Vikan


Vikan - 10.11.1960, Blaðsíða 16

Vikan - 10.11.1960, Blaðsíða 16
 Ííír-wí '■m'í Lampaskermar \ I Það sem fyrst gengur úr sér á lampanum, er skerm- urinn. Oft er þá hægt að spara sér ný lampakaup með nýjum skermi. Þó ekki sé alltaf nauðsyn að fá nýjan skerm, getur litbreyting verið skemmtileg og þá er auð- vitað ánægjulegast að hafa gert skermana sjálf. Bastskermar hafa rnikið verið í tízku undanfarið, en ekki eru síður smekklegir útsaumaðir hörskermar. Hér sjúið þið tvo slika. Einna fallegast er að nota ólitað hörefni. Um magn efnisins segja liæð og ummál skermsins. Smekksatriði er, hvað efriið er fellt mikið. Fallegast er að saumu í með júrtalituðu baðmullargarni, gulgrænir og bláir litir eru sérkennilegir saman og fara mjög vel við efnið. En auðvitað fer litasamsetning einnig eftir lampafætinum. Ljósið verður dempaðra, sé skermurinn fyrst fóðraður með ljósu, þunnu efni. Bezt er að sauma l^að ófellt. Efnið er síðan fellt, lagt á skerminn og sárkantarnir hrotnir inn á röngu, brotið inn af þeim og bandsaumað fínlega frá réttu. EILÍFIR DRAUMAR Fyrsti þáttur: Hún er kornung og gengur i skóla af.tregum vilja. Hana dreymir stöðugt rómantískan draum, drauminn um hina frjálsu tilveru sjálfstæðrar konu. Markmið drauma hennar rúmast í orð- inu „skrifstofa“. Á skrifstofu hafa stúlkurnar það gott og ganga um í nýstroknum, hvítum blússum eða vel til höfðum jerseypilsum. Þær hafa eau de cologne og andlitsþurrkur í skrif- borðsskúffunni og hafa það skemmtilegt á veit- ingahúsum í kaffi- eða matarhléinu. Þær tipla inn og út hjá forstjóranum á ítölskum skóm og skipta um pappir í ritvélinni með mjúkum og hvítum höndum. Þær svara í simann mjúkri og skemmtilegri röddu, hvort sem þeim er boð- ið út að borða, eða þær þurfa svara til um áríð- andi verzlunarmál. Þær eru alltaf vel upp lagðar og hafa nógan tíma. Allt þetta hefur hún fræðzt um á bíó, löngu áður en hún lýkur prófi. Hún hefur einnig fræðzt um þetta af auglýsingum um fallega og freistandi hluti sem skrifstofustúlkur eiga að Fyrsti þáttur: Draumur hennar er aö fá stöOu á skrifstofu, eftir aO hún hcettir í skólanum. Skrif- stofustúlkur eru svo öfundsverOar, flnar, falleg- ar og hamingjusamar ... og kannski gifta þcer sig einn daginn forstjóranum. Annar fiáttur. Draumurinn hefur rcetzt. Hún hef- ur reyndar ekki séO forstjórann enn, en hún er á skrifstofu. AnægOf Ja, hún er ekki viss, hana dreymir meOal annara um eigiO heimili ... Kökur í saumaklúbbinn ÍSTERTA m/jarðarberjum. 3 egg, 1 Vi dl sykur, 1% tesk lyfti- duft, 75 gr kartöflumjöl, 2 msk. kakaó. Eggin eru þeytt með sykrinum þar til þau eru létt og Ijós. Kartöflumjöli, kakaúi og lyftidufti blandað saman við. Bakað í 1—2 tertumótum við fremur hægan hita. í S I N N . 2 egg, 2—3 msk sykur, 1 dl rjómi, vanilja eða jarðarberjasafi. Eggjarauðurnar eru þeyttar vel með sykrínum. Vaniljudropum eða 1—2 msk af jarðarberjasafa blandað i, ])ví næst f.iifþeyttum rjómanum og hvil- Framliald á bls. 32. 16 vivtn

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.