Vikan


Vikan - 28.07.1960, Blaðsíða 9

Vikan - 28.07.1960, Blaðsíða 9
Sakamálasaga eftir Karen Möller Hún lá nokkra mefra frá garðshliðinu í Green Lunch. Eldabuskan missti fötuna og hljóp æpandi heim að húsinu... höfum ekki aðarar sannanir en yðar eigin orð fyrir þyi að tilgangur yðar liafi verið svo fallegur. Og vildi þá konan ekki gefa yður tæki- færið? — Það veit ég ekki um. Ég sá hana ekki þetta kvöld. Ég fór snemma að hátta, til þess að mæta óþreyttur til starfsins. Nú er hann fokinn út í veður og vind. Enginn vill hafa mig í vinnu eftir það, að lög- reglan er búin að taka mig. Engin atvinna, engin kona, ekkert. —- Getið þér sannað að hafa farið snemma að hátta þetta kvöld? — Nei, það get ég ekki. Konan sem á húsið, fer alltaf í heimsókn til systur sinnar á fimmtudagskvöldum, svo að liún veit ekki, hvort ég var úti eða inni, og við hina leigjendurna hefi ég ekkert saman að sælda. — Ekkert vitni, Moody. Það var óheppilegt. Við erum þeirrar skoðunar að þér hafið setið fyrir konunni yðar i ögnstrætinu, — að hún hafi ekkert viljað með yður hafa, — að þér hafið orðið viti yðar fjær og kyrkt hana. — Það hefði mér aldrei komið til hugar, lirópaði Tim. — Heldur hefði ég skorið af mér höndina en gera Sally mein. —- Eruð þér viss um það? Mörgum vitnum ber saman um að þér hafið gefið henni glóðarauga oftar en einu sinni. Tim stundi þungan. ;— Ég veit að ég er uppstökkur andskoti, og að það hefir komið fyrir að ég hefi gefið henni á hann. Það hefði ég auðvitað ekki átt að gera. — Það er langur vegur þaðan og til þess að kyrkja Sally . . . — Það eru rispur á höndum yðar, Moody. ■— Já, það var köttur. — Köttur? Sem þér eigið? — Nei, ég á engan kött, en mér þykir vænt um ketti. Ég hitti þennan kött á heimleið úr vinnu. Ég ætlaði að láta vel að honum, en hann var grimmur. Hann klóraði mig. — Það liggur í augum uppi að rispurnar eru nýjar, Moody. Það skyldi þó ekki hafa verið konan yðar, sem gaf yður þessar rispur til minja? — Ég var að segja yður að það hefði verið köttur, hrópaði Tim með grátstaf i hálsinum. Hann var svart- og hvitflekkóttur. — Treyjan yðar, herra Moody, hélt félagi Bowens ótrauður áfram, — ég sé, að hún er rifin. — Já, svaraði Tim og röddin skalf. ■— Kannski lögreglan hafi saumastofu, þar sem fátæklingar geta fengið gert við fatnað sinn. Ermafóðrið er líka farið að bila. Phelps tók tusku upp úr vasa sinum, — illa lagaðan þrihyrning með lausum þráðum út i loftið. Bótin stóð heima i gatið hjá jakka- vasa Tims. — Hvar haldið þér að við höfum fundið þessa flygsu úr treyjunni yðar, Moody? Hún hékk á nagla i girðingunni milli Green Lunch og göturanghalans bak við húsið, — einmitt þar sem þér segizt aldrei hafa stigið fæti yðar. Ætli þér nú að reyna að telja okkur trú um að þessi taubót hafi losað sig sjálf frá flikinni og komið sér fyrir á nagla, sem aðeins er faðmslengd þaðan sem kona yðar fannst. Ónei, góðurinn minn. Þér biðuð Sallyar i óngstrætinu, hún afsagði að hlusta á yður, þá slepptu þér yður — og kyrktuð hana. Og rispurnar á yður eru ekki eftir heimilislausan kött, heldur neglur eiginkonu yðar. Tim grúfði andlitið í höndum sér. Framhald á bls. 26.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.