Vikan - 28.07.1960, Blaðsíða 25
Mig hélt áfram að dreyma um að verða kvikmyndadís, en bæði Páll og vinir
mínir allir hlóu að mér og töldu þetta krakka kenjar, sem ég mundi vaxa upp
úr, þegar timar liðu fram.
fc f j I i .!
Eins og þaff væri nokknö rangt.. ?
Árið eftir fór ég til Kaliforníu á sumarnámskeið við háskólann þar.
Ég hafði unnið fyrstu verðlaun i nokkrum minni háttar fegurðarsamkeppnum
þar, og var komin í úrslitaflokk tíu stúlkna i keppni um titilinn „Ungfrú Kali-
fornia.,, Þá fékk ég hraðskeyti frá Páli, er hljóðaði svo:
„Hefurðu gert þér ljóst að þú ert nú frú Mansfield, og getur þvi ekki orðið
ungfrú eitt eða neitt?“
Eg dró mig út úr keppninni og fór heim til Páls í Texas. Rétt á eftir var hann
kallaður til herþjónustu og ég fór með honum til herbúðanna.
En það varð mér ekki allskostar ánægjuleg dvöl. Svo kynlega vildi til, að
konur hinna liðsforingjanna áttu erfitt með að koma þvi i höfuðið að ég var i
stöðugri þjálfun undir það að verða kvikmyndaleikkona. Eins og nokkuð væri
rangt við það þó ég æfði mig i listdansi á grasflötinni fyrir utan liúsið okkar?
Og þó ég gæti ekki verið i öðru en Bikini baðfötum i öðrum eins hita og þarna
var, ætti það ekki að þykja nein furða. Ekki finnst mér það heldur neitt til
þess að gera verður út af, þótt nýliðar töpuðu taktinum, ef þeir gengu framhjá
mér þannig.
Aumingja strákarnir þurftu án efa ofurlitla útafbreytni frá þessum sífelldu,
erfiðu æfingum...... Og ástæðan til þess, að ég baðaði mig i sundlaug her-
mannanna, var eingöngu sú, að liún var miklu nær en sú, sem liðsforingjarnir
og fjölskyldur þeirra höfðu til afnota ....
Þegar Páll var sendur til Kóreu, fór ég aftur heim lil Texas, vafalaust til
mikils léttis fyrir alla aðilja.
Nú gafst mér tækifæriff.
Þegar Páll kom aftur heim úr styrjöldinni i Austurlöndum, fundum við bæði,
Núverandi eiginmaður Jayne Mansfield heitir
Mickey Hargitay og er hinn mesti jötunn. Hann
hlaut þá sæmd að vera kosinn fegurðarkóngur
heimsins árið 1955.
að við höfðum fjarlægst hvort annað. Við höfð-
um gagnólik markmið í lífinu, og þegar Páll
fékkst ekki til að flytjast með mér til Holly-
wood, hlaut ég að velja milli lifsstarfs og hjóna-
bands. Við skildum i janúar 1955.
En umráð yfir Jayne Mariu fékk ég ekki fyrr
en i október árið eftir. Það tók sinn tima að
sannfæra dómstólana um að það var til þess að
vinna fyrir brauði minu og barnsins mins, sem
ég varð að koma fram í allt of þröngum bað-
fatnaði eða stuttbuxum.
Loksins tókst mér að komast að samningi
við kvikmyndafélagið Warner Brothers. En sá
samningur fleytti mér hvorki eins langt upp
né fram, og ég hafði gert mér vonir um. Röðin
kom ekki að mér fyrr en auglýst var eftir stúlku
af Marilyn-gerð, til að leika i Broadway-sjón-
leiknum „Will Success spoil Rock Hunter, er
nefndur hefur síðan verið „Með fjandann í
vasanum." Ég tók fyrstu flugvél til New York
og var valin í hlutverkið.
Auðvitað er það geysileg upphefð að vera
stjarna í Broadway. En ég vildi ekki að Holly-
wood gleymdi mér heldur. Ég var því fús til
að sitja fyrir hjá ljósmyndurum, var viðstödd
alla meiribáttar atburði, og neitaði aldrei ef ég
var beðin að koma opinberlega fram, livcnær
sólarhringsins sem vera skyldi. Ég opnaði sýn-
ingar og sölubúðir, ég var allsstaðar, nema ekki
kannski í Sing Sing fangelsinu ....
Um þetta leyti var það sem ég hitti Mickey
Hargitay.
Ekki lengur ein af fjöldanum........
Vitið þið hvernig að ég vil að karlmaður sé?
Hann á að vera sterkur eins og björn, en auk
þess næmgeðja og gjarna þarf liann að vera list-
fengur. Ég verð að geta treyst honum. Auk þess
er ég veik fyrir þeim sem tala með einhvers
konar annarlegum hreim.
Frainh. á bls. 28.
25