Vikan


Vikan - 28.07.1960, Blaðsíða 22

Vikan - 28.07.1960, Blaðsíða 22
Fyrir hverju er draumurinn? Ðraumspakur maöur ræður drauma fyrir lesendur Viknnnar Ef yður dreymir þá drauma, að yður leiki forvitni á um þýðingu þeirra, þá skrifið Vikunni, pósthólf 149 og bréfinu verður komið til draumráðningamannsins. Ráðning á draum kostar 20 krónur, nema menn vilji fá skriflegt svar beint frá draumráðingarmanninum þá kostar ráðn- ingin 50 krónur. Til draumráðningaþáttar Vikunnar. Mig dreymdi, að' ég var uppi í sveit og allt var skrúðgrænt. Mér þykir sem ég þurfi að ná í bil. En þá finnst mér ég sjá bjarndýr eða annað stórt. loðið dýr, og þótti mér vera við það taug. Því næst finnst mér það hremma mig og slá hrömunum utan um mig, og finnst mér ég ekki mega hreyfa mig, því að þá muni það drepa mig. Loksins get ég losað mig, en þá er dýrið horfið, og um leið verður mér litið á hand- leggina á mér og sé, að þeir eru blóðrispaðir og bólgna upp. Hvað heldurðu, að þessi draumur inerki. Virðingarfyllst og með fyrir fram ]iökk fyr- ir ráðninguna. Sirri. Svar til Sirríar. Þú verður fyrir óvæntu aðkasti kunningja þíns, sem endar þó þannig, að árás hans verður að engu, en skarðan hlut muntu bera eftir þetta að einhverju leyti. Kæri draumráðningamaður. Mig dreymdi nýlega, að ég væri á einhverri fallegri eyju, þar sem var baðströnd og tré allt f kring. Fannst mér þetta vera fallegasti staður, sem ég hef séð. Ströndin var full af fólki með alla vega Jitar sólhlífar. Þar voru líka smákofar. Mér fannst ég vera að ganga þar með pilti, sem ég þekki veJ. Við gengum nokkurn spöl í hit- anum, en þá stakk hann upp á því, að við skyld- um fara úr að ofan. En ég vilöi ekki gera það, af því að ég var svo hrædd um, að einliver kæmi. En hann bað mig svo vel, að ég gerði það að lokum (og var einmitt að furða mig á, hvað liann væri orðinn ófeiminn). En þegar ég var farin úr, sé ég, hvar maður kemur gang- andi ti! okkar, og ætla ég þá að fara í aftur. Þá tók hann utan um mig og livislaði: „Vertu ólirædd, elskan, þvi að ég mun vernda þig.“ Og þá vaknaði ég. Dísa. Svar til Dísu. Draumurinn táknar smáyfirsjón á næst- unni í sambandi við starfið. Það er ekkert, sem mun hafa neinar alvarlegar afleiðingar, því að sá, sem er þér meðsekur, mun koma þér til aðstoðar. Kæri draumráðandi. Mig dreymdi fyrir nokkru, að ég var í öku- ferð með fjölskyldunni. Ókum við eftir mjög góðum og breiðum vegi, en á gangstéttunum meðfram veginum voru lagðar slæður i öllum regnbogans litum. Það var sama, hve langt við ókum, alltaf komu fleiri og fleiri slæður. Hvað merkir þessi draumur? Með fyrir fram þökk fyrir ráðninguna, Vivi. Svar til Vivi. Draumurinn er viðvörun til þín um að fara varlega í sakirnar á fjármálasviðinu á næstunni, því að margar blikur eru á lofti á því sviði hjá þér nú sem stcndur. Herra draumráðandi. Mig dreymdi, að ég væri stödd á balli og var að dansa við mann (sein mig langar mjög mik- ið til að kynnast). Mér fannst vera svo mikið vatii á gólfinu i kringum staðinn, þar sem hljóm- sveitin var. Svo fannst mér maðurinn bregða sér frá. Þá þykir mér systir hans koma og segja mér, að hann sé dáinn. Fyrir hverju er þessi draumur? A.B.C. Svar til ABC. Draumurinn táknar, að vinur þinn mun kvænast annarri en þér. 30. VERDIAUKAKROSSGÁTA Vikan veitir eins og kunnugt er verð- laun fyrir rétta ráðningu á krossgát- unni. Alltaf berast margar lausnir. Sá sem vinningirm hefur hlotið fær verð- launin, sem eru: 100 KRÓNUR. Veittur er þriggja vikna frestur til að skila lausnum. Skulu lausnir sendar í pósthólf 149, merkt „Krossgáta". Margar lausnir bárust á 24. kross- gátu Vikunnar og var dregið úr rétt- um ráðningum. ÁSTA ÓLAFSDÓTTIR, Brekastíg 33, Vestmannaeyjum, hlaut verðlaunin, 100 krónur og má vitja þeirra á ritstjórnarskrifstofu Vikunnar, Skipholti 33. Lausn á 24. krossgátu er hér að neðan. + + L E S T + A + F E R D + + + E D E N E K + » 'S N- A + + + + I + S + s I G Þ 0 R + K K + + + M 0 T V I N D u R + S K 0 K K A R E I + T R I L L A + I L + U M E N N F R E M U R + + S K Ö M M I D + 0 A U M R A + K N A L L A Ð A B E Á L h B B A L A + M + + + N R + L L + A •+■ F A K N U M G Ö L UMM F A u S K U R + + s h A L E N A Ö R s K 0 T + G L A U M + G A R Ð + s A L A H L S. + L L L U R K U R + R U N H E N D A A + R + H R A Ð A R + H R A Ð A R y 22 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.