Vikan


Vikan - 28.07.1960, Blaðsíða 10

Vikan - 28.07.1960, Blaðsíða 10
Val sálnahirðisins IX osningar eru í eðli sínu hitamál. Þeir eru margir, sem. komast í liáspennu um al- þingiskosningar, og bæjarstjórnar- eða hreppsnefndarkosningar eru oft engu siðri að því leyti. Þó tekur út yfir prestskosn- ingum. Val sálnahirðisins er slíkt hitamál, að halda mætti að aðaláhugamál sóknarbarn- anna væri að sækja helgar tiðir. Nýlega birtist í finnsku blaði grein um prestskosningar i Finnlandi. Hún var rnjög athyglisverð fyrir þær sakir, að prestskosn- ingar hjá þessari nágrannaþjóð virðast að mörgu leyti vera spegilmynd af þvílíkum kosningum hér á landi. Sýnir það vel, að hugsunarháttur þessara norrænu þjóða er mjög líkur, þrátt fyrir það, að þjóðirnar eru annars óskyldar. í greininni segir meðal annars svo: „Ef kirkjusókn og safnaðarstarf er haft fyrir mælikvarða á kristnina, er vist liægt að segja ineð sanni, að Finnar séu i flokki hinna ókristnustu þjóða heimsins. Að visu sækja menn kirkju um jól og páska og ef um einhverjar einstakar athafnir er að ræða, en að jafnaði er kirkjusókn mjög léleg, að minnsta kosti þegar tala sóknarharnanna i heild er borin saman við tölu kirkjugesta. En fyrir utan stórhátíðir er aðeins einn atburður, sem megnar að draga fólkið að kirkjunni. Þessi atburður er prestskosning í söfnuðinum. Einhver kaldhæðinn hefur sagt, að sálarfjandinn hafi i prestskosningum fundið kirkjulegt vinnusvið. Prestskosningar i Finnlandi eru lýðræðislegar, allir með- limir safnaðarins, sem kosningarétt hafa, eiga rétt á að greiða atkvæði.” Siðan er í greininni tekinn upp kafli lír kirkjulögunum, þar sem tilgreint er á ákaf- lega uppskrúfuðu máli og liátíðlegu, hvernig lausar prestsstöður skuli auglýstar og eins hvernig umsækjendur skuli fara að. Þeir sem sækja um viðkomandi brauð, eiga sem sagt að halda reynslupredikanir þrjá sunnu- daga í röð. Svo kemur lýsingin á kosning- unni; „Herra N.N. hefur um langan aldur gegnl prestsskap i kirkjusókn ABC. Hann lætur af störfum fyrir aldurs sakir og embættið er auglýst. Frainbjóðeiidur predika þrjá sunnu- daga í röð i kirkjunni eins og lög mæla fyrir. Ahugiiin er geysilegur. Þar er gamli sóknar- presturinn, presturinn úr nágrannasókninni, sem margir þekkja og annar úr fjarlægari sókn. Kirkjan er troðfull og þar sjást aiicllit, sem annars eru sjaldséð jiar. Nú skal prcstsefnið sýna söfnuðinum það svarl á hvítu úr predikunarstólnum, hve fráhær ræðumaður hann er og vel til jiess fnllinn að gegna hlutverki sálnahirðisins og sálusorgarans. Tæplega nokkur söngvari, leikari eða lista- maður verður að þola svo mlsktmnarlausa gagnrýni sem þessi vesalings maður. Það þarf vissulega stáltaugar til að stauda frammi fyrir slíkum áheyrendum. Prestsefnið getur gert ráð fyrir þvi sem visu, að hluti álieyrenda er fyrirfram á móti honum. Þar eru menn, sem eru sannfærðir um, að ein- hver annar frambjóðandi er sá eini rétti til að gegna því útvalda embætti. Hann veit, að í hópnum cr cinnig fólk, sem ákvcðið er í því að styðja hann gegnum þykkt og þunnt og fagna þvi sem liann segir i stólnum, eða þá að minnsta kosti, hvernig hann segir það. Guð hjálpi frnmbjóðanda i jieirri útvöldu sókn, sem hefur verið svo óheppijjn að fá kvef. Eftir messuna heyrist úr öllum áttum: Hann getur nú ekki einu sinni tónað þessi. Guð hjálpi einnig þeim, sem talar um kristindóminn og þýðingu hans fyrir nútim- ann og menninguna, þegar menn höfðu kom- ið og búizt við ósvikinni gamaldags dóms- dagspredikun.“ Siðan er talað um kosningabaráttuna og áróðurinn. Þar er engin hálfvelgja i hlut- Framhald á bls. 33, HVERS VEGNA SKILJA HJÓM? Fyrr á tíð voru hjónabönd ósjald- an ókveðin án þess að spurt væri um tilfinningar brúðar né brúð- guma. Aðrar hagnýtari ástæður voru teknar fram yfir ástina. Marg- ur hefir eflaust unað illa við hlut- skipti sitt, en sætt sig við það samt og sýnt börnum og maka fulla tryggð og skyldurækni. Nú má það teljast viðburður, ef fólk er neytt í hjónaband. Ást og sjálfsvild ráða öllum giftingum. Samt eru hjóna- skilnaðir mjög tiðir. |-|vað veldur því, að hjónaband, sem spunnið er eingöngu af hinum sterka toga ástarinnar, rofn- ar? Auðvitað keinur ófullkoinleiki mannsins fram í ást hans eins og öðru atferli. Fólk með alls konar skapgerðargalla, taugaveiklun, geð- villu, geðveiki og glæpatilhneig- ingu gengur í hjónaband, og ást þess ber svipmót þessarar veiklun- ar. Hún er hvorki nógu fórnfús tll þess að setja eigingirninni hæfi- leg takmðrk né nægilega umburðar- lynd gagnvart göllum makans. Þannig fléttast skapgerðargallarnir inn í daglegt samlíf; spilltar og sjúklegar hvatir, óheilt og grunn- fært tillinningalíf, slappur vilji og likamleg ólireysti. Við slikt elds- neyti kulnar glóð ástarinnar fljótt. ^st veillar skapgerðar megnar ekki að færa jiær fórnir, sem hjónabnndið krefst. Og jafnvel hið ástrikasta hjónaband krefst fórna. Ýmsum skapgerðarveilum fylgir skefjalaus eigingirni, sem gerir makann litt hæfan eða óhæfan til þess að rækja skyldur sinar í hjónahandinu og í samfélaginu. f mörgu hjónabandi verður engr- ar misfellu vart, fyrr en ómegð fer að valda kostnaði og takmarka þannig frjálsræði foreldra til skenimtana og annars munaðar. Sú tilfinning er að breiðast út, að Inirnið sé foreldrum sínum byrði, sem jiau eigi rétt á að losna við. Þessi tilfinning ásamt hinni ökonomisku jireytu ýta undir mnrgan heimilisföður að draga sig í hlé frá ómegð, sem annas myndi hægja homim frá kostnaðarsöinum nautnum og skemmtunum. Rétt til þessa liefir liann tryggt sé með lög- gjöf, sem gerir honum nokkurn veg- inn jafnfrjálst að yfirgefa afkvæmi sín eins og gerist lijá karldýrum annarra tegunda. Enn um skcið býr konan við minna frjálsræði í þessu efni. ÞRIÐJA FRÚ. C amfélagsþróunin stefnir að upp- ** lausn hjónabandsins. Með ismeygllegum áróðri er leynt og Ijóst lialdið að fólki tækifærum til frjálsræðis og aukins munaðar, sem því bjóðist, ef það aðeins smeygi af sér hnappheldu hjónabandsins og varpa af sér framfærsluoki barn- anna. Tíðarandinn gengur eindreg- ið i þessa átt. Sá hópur verður ávallt l'jölmennari, sem þykir fint eða að ininnsta kosti interessant að skilja, en dálitið sveitó að láta æsku- ástina endast til æviloka. Fjöldi fólks villist inn í hjónaband fyrir 10 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.