Vikan


Vikan - 28.07.1960, Blaðsíða 5

Vikan - 28.07.1960, Blaðsíða 5
Paradísarströndin Flórída, landi lífsgleoinnar MIAMI BEACH paradísarströndin í Flórída landi lifsgleðinnar .... Miami Beach er geysilöng landræma, sem liggur meðfram Flórídaströnd og er tengd ströndinni með nokkrum löngum brúm, sem kallaðar eru „causeways“. Á þessari mjóu land- ræmu er baðströndin, sem allir kannast við. Þetta er fullkomin sumarparadis, heiðblár him- inn, hvitar strendur, tært vatn, rómantiskir pálmar og' fallegar stúlkur. Sérhverjum hátt- settum og efnuðum manni ber breinlega nú orðið að hafast þarna við í nokkrar vikur á ári hverju, annaðhvort á Miami Beach eða i sjálfri borginni Miami, sem liggur á móts við baðstaðinn fræga. 1 Báðir þessir staðir eru orðnir eftirsóttustu baðstaðir i heimi, og gistihúsunum hefur skot- ið upp, eins og gorkúlum siðustu 10—15 árin. Á Miami Beach einni er 381 gistihús, þar sem svæði, sem er á stærð við Reykjavík, búa 54 þúsund manns. Samkeppnin milli Miami og Miami Beach er ákaflega hörð. Öllum klækjum er beitt til þess að laða ferða- menn til beggja staða. Sem stendur hefur Miami Beach betur, þótt Miami geti státað af betri samböndum við umheiminn. Járnbraut- in, höfnin, flugvöllurinn eru eins góð og frekast verður á kosið, og ef vel er að gáð, má sjá, að í bænum tíðkast ýmsar erfðavenjur, þóttir borgin sé ung miðað við borgir á meg- inlandi Evrópu. Miami Beach auglýsir af kappi nýjustu gisti- húsin, hina notalegu klúbba, glæsilegustu verzlanirnar og fallegustu konurnar. Þarna halda Bandaríkjamenn til þess að hvíla sig og lifa þar i öllum lífsins lystisemd- um. En mönnum vinnst enginn tími til hvíld- ar ef þeir ætla að fylgjast með fjöldanum. sem er á ferli dægrin löng. Forstjóri nokkur, sem hefur verið skipað af lækni sínum að hvíia sig, lifir þægilegu lífi í þessari paradís: Áður en hitnar i veðri, leikur hann hinn vinsæla boltaleik, sem upp- runninn er á Norðvestur-Spáni. Boltanum er fleygt i stóran vegg og sprettur til baka. Kúnst- in er sú að snúa boltanum og kasta svo fast, að andstæðingurinn geti ekki gripið hann. Þessi leikur heitir pelota og var upprunalega leikinn með berum höndum. En nú á dögum er boltanum slöngvað með tæki, sem líkist einna helzt langri brauðkörfu. Stuttu síðar getur hann farið og horft á liundaveðhlaup og legið í fjörunni og notið sólarinnar. Ef til vill má hann vera að þvi að láta nudda sig á meðan hann liggur makindalega á legubekk og lætur stjana i kring- um sig. Siðan verður hann að fara að verzla með konunni sinni. Hann fer í verzlanir við Lincoln Road, sem er aðalgata borgarinnar, og þar úir og grúir af alls kyns fólki. Þarna Það eru ekki sízt synir og dætur auðugra manna, sem leggja leið sína til Miami Beach. Synirnir eru þá venjulega þekktir sem „playboys‘*: Þeir haía fullar hendur fjár; aka í sportmódeli af evrópiskum bíl og leggja stund á kvenna- veiðar og alls konar skemmtanir. VIKAN Meira um Miami Beach F I næstu opnu

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.