan úr ranghalanum. En ibúðir voru að vísu engar í þessu hverfi, rafmagns- fónninn þagnaði svo að segja aldrei í Green Lunch og í eldhúsinu var sifellt diskaglamur. Saily hefði vel getað Iirópað á hjálp, án þess að nokkur lifandi sála hefði heyrt til hennar. Það var svo rökrétt sem hugsazt gat, að grun- urinn félli á Tim. Hann var mislyndur og uppstökkur og hneigður fyrir vin. Sally hafði gengið frá honum, hann elti hana til þess að fá hana til að taka upp sam- búðina að nýju. Maðurinn þurfti ekki að vera neitt gáfnaljós til þess að skilja að Sally fór frá vinnu sinnt um bakdyrnar af þeirri ástæðu að forðast hann. Þar sat hann fyrir henni, .— sennilega ölvaður — hún visaði tilmælum hans á bug, hann missti stjórn á sér . . . Nokkrum stundum eftir að Sally fannst, var Tim handtekinn á vinnustað sinum, þar sem liann var nýráðinn. Hann beitti öflugri and- spyrnu og fullyrti að hann hefði meira að segja alls ekki verið staddur á þessum slóð- um kvöldið áður. — Viljið þér neita þvi að hafa haft fyrir vana að snuðra kringum Green Lunch um það leyti sem kona yður liætti vinnu, Moody? — Hvers vegna skyldi ég neita þvi? Ég var ekkert að snuðra. Ég var þar á gangi. Mér var bannað að koma inn, þess vegna beið ég fyrir utan. Það er þó heiðarlegt að vilja tala við konuna sína, er ekki svo? — Kona yður óskaði ekki að tala við yður, er það ekki rétt? Iivers vegna virtuð þér ekki þann vilja hennar. — Ég vissi, að Sally bar alltaf hlýjan hug til mín, á vissan liátt. Ég ætlaði að segja henni frá nýja starfinu, — biðja hana að gefa mér eitt tækifæri enn. — Þetta fer vel í munni, Moody, en við Málið lá Ijóst fyrir: Tim hafði kyrkt konu sína í dimmu öngstræti. Og jbó var lögreglumaðurinn ekki fyllilega ánægður )

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.