Vikan


Vikan - 28.07.1960, Blaðsíða 21

Vikan - 28.07.1960, Blaðsíða 21
PÁLL. var að vinna hátt uppi í einum skýskafan- um og þótti skemmtilegt. Þar hafði eitt af stærstu blöðum borgarinnar skrifstofur sínar. Hann vann þarna síðari hluta dagsins, og ef hann hraðaði sér, gat hann lokið dagsverkinu um tíuleytið og komist svo heim með neðanjarðarbrautinni. Það var ekki svo afleitt. Honum þótti gaman að virða fyrir sér herberg- in inni, þar sem fréttafólkið sat og hamaðist við vinnu sína. í stærstu og skrautlegustu stofunum sátu ritstjórarnir við skrifborð sem hlutu að kosta geipifé. Skýjakljúfur þessi hafði tvær hliðarálmur og var langur en mjór garður milli þeirra. Páll hafði í margar klukkustundir unnið þeim megin utan á byggingunni sem til aðalgötunnar vissi. Þar blandaðist allur skarkali götunnar saman í ein- kennilegan málmhljóm, er barst upp til hans. Nú vann hann á bakhliðinni, milli álmanna tveggja. Gegnum götuhávaðann heyrði hann nú alltaf höggin í prentvélunum, sem voru svo þung, að honum fannst blátt áfram byggingin hristast, þótt vélarnar væru sjálfar niðri undir jörðu. Hann fægði og fægði, starfið var orðið honum vélrænt, nú orðið. Þeir voru hættir vinnu á blaðinu. Flestar skrif- stofurnar orðnar mannlausar. Hann fór rétt fram hjá stöku herbergi þar sem einhver ritstjóranna sat og hálfmókti með vindling í munninum og fæturna uppi á borði. Páll hafði á sér allsherjarlykil, sem gekk að öllum skrám. Þegar hann var á ferð gegnum auðar skrifstofurnar, heyrði hann stundum fóta- tak frammi á ganginum. Lykli var stungið í lás- inn að utan og næturvörður leit inn, lokaði aftur og hélt áfram göngu sinni. Það fór að húma niðri i garðinum milli álm- anna. Himininn var enn heiður og blár, en gráleit móða lagðist yfir jörðina, eins og hver slæðan félli yfir aðra, gegnsæ og næfurþunn. Páll sveiflaði sér frá einum karmi á annan. Hann opnaði annað akkerið í beltinu, steig yfir á næsta karm, opnaði hitt og festi beltið aftur öðru megin-, við hinn nýja glugga. Loks krækti hann hinum endanum á sinn stað. En á þessu broti úr sekúndu hlýtur eitthvað að hafa brugðist •í heila hans. Hann hafði einmitt sér tvær af flug- vélum hersins skjótast silfurglitrandi fram hjá, og verið að óska sér þess að þau yrðu einhvern tíma svo fjáð, Phyllis og hann, að þau gætu veitt sér þó ekki væri nema eina flugferð yfir New York. Verið eins og fuglar undir festingu himins. Hann hafði naumast hugsað þá hugsun til enda, þegar það gerðist. Það var ekki venjulegur ótti, sem fór ísingu gegnum hann. Það var nákuldinn sjálfur, er heltók hann i innsta eðli. Hann hlaut að hafa misreiknað sig, þegar hann ætlaði að festa síðari lykkju beltisins, þvi i stað þess að gripa á réttan krók, rann hún fram hjá og hann þeyttist aftur fyrir sig út I loftið. Nið- ur . . . Því næst fann hann til nístandl sársauka. Hann hékk með höfuðið niður og líkaminn var eins og molaður, þótt hann hefði ekki fallið nema nokkur fet. Hvers vegna hrapaði hann ekki til jarðar? Blóðið hamraði fyrir augum honum og enni, og það hindraði andardráttinn . .. Smám saman komst hann aftur til fullrar meðvitundar Þá skild- ist honum að hann hékk í annarri lykkjunni, -hékk milli himins og jarðar. Þessi ægilega kvöl hafði komið af höfuðhöggi við steinvegginn, og einnig fyrir þá sök að beltið skarst inn í hold hans vegna eigin likamsþunga. Hann reyndi að lyfta höfðinu. Árangursiaust. Hann minntist þess nú með skelfingu, hvernig einn gluggahreinsaranna hafði hrapað niður, alveg eins og hann. En með ofurmannlegri áreynslu hafði honum tekizt að fikra sig hægt og hægt upp að karminum, þar sem félagar hans biðu þess albiinir að grípa hann. En á síðasta augnabliki hafði hann tekið of snarpan rykk, önnur lykkjan rann út af króknum og hann féll niður I hyl- dýpið. Beltið var í sjálfu sér nógu sterkt til að halda honum, tímunum saman ... hann óttaðist ekki beltið, heldur lykkjuna. Hingað til hafði hann ekki gefið nokkurt hljóð frá sér, nema kannski hann hefði Þá, sér óaf- vitandi, hljóðað upp í fallinu. Nú hrópaði hann á hjálp. Rödd hans var hálfkæfð og hás. Ómögu- legt að neinn heyrði til hans neðan frá. Ef einhver kynni að líta upp af hendingu, myndi hann halda að þetta væri ábreiða sem héngi niður úr glugga. Honum taldsit til að hann myndi hanga á milli glugganna. Hefði hann fallið beint niður, hlaut hann að lenda á glugganum fyrir neðan og brjóta hann. Enda þótt næturvörður kynni að taka sig til og loka glugganum, færi hann varla að gera sér það ómak að líta út um hann. Og Páll fann að hann hafði ekki þrótt til að kalla nema með löngu millibili. Það dimmdi. Svo langt sem hann sá til með blóðhlaupnum augum, voru allir gluggar upp- ljómaðir. Og af þvi vissi hann. að síðasta vonin um hjálp var að engu orðin. Einhversstaðar sendi útblásturspípa hljóðmerki sitt upp til hans. Bjölluhljómar bárust úr ýms- um áttum. Slökkviliðið sjálfsagt á leiðinni til ein- hvers eldsvoðans. Hann hrópaði við og við á hjáip og hvildi sig á milli. Stundum svifu flugvélar yfir hann, þá heyrðist fyrst eins og þytur í rokk úr fjarska, nálgaðist sífellt, varð að þrumandi öskri og dó síðan aftur út í svæfandi spunahljóði. HANN hljóðaði. Nú var ekki nema um eitt að gera fyrir hann. Að búa sig undir það sem hlaut að koma. Hann gerði sér það ljóst, hvað eftir annað, að fyrr eða síðar hlaut beltið að láta undan, eða lykkja að renna út af grópi. Og hvort sem heldur yrði, hlaut hann að hrapa. Hann þurfti ekki að kviða sjálfu fallinu, því hann yrði búinn að missa meðvitund áður en hann næði til jarðar. En sú tilhugsun dró ekki úr skelfingunni. Hann var svo ungur og hafði allt lifið fram- undan sér. Framtíðina með Phyllis við hlið sér. Elsku Phyllis, svona veikbyggð og litt fær um að horfast í augu við tilveruna án þess að hafa einhvern til að hjálpa sér og leiða sig, einhvern til að sveipa um sig hlýrri unaðsvoð ástarinnar. Hafði hann í rauninni nokurn tíma sagt henni, hversu takmarkalaust, hve eldheitt og innilega hann elskaði hana? Hversu þakklátur hann hafði verið fyrir hvern þann dag sem hann fékk að vera með henni? Hann og hún, munaðarleysingj- arnir, sem aldrei höfðu þekkt föður eða móður. Húmið var orðið að niðamyrkri. En frá skýja- kljúfunum umhverfis hann lyftu sér litlar og glitr- andi ljóssúlur, eða svo fannst honum. Og vfir hinum lægri þökum liðu marglit ljós, sem komu í ljós og hurfu með vissu millibili. Það voru ljósa- auglýsingarnar sem báru boð sin gegnum ljós- vakann. Annað veifið fannst honum eins og beltið gæfi eftir, líkt og tognaði á því. Ef svo væri, hlaut að því að reka að þar reyndi mest á veikan stað. Og úr því ylti ekki nema á mínútum þangað til það slitnaði. Hann var hræddur við fallið. Hrædd- ur við að þyrlast niður í siðasta sinn, niður, niður. Enda þótt það tæki ekki nema sekúndur, myndu þessar sekúndur verða honum eilífðir. Hvers vegna reyndi hann ekki að fikra sig upp, Þumlung fyrir þumlung? Fyrst annar hafði getað það, ætti það ekki að vera honum ofvaxið . . . En hann Þorði það ekki. Minningin um það sem fyrir hinn hafði komið lamaði hann. SKYNDILEGA barst ókennilegt hljóð að eyrum hans. Það var eins og í saumavél, og hann gat ekki betur heyrt en það bærist út um opinn glugg- ann fyrir ofan hann. Hljóðið þagnaði, svo heyrð- ist það aftur. Hvað var þetta? Hvað gat það verið? Vélarnar í prentsmiðjunni, neðst niðri i vinstri álmunni, héidu áfram sínum dumbu dynkjum af sömu nákvæmni og úr tifar. Þetta voru ekki Þær. Og að því er hann bezt vissi, voru ekki aðrar vélar til hjá biaðaútgáfunni, sem líkt heyrðist í. Þótt einhver blaðamaðurinn kynni að sitja og hamra á ritvél sína, myndi heyrast allt öðru visi í þeirri vél, þess konar pikk þekkti hann svo vel. Nei, það var allt annað, eitthvað spánnýtt. Hann dró að sér andann, svo djúpt sem hann gat, og neytti allrar orku til Þess að reka upp stynjandi óp. Vélin þagnaði. Nú fór hún af stað á ný — og hljóðið nákvæmlega eins og i saumavél. Heyrði hann óm af mannamáli? Eða var það hugarburður? Aftur hrópaði hann á hjálp. Hann var svo þreyttur, svo innilega uppgefinn. Hann vissi naumast úr þessu, hvort hann æpti eða hvort hann tók bara andköf. En nú jókst kvölin undir síðunni um allan helming. Það var eins og verið væri að saga hann sundur. Nei, þetta var engin skynvilla, hann var dreginn upp á við. Hann slóst aftur við vegg- inn. Sársaukinn var svo ægilegur að hann bað þess i hljóði að hann yrði látinn falla niður í djúpið. Kvölin var svo skelfileg, að hún varnaði honum að falla í ómegin. Svo næturvörðurinn hafði þá saknað hans, hafði litið út og kvatt aðstoðarmenn á vettvang. Hinn kvalafulli dráttur hætti jafn snöggt og hann hafði byrjað. Þá var hann kominn upp að ytri brún gluggans. En það var ekki rödd næturvarðarins, sem hann heyrði. Það voru hrjúfar raddir framandi manna, sem voru að rífast. Svo mikið skildist honum, þótt höfuðið væri í ólagi ,að einn eða tveir bölvuðu og heimtuðu það í vonsku að beltið væri skorið sundur og hann látinn falla niður. En nú var þrifið í hann og höfuð hans togað upp á við. — Hæ, þú þarna? Hver ert þú? Hvernig hefur þú komist hingað? . Og áður en hann gæti opnað munninn til svars í undrun sinni, var aftur sagt: — Þú verður að sverja þess dýran eið að halda kjafti, annars getur þú fokið þráðbeint til helvítis fyrir okkur. Þessi orð voru hið síðasta sem hann heyrði, áður en hann féll í ómegin. ÞEGAR hann kom til sjálfs sín á ný, lá hann hálf-uppisitjandi í stóli, og eitthvað brennheitt sitraði líkt og eldur niðar kverkar hans og læsti sig um hann allan. Hann fann að einhverju hörðu og köldu var þrýst að gagnauga hans. Og nú skildist honum, eins og í draumi, að tveir menn voru eitthvað að bauka yfir við peningaskápinn. Þeir beindu vasaljósum sínum að stálhurð hans, svo það glampaði á hana, líkt og áðan i kvöld- sólinni. Maðurinn, sem hélt skammbyssunni að höfði hans, lét nú ljósið falla framan i hann. —• Ef þú kjaftar, þá ... Páll hafði aðeins orku til að tauta: -— Þið björguðuð lífi mínu . . . Hinn lét byssuna síga andartak. — Svo þú bindur þig við bannsetta líftóruna, eða hvað ... Páll kenndi yfirþyrmandi þrá eftir Phyllis. Hann hreyfði sig líkt og hann ætlaði að setjast upp og hvíslaði: — T'r verð að komast heim . .. heim ... til Phyllis T'in . . . hún . . . — Hvaða Phyllis r- bað? Ot með það! Konan þín? Páll kinkaði koll'. — Aha, giftur! Ja, hver fjandinn. Það er aldrei hægt að reiða sig á kvenfólkið. Málbeinið leikur laust i þeim, öllum upp til hópa. Siðan hvíslaði maðurinn í eyra Páli: — Nafn og heimilisfang, en flýttu þér. Og Páll sagði honum nafn sitt og götunúmer. 1 sömu andrá opnaðist peningaskápurinn. Mað- urinn virtist gleyma nærveru Páls, og stökk yfir að skápnum í einu vetfangi. — Hægan, hér er það ég sem ræð. Páll sá það eins og gegnum Þoku, að einn mannanna stakk hendinni inn i skápinn og dró út úr honum hvern seðlabunkann eftir annan, er hann rétti hinum tveim. Þeir stungu peningunum inn á sig og í vasana. Hann heyrði þá anda ótt og títt, af erf- iðinu eða af ótta við að verða ónáðaðir. Páll reyndi að rétta sig upp. Var þetta ímynd- un, eða heyrði hann þruskið af flókaskóm nætur- varðarins? Eái innbrotsþjófarnri höfðu einngi heyrt skó- hljóðið. Án þess að segja orð, stukku þeir allir frá galopnum peningaskápnum og stóðu nú frammi við dyrnar. Einn þeirra stytti hnefann framan í Pál. Lyklinum var snúið í skránni. Hurðin opnað- ist,- Næturvörður gekk inn. Hann var naumast kominn yfir þröskuldinn, þegar hann tók eftir að ekki var allt með felldu. Hann stakk höndinni niður í vasann eins og leiftur, en áður hann gæti gripið skammbyssuna, gall við skot í næturkyrrð- inni og hann hneig til jarðar eins og mjölpoki sem fellur af vagni. Mennirnir urðu nú sjáanlega gripnir skelfingu. Páll óttaðist að þeir færu að slást innbyrðis. Hver Framhald í næsta blaði. Og nú skildist homun, eins og i draumi, aö tveir menn væru eitthvaö að bauka viö pen- ingaskápinn. VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.