Vikan


Vikan - 28.07.1960, Blaðsíða 33

Vikan - 28.07.1960, Blaðsíða 33
Ennþá eitt tækifæri Framhald af bls. 31. fyrir hana? Að minnsta kosti fyrir pabba. Hann eyðilagði kvöldið fyrir okkur öllum. — Ekki pabbi þinn, Anna. Það gerðir þú sjálf. i Það var eins og liann hefði slegið mig í andlitið. Ég gat engu svarað og Páll hélt áfram í rómi, sem var álika kaldur og tilfinninga- laus og dómari væri að tala: — Þú reyndir að vera með tilgerð, en fjöl- skylda þin vildi ekki taka þátt i þvi. Pabbi þinn og ammma og Margit voru ósviknar og heiðarlegar manneskjur, — eins og ég hélt að þú værir lika, — þangað til núna í kvöld. Fjölskylda þin kom eðlilega fram við mig, af því þau eru sjálfstæðar persónur og kemur ekki til hugar að skriða fyrir neinum. Og þú skammaðist þin fyrir þau. Páll hafði á réttu að standa. Ég skildi það. Ég hafði skammast mín fyrir foreldra mína og systur, gleymt allri ást þeirra og umhyggju fyrir mér. — Ég fyrirvarð mig fyrir þau vegna þess, að þau lifðu öðru lífi og höfðu kannski aðra hætti, en Páll var vanur heima fyrir. Ég fór að geta litið á þetta allt með augum Páls, og nú var það ég sjálf, sem skammaðist mín fyrir. Páll ók mér heim aftur, stöðvaði bifreiðina og fylgdi mér upp að dyrunum. — Þetta var allt saman satt, sem þú sagðir, Páll, hvíslaði ég þegar ég áttaði mig aftur. •— Það var ósköp skiljanlegt, að þú fyrirlitir mig. — Það geri ég ekki, svaraði hann. — Það er bara eins og endaskipti hafi verið höfð á öllu. Mér finnst eins og ég hafi verið ástfanginn af stúlku, sem aldrei var til . —- En ég er til, Páll, andmælti ég grátandi. — Úr því ég nú veit, hversu illa ég hefi kom- ið fram, heldurðu þá ekki að ég geti orðið eins og þú villt að ég verði? Hann starði fram á myrka götuna, án þess að virða mig viðlits. — Það mun koma í ljós, Anna, sagði hann. — Við verðum að bíða og sjá hvað setur. Orð hans hljómuðu stöðugt fyrir eyrum mér, jafnvel eftir margar vikur. Kvöld eftir kvöld sat ég inni í herberginu sem við höfum saman, systurnar, Margit og ég, — og hugsaði um hann. Ó, þú hamingjusama Margit. Hún hafði sinn Árna og engar áhyggjur. Hún var furðu lostin þegar ég lánaði henni fallegustu tösk- una mína eitt kvöld, þegar hún ætlaði út með aonum. — Þú ert engill, Anna litla, sagði hún. — Þú skalt ekki láta þér leiðast hitt, sagði hún í trúnaðarrómi. — Hann hringir til þín, skaltu vita. Ég hefi það á tilfinningunni. Og Margit reyndist getspök. Fyrir nokkrum dögum var hringt til mín, -— og það var Páll: — Anna, viltu koma og aka með mér spottakorn í kvöld? Feginstárin komu fram i augun á mér, þegar ég heyrði rödd hans, og inér tókst að hvísla: — Já, Páll, ég er tilbúin undir eins. Þegar ég heilsaði honum niðri við bílinn, fann ég að hann hafði fyrirgefið mér. Hödd hans var sú sama og hér áður fyrr, og augna- tillitinu mun ég aldrei gleyma. Þetta var löng ökuferð, og i henni skýrði ég Páli frá þvi, að ég sæi nú, hve hræðilega ég hefði gert honum rangt til, er ég fékk þá flugu í höfuðið, að hann vildi ekki af mér vita, eftir að vera búinn að sjá heimili mitt og foreldra. Ég viðurkenndi að liafa verið bæði uppskafningur og asni, og sagðist svo sem hafa átt að geta skilið það, að hann væri ekki einn af þeim, sem leggja höfuðáherzluna á ytri aðstæður.. Allt þetta las ég yfir Páli. Hann svaraði engu, en brosti — og kyssti mig. * VIKAN Miami Beach Framhald af bls. 7. fyrir utan glæsihverfin, þar sem verðið er ósköp sanngjarnt, meira að segja meðan mesti ferðamannastraumurinn er, og það sem rneira er, þegar mesti ferðamannastraumurinn er að hverfa, lækkar einnig verðið i stóru gistihús- unum. Herbergið, sem forstjórinn borgaði 50 dollara fyrir i febrúar, er nú opið fyrir einka- ritara hans fyrir 12 dollara i júli, og við borð- ið þar sem forstjórinn drakk kampavinið sitt, getur hún nú setið og sötrað í sig gosdrykk. Það var ekki fyrr en á sjöunda tug siðustu aldar að akfært var til Miami. Árið 1894 var járnbrautin ekki komið lengra suður en til Palm Beach. Bæði það ár og árið eftir skadd- aðist ávaxtauppskeran í Flórída af frostum. í Miami voru ekki teljandi ávaxtaplantekrur, en kona nokkur, þar búsett, að nafni Julia de Forest Sturtevant Tuttle sendi af einskærri hugsunarsemi nokkra blómstrandi appelsinu- kvisti til vinar síns, Henry Morrison Flagler, sem sá þegar í stað fyrir sér hversu arðbær appelínurækt og önnur ávaxtarækt gæti orðið, þar sem aldrei frysi. Flagler var sjálfur að vinpa að gerð járnbrautar, svo að hann lét nú hendur standa fram úr erumum og lét járnbrautina liggja eins langt suður og frekast var unnt. Með járnbrautinni komu ávaxta- bændur og ávaxtaræktin færði þeim velmegun og allsnægtir. Þótt einkennilegt megi virðast, lét hugsjóna- maðurinn Flagler eitt sinn þau orð falla — Miamibúum til mikillar skemmtunar — að „Miami yrði aldrei annað en lítið fiskiþorp!“ ★ Hvað óttist Þér Framhald af bls. 15. jafn hræddir, en þeir verða mjög sennilega ekki hræddir við sama hlutinn. Illa gefinn maður óttast jafnvel ekki, er raunveruleg hætta er á ferðum, vegna þess að hann gerir sér ekki grein fyrir henni. Hann hræðist það, sem hann skilur, og ef til vill annað, sem ekki er hættulegt. Gáfaður maður veit, að hann þarf ekki að óttast það, sem ekki er hættulegt, en hins vegar gerir hann sér grein fyrir miklu fleiri hættum. Hann hræðist einnig óskaðlega hluti — hann getur orðið dauðskelkaður, sjái hann snák, sem hann veit ofurvel, að ekkert getur gert honum. Reynsla seinni heimsstyrjaldarinnar stað- hæfir, að viðbrögð tveggja einstaklinga séu aldrei hin sömu gagnvart sömu hættu. Það er einnig staðreynd, að óttinn er aðalorsök þess, að margir hermenn, sem voru þjálfaðir sem flugmenn, fengu ekki að fljúga eftir að þeir höfðu lokið prófi. Einnig var mörgum færum flugmönnum bannað að fljúga, þar sem ýmsar imyndanir þeirra komu i veg fyrir, að þeir gætu tekið réttar ákvarðanir. Nokkrir voru svo hræddir að stökkva i fallhlíf, að þeir kusu fremur að nauðlenda. Öðrum var bannað að fljúga, þar sem þeir urðu flugveikir eða jafnvel blindir, er þeir höfðu orðið vitni að hræðilegum atburðum. Erum við hræðslugjarnari en forfeður okk- ar? Brezkur læknir, sem tók þátt i báðum heimsstyrjöldum, segir, að vissulega hafi margir hermenn verið óttalausir. Hugrekkí þeirra stafaði af gáfnaskorti. Þjáning her- mannanna i siðustu heimsstyrjöld var ekki meiri vegna þess, að styrjöldin væri háð af meiri hörku, lieldqr vegna þess, að þeir voru tilfinninganæmari, höfðu minni viðnáms- þrótt gegn óttanum. Það hefur átt sér stað óljós breyting i mannssálinni, sem ekki er striðinu að kenna, heldur þjóðfélagsháttum fyrir stríðið. Ýmsir hafa verið á þeirri skoðun, að ótt- inn sé afleiðing þeirrar þvingunar, sem menn- ingin leiðir yfir okkur. Við reynunj stöðugt að lifa samkvæmt almenningsálitinu og ná sem lengst i lífinu. Heimskunnur sállæknir, Erich Fromm segir: -—- Ýmsir þættir hins tækni- menntaða nútímasamfélags ala af sér mann- gerð, sem finnur sig kraftlausa, einmana, hrædda og óörugga. Óttinn rikir alls staðar. í landi, þar sem lifskjörin eru bettri en nikkru sinni áður í sögu mannkynsins, hefur sala róandi lyfja aukizt óhugnanlega hratt. Nú á dögum er vis- indin hafa náð nokkrum tökum á sjúkdómum eins og lömunarveiki, sykursýki og breklum, höfum við meiri áhyggjur af heilsu okkar en nokkru sinni áður, og þrátt fyrir það að með- alaldurinn hefur hækkað um 20 ár frá aldamót- um, þá höfum við alið með okkur slikan ótta við dauðann, að við tölum helzt ekki um liann. Hvaða vopnum skulum við beita gegn ótt- anum, þessari nöðru meðal vor? Læknarnir hafa ekki lengur trú á, að við náum tökum á honum með þvi að þvinga okkur til þess að horfast í augu við hann, eins og t. d. að setjast aftur á hest, sem nýlega hefur kastað manni af baki. Einn þeirra segir: — Ég held ekki að óttinn hverfi þannig. Jafnvel þótt við neyðum okkur til þess að gera eitthvað, sem við tímanum skaðleg áhrif. Lítið skynsömum aug- um á málið og segið við sjálf ykkur, að óttinn sé aðeins ein h]ið lífsins, sem taka verði eins og hverju öðru hundsbiti. Val sálnahirðisins Framhald af bls. 10. unum og eftir öllu að dæma er aðgangurinn mun harðari en hér eru dæmi um, ef marka má frásögn blaðsins: „Áróðurinn hefur mikil áhrif á kosning- una og sömuleiðis það, hvaða stjórnmála- skoðanir frambjóðendur kunna að hafa. Sem betur fer eiga prestarnir eða prestsefnin Oftast engan þátt í þessari kosningabaráttu. í blöðunum birtast langar lofgerðargreinar um vissa frambjóðendur og áskoranir um að taka þátt í kosningunni. Þó er það ekki eins og þegar menn eru hvattir til þátttöku i þingkosningum, heldur eru menn aðeins hvattir til að kjósa þann eina rétta. í sjálfri sókninni er kalda striðið enn harðara. Frá- leitum söguburði er komið af stað og hvar sem menn koma saman, er prestskosningin á dagskrá. „Það er sagt að hann sé kommún- isti“ ■— „Hann er í sértrúarsöfnuði“. — Slikar setningar eða annað, sem menn telja enn verra er haft i munni.“ Frá sjónarhóli hlutlauss áhorfanda eru slíkar stipmingar oft harla broslegar og þeim mun meira, þegar það er haft í huga, að hér er verið að vinna fyrir kristni og kirkju.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.