Vikan


Vikan - 28.07.1960, Blaðsíða 31

Vikan - 28.07.1960, Blaðsíða 31
Ennþá eitt tækifæri Framhald af bls. 16. — Blessuð farðu inn og lagaðu þig til, sagði ég í bræði. — Ég veit ekki hvað hann Páll mætti halda, að þú skulir koma til borðs svona, með hárnálar um allt höfuðið. — ÉR ætla í bió með Árna i kvöld, svaraði Margit og setti uj)p spekingssvip. — Og hann er eins mikili með sig og Páll, bætti hún við og brosti stríðnislega. Páll varð hálf vandræðalegur á svip. — Hvað gerir það til, þótt Margit sé með hárnálar, sagði hann kindarlega. Margit leit til mín sigri hrósandi og reigði höfuðið, eins og lnin hafði séð kvikmynda- stjörnur gera. En áður en ég fengi sagt nokkuð, kom mamma inn. — Maturinn er til reiðu, tilkynnti hún. — Gerið nú svo vel að koma öll saman, og þú, Margit, getur hjálpað mér að bera inn. Við Páll lukum úr glösum okkar, en vorum þó ekki eins fljót og pabbi. Þegar hann kom inn, tók hann sitt í einum teyg, um leið og hann tautaði eitthvað um ótímabær uppátæki. Ég kveikti á kertunum á borðinu og við settumst kringum það. En þá kveikti pabbi líka loftljósin, — svo hann sæi til að borða, sagði hann. — Þegar maður fær eitthvað svo sjaldgæft sem steik, til að stinga gafflinum i á virkum dögum, ættum við ekki að þurfa að þreifa okkur áfram i myrkri, sagði hann og var ákveðinn. Ég beið með samanbitHar varir, þamgað til allir höl'ðu tekið á diska sína. Þá reis ég upp með festu og slökkti ljósið í loftinu. Pabbi andvarpaði með undirgefni og sneri sér að matnum. — Ef Ef hún Ánna litla vill hafa eitthvað svona, þá verður það avona. Hún hefir járnvilja, og svo skuluð þér ekki koma og segja, að ég liafi ekki viðvarað yður, ungi maður. — Pabbi, hættu þessu, stundi ég. Ef þessu fór fram, hlaut Páll að halda, að liann væri nú þegar skoðaður sem tilvonandi teugdason- ur. — Jæja, heitir það nú „pabbi“ i kvöld. í fyrsta lagi verð ég að fara í sparifötin, í öðru lagi verðum við að borða i stofunni, í stað þess að snæða i eldhúsinu, eins og vant er, og loks er ég kallaður „pabbi“ i staðinn fyrir „pabbi gamli“. Kæri, ungi vinur, ég vona einlæglega að þér virðið alla þessa viðleitni. Fyrri kunningjar Önnu liafa ekkert liaft af henni að segja. — Og ekki minir heldur, skaut Margit inn í og krísti í henni. Ekki veit ég hvað orðið hefði, ef mamma hefði ekki farið að spjalla um alla heima og geima. Ég var aldheit í vöngum og átti erfitt með að verjast gráti. Það var eins og hjarta mitt ætlaði að bresta, þegar ég sá vanþóknun- arsvipinn á Páli. Það var dauft yfir öllum, þangað til snæð- ingi lauk. Samræður voru slitróttar og leit ekki út fyrir að Páli liði vel. Ég varð að reyna að koma honum brott héðan. Eftir kvöldverðinn bauðst hann lil að hjálpa mér sjálfur við uppþvottinn, en mér tókst að keatast burt meS ha*», áður ■■■■i gat skotið nokkru orði inn í. — Margit getur hjálpaf þér, flýtti ég mér að segja. Svo sneri ég mér að Páli: — Við skulum aka spottakorn og fá okkur ferskt loft. Páll sagði ekkert meðan við gengum niður stigann. Hann hjálpaði mér kurteislega inn í bílinn, en gerði það þó eins og annars hug- ar. Við ókum lengi þegjandi, þangað til ég gat ekki lengur orða bundizt. — Jæja, sagði ég þá, — nú ertu sjálfsagt kominn á þá skoðun, að þetta hafi allt verið misskilningur með mig ? Hann leit snöggt til mín, svo hélt hana áfram að stara á veginn fram undan sér. — Já, svaraði hann lágt. — Ég er hræddur um að það hafi einmitt verið þetta, sem ág var að velta fyrir mér, Anna. — Ég varaði þig við, sagði ég alveg utan við mig. — Undir eins þegar við vorum saman úti í fyrsta skipti, sagði ég þér að við værum allt annað en efnaðar manneskjur. — Já, og það kunni ég vel að meta, svaraði liann. — Þú varst svo hreinskilin og heiðar- leg, svo tilgerðarlaus. Ég lét mér ekki til hug- ar koma að þú . . . að þú skammaðist þin fyrir fjölskyldu þina. Ég reyndi að svara, en fór að hugsa mig um. Það var ekki fjölskylda min, sem Páll var að finna að. Það var ég sjálf, sem hann var ekki ánægður með. Allt i einu varð ég fjúkandi vond. — Er þaf ekki von að ég skammist mín Framhald á bls. 38. með hinum bragðgóðu honig búðingum ROM VANILLA eða SÚKKUKAÐI bragð ^f-aist í naífiu matoituhúd TRAUST MERKI Heildsölubirgöir Eggert Kristjánsson & Co. h.f. Góður vörubíll þolir mákvíeuaa athugua. Kyanið yður HákvaatM- lega uppbyggingu og efnisval í Scania-Vabis vörubilunuaa. SCANIA SPARAR ALLT NEMA AFLIÐ Söluumboð: Arni Arnason Ilamarsstíg 29. Sími 22H2 — 1155. Aðalmab»8: ÍMAIt\ H.F. Klapparstíg 27. Sími 1727« — 15670. V I K A JS 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.