Vikan


Vikan - 28.07.1960, Blaðsíða 3

Vikan - 28.07.1960, Blaðsíða 3
Aðrir voru úti á landi við laxveiðar segir „reiður Reykvíkinffa. viðlátnir — sumir einhversstaðar úti í löndum, var mér fortalið, aðrir einhversstaðar úti á landi við laxveiðar eða eitthvað þessháttar, sem slikum embœttum virðist fylgja, og ekki vænt- anlegir fyrr en eftir viku, hálfan mánuð eða jafnvel mánuð. Ég varð því að snúa heim aftur án þess að geta lokið erindunum nema að sára- litlu leyti; hafði sem sé sama og ekkert upp úr krafsinu nema tímatöfina og kostnaðinn, sem varð mér hvort tveggja alltilfinnanlegt. Svona er nú sagan sú, og hún er ljót, en verst þó að hún skuli vera dagsönn ... Þakku birtinguna. Reiður útkjálkakarl. Bréfið er lengra, en rúnisins vegna urðum við að sleppa mergjuðustu skömmum karls- ins, ásamt fyrirspurnum um hvort slíkir ráðamenn geti tekið sér frf eftir því sem þeim gott þykir og þurfi ekki að taka minnsta til- lit til almennings, sem á ýmislegt til þeirra að sækja. Þessu getum við ekki svarað, en vitum það hins vegar af eigin raun, að því miður er talsvert hæft í þvf sem karlinn er að rausa um, og ekki að ástæðulausu, eins og hann segir. En hvað sem þessu líður, þá ætti ráðamönnum stofnana og fyrirtækja að vera vandkvæðalaust að sitja einhvern af undir- útkjálkakarl“ í bréfi um sumarleyfi mönnum sfnum í sinn stað, svo aðkomumenn geti rekið erindi sitt, en þurfi ekki að koma aftur og aftur eins og víða vill brenna við. HEIMTUÐU MAT OG KAFFI UM MIÐJA NÓTT ... lværa Vika. Þessi sveit komst í akvegasamband við um- heiminn fyrir ári síSan. í suraar hefur komið hingað margt ferðamanna, flestir úr Reykjavlk. Nokkra hefur borið að garði hjá mér, þótt ég búi ekki beinlínis 1 þjóðbraut, og yfirleitt allir verið hinir prúðustu. En um daginn brá út af því. Við hjónin vor- um vakin upp um miðja nótt af útúrfullu fólki, sem kom akandi í lúxusbíl. Þrennt af þessu fólki — tveir karlmenn og ein miðaldra kona — höfðu einkum orð fyrir þessu ferðafélagi og af litilli kurteisi, heimtuðu heitan mat og kaffi og hóldu vist að okkur bæri einhver skylda til að láta það umyrðalaust í té vegna þess, að þau veifuðu hundraðköllunum og kváðust rétt svo sem ekki vera að sníkja. Þegar ég sagði að það fengi hvorugt — mundi liafa reynt að verða við beiðni þess, ef það hefði farið að mér af svolítið meiri kurteisi og ekki verið svona útúr- drukkið, reiddist þetta fólk, miðaldra konan þó sérstaklega, jós yfir mig skömmum og fúkyrð- um — og hötaði að kmra mig. Bkki veit éc fyrir hvað, og ef einhver hefði haft ástæðu ttl að kæra, mundi það öllu heldur hafa verið ég. Hingað hefur að vísu komið áður og siðar fólk, sem var með vini, en það hefur hagað sér vel engu að síður. Bið ég þig um að birta þetta bréf, ef það mætti verða fólki til aðvörunar; það má vita að eftir sliku er munað. Virðingarfyllst. Bóndi. Bréf þetta þarf ekki neinna skýringa við. Of svona til bragðbætis birtum við hér eitt rómantiskt bréf . . . FINNDU FYRIU MIG HANN EINAR Á GRÁA MOSKVÍTSINUM ... Kæra Vika mín. Gerðu mér nú greiða, sem ég skal alltaf muna þér. Svo er mál með vexti að ég þarf nauðsyn- lega að ná sambandi við ungan mann, dökk- liærðan á bláköflóttu vesti, sem ekur gráum moskvítsbíl og heitir Einar. Við kynntumst lítillega eitt kvöldið i Mývatnssveitinni í sumar, þegar ég var þar í sumarfríinu, en billinn hans stóð niðri á vegi, svo að ég sá ekki númerið. Viltu birta þetta bréf og segja honum, að þetta hafi allt verið misskilningur og ég fái enga ró fyrr en liann hefur talað við mig. Með fyrir- fram þökk. Þín Adda. Ef þú skyldir lesa þessar línur, Einar sæll, treystum við þér til að hafa samband við hana Oddu, svo að þessi misskilningur megi leiðréttast og hún megi aftur hljóta ró, Það er alltaf leiðinlegt þegar vinslit verða eða slitnar upp úr kynningu fyrir tóman mis- skilning. Hafðu því samband við hana, svo þið getið komið þessu á hreint. HÚSBYGGJENDUR! Athugið að þér sjiarið tíma, fé og fyrirliöfn með því að hlaða hygging- una úr HLEÐSLUHOLSTEINUM ÚR SEYÐISHÓLAGJALLI eða SNÆ- FELLSNESSVIKRI. Ath: Verkfrœðilegar upplýsingar fúslega veittar. Munið einnig okkar viðurkenndu VIKURPLÖTUR, 5, 7 og 10 cm á þykkt 50x50 cm, til einangrunar í milliveggi. Sendið teikningu eða riss af byggingunni. — Sendum yður verðáætlun um hæl. Getuin afgreitt gangstéttarhellur, 20x40 cm 9 cm á þykkt, heppilegar í lagningu á ýmiskonar form, sbr. mynd. Seljum einnig: Malað Seyðishólagjall i gangstíga og heimkeýrslur. Vikursand sigtaðan og ósigtaðan. Vikurmöl og fleira. VIKURFÉLAGID N.F. Hringbraut 121 — Sími 10000 (5 linur). V i K A N 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.