Vikan


Vikan - 10.11.1960, Blaðsíða 2

Vikan - 10.11.1960, Blaðsíða 2
— Gjaldmælar á útvarpstækin — segir hlustandi „sem sjaldan hlustar“ Merkjasölufarganið Kæra Vika. Undanfarna vetur hefur nokkuð borið á því, að ýmiss félög — sem að visu starfa í mjög góðum tilgangi og því ekki nema gott að styðja — hafa verið ærið áleitin við börn i skólum, að fá þau til að selja merki sín á sunnudög- um. Kú veit ég það af eigin reynslu, að þetta hefur nokkur peningaútlát í för með sér fyrir heimilin. Sumir krakkarnir geta svo lítið selt, að þau skammast sín fypir að skila svo til öll- um merkjunum aftur, og þá verða foreldrar eða eldri systkin að hlaupa undir bagga og kaupa eitthvað af merkjum, en svo kemur líka fyrir að sum börnin týna merkjum, eða jafnvel peningum, og þá lendir það vitanlega lika á heimilunum. Ég vildi gera það að tillögu minni, að ekki fengju börn yngri en til dæmis tólf ára að selja merkin. Vinsamlegast. Móðir. Þetta merkjasölufargan er að verða hvim- leitt fyrirbæri í íslenzku þjóðlífi, því að ekki er það höfuðborgin ein, sem það bitnar á, þótt hún verði að sjálfsögðu harðast úti. Ef til vill er lakasti fylgifiskurinn sá, að þessi sala kemur krökkunum á hálfgert betl — þau venjast á að leita til nágranna og fjöl- skyldu, fara að þeim bónarveg; biðja þess að merkin séu keypt sín vegna, svo að þau reynist ekki eftirbátar skólasystkina sinna, því að vitanlega hafa fæst barnanna nokkra hugmynd um tilganginn með merkjasölunni eða gera sér grein fyrir að þau séu að styrkja gott málefni; gera sér aftur á móti fulla grein fyrir söluþóknuninni. Þessu þarf að kippa í lag með einhverju móti. Meira f jör útvarpsráð ... Vika mín. Viltu bera þeim, sem sjá um útvarpsdag- skrána, mínar innilgeustu samúðarkveðjur og tilkynna þei mum leið að þeim hafi enn einu sinni mistekizt herfilega með vetrardagskrána. Segðxí þeim, að þeir hafi átt að miða hana við lifandi fólk, en þeir, sem liggja dánir og grafnir hafi ekkert við útvarpsdagskrá að gera. Segðu þeim að nú sé svo langt gengið, að jafnvel vita- heyrnarlausir sleppi ekki við að hafa leiðindi af vetrardagskránni, þvi að þeir komizt ekki hjá að sjá hvernig hinum líður undir henni, og taki því þátt í gremju þeirra og vonbrigðum. Segðu þeim, að þeir verði að hafa meira fjör, margfalt meira fjör í dagskránni, ef nokkur f dreyfbilinu eigi að vera vakandi þegar vorar, og segðu þeim að lokum að það sé spurning, hvort þessi vetrardagskrá þeirar sé ekki refsi- vert lögbrot, þar eð það muni stranglega bann- að í lögum að selja almenningi sterk svefnlyf án lyfseðils. Með beztu kveðjum til þín, en ekki útvarps- ráðs. Sísofandi. Jú, þessu er komið til skila. En hvort það rumskar við útvarpsráðsmönnum, sem ef- laust hafa meðtekið drjúgan skammt af svefnlyfinu sjálfir, er svo annað mál. En aftur á móti gæti verið að næsta bréf rumskaði við þeim, því að það talar beint til næmustu tilfinninganna. Gjaldmæla á útvarpstæki... Kæri póstur. Útvarpsstjórinn okltar blessaður talar aldrei svo um ríkisútvarpið i ríkisútvarpið, að hann fari þess ekki á leit við háttvirta hlustendur, að þeir geri sér og útvarpsráði þann mikla greiða að skrúfa sem mest fyrir útvarpsvið- tæki sin og hlusta sem minnst, þvi að með þvi móti geti menn haft talsvért gaman og gagn af dagskránni. Þegar dagskráin er at- huguð, verður manni skiljanlegt að þetta væri mesti greiði við bæði útvarpsstjóra og útvarps- ráð, en fyrir útvarpsgjaldendur verður þetta alldýr greiðasemi. Hvernig væri að ríkisút- Pósturinn varpið léti setja gjaldmæla á öll útvarpsvið- tæki, svo að hver og einn borgaði í réttu hlut- falli við „neyzluna“? Með þeirri tækni, sem nú er á öllum sviðum, hlyti þetta að vera framkvæmanlegt, og er hér með sltorað á ríkis- útvarpið, að koma þessu sem fyrst i fram- kvæmd. Vinsamlegast. Hlustandi, sem sjaldan hlustar. Hafið þér gert yður ijóst, að með hækkandi verðlagi er nauðsynlegt að hækka trygg- inguna í fullu samræmi við það. Athugið einnig að veruleg hækkun tryggingarupphæðar hefur í för með sér óverulega hækkun iðgjalda. Hringið í síma 1-77-00 og tryggingin er komin í lag. Sé þetta framkvæmanlegt, virðist það vera heillaráð. Hentugast mundi að hafa þessa gjaldmæla sjálfvirka, þannig að þeir inn- heimtu um leið hlustunargjaldið — maður setti bara krónu eða túkall í þar til gerða smugu, þegar mann langaði til að hlusta. Og vafalaust yrði þetta til þess að forráða- menn ríkisútvarpsins reyndu að fá sem flesta til að hlusta sem oftast — kannski meðal annars á þann Iiátt að gera dagskrána sem bezt úr garði. Því ekki að reyna þetta? ALMENNAR IRYGGINGAR H.F. Pósthússtræti 9 — Sími 1-77-00 Skrípaleikurinn á alls- herjarþingi Sþ. Kæra Vika. Geturðu sagt mér i hvers þágu þag er ger{( að vera að segja sem nákvæmastar fréttir af þessum óhugnanleg skrlpaleik á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Það verður ekki milcið eftir af trausti rnanna á þeim, sem heimsmál- unum ráða, og þá um leið á framtíðinni, þegar Framh. á bls. 29. 2 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.