Vikan


Vikan - 10.11.1960, Blaðsíða 8

Vikan - 10.11.1960, Blaðsíða 8
Guömundur og Jón afíiuga nýja stóla, sem þeir hafa sjálfir. teiknaö og smíöaö. Stólarnir eru léttir og þægilegir í boröstofur og samkomuhús, og þeir liafa þann. kost, aö hægt er aö stafla þeim hverjum ofan á annan. ÞafS kom á daginn, að höfundar þessara verka eru bræöur tveir, Jón og Guðmundur Benediktssynir. Þeir reka verzlunina undir nafni föður sins, Benedikts Guðmundssonar. Mér kom það ekki á óvart, þegar ég frétti, að þeir bræður hefðu numið höggmyndalist lijá Ásmundi Sveinssyni. Það var svo greinilegt skyldleikamerki milli nútíma-höggmynda og útfærslu formsins í húsgögnunum. Guðmundur og Jón voru að vinna á verkstæðinu, þegar ég kom þangað, Þeir hafa ekki rhikinn vinnukraft og leggja ekki áherzlu á stórvirka lacer- framleiðslu. Þeir skoða húsgagnagerð sem listræna iðju, bisnissjónarmiðið verður að þoka fyrir þvi, eins og sæmir listamönnum. Talið berst að nú- tima-húsgagnagerð og viðhorfum þeirra til hennar. Ég minntist á þennan sérstaka blæ á húsgögnum þeirra. Það hefur tíðkazt að sækja fyrirmyndir til Danmerkur, enda ekki nema eðlilegt, þar sem húsgagnaframleiðsla Dana er mjög góð, segja þeir. — Þetta gera flestir húsgagnaframleiðendur hér, en það eru flciri on Danir. sem hafa náð góðum árangri með nútimahúsgögn. Við vorum á ferð í Frakklandi fyrir nokkru og urðum miög hrifnir af húsgögnum. sem við sáum þar. ftalir standa framarlega og sömuleiðis Þjóðverinr. f bessum löndum liefur húsgagnagerðin þróazt nokkuð með öðru móti en á Norður- löndum. Þau hnfa kannski ekki verið alveg eins „sæt“ húsgögnin haðan. Það hefur verið notað meira af járni i þau og fúnkislinan greinilegri. — Þær raddir hafa heyrzt, að ef til vill gætum við gert húsgögn að útflutningsframleiðslu. Hvað viljið þið segja um það? — Það hlvtur að reka að þvi. að farið verði að þreifa fvrir sér um sölu á húsgösnum erlendis. En til þess að geta það þarf mikið os gott samstarf milli framleiðenda og hinna, sem móta og teikna hússögnin. Danir hafa komið á hjá sér samhandi meðal húsgasnaframleiðenda um vörugæði, og sýnishorn af framleiðslunni eru skoðuð hiá öllum, sem selja lit húsgögn, og verða þau að standast nróf að verkgæðum, efnisgæðum og útliti. Slíkt samstarf hyrfti að koma hér, ef vel á að vera. Einnis mætti minnast á nám húsgagnasmiða. Þeir ættu að læra eingöngu i skól- um, þar sem nemandinn lærir sjálft liandverkið, sem vel að merkja er undirstaðan. Á verkstæðum, joar sem lögð er áherzla á fjöldaframleiðslu, er hætt við, að námið fari forgörðum. Einnig þyrfti Iðnskólinn að geta útskrifað húsgagnateiknara, og þá má búast við, að islenzk hús- gögn fái smám saman „karakter" og hlæ, sem einkenn- andi væri fyrir ísland. —■ Hafið þið nokkra spádóma uppi um húsgögn i fram- tíðinni? Þeir hrostu að þessari spurningu, og Jón svaraði: — Sumir arkitektar hafa talað um það, að húsgögn hyrfu smám saman og yrðu óþörf. Þá yrði sjálfri byggingunni hagað þannig, að annað kæmi í stað þeirra. — Þú átt við, að borð yrðu steypt og rúmstæði hlaðin úr grjóti eins og í sjóbúðum i gamla daga? — Onei, ekki meina ég það nú, en það yrðu hafðir stallar í gólfum og svampsessur á brúnum jieirra i stað stóla. Hliðstætt er það, sem nú er orðið almennt, að hafa flesta eða alla skápa innbygða. — Ég er hræddur um, að þessi sæti yrðu ekki þægi- leg, enda þótt þau gætu verið góð frá fagurfræðilegu sjónarmiði. — Já, ég er heldur ekki að segja, að þetta verði svona. pað er aðeijis sp^dóippr einstakra arkitekta. Framhald á bls. 28, Vestanvert á Laufásvegi er húsgagnabúð, sem lætur lítið yfir sér við fyrstu sýn. Þegar betur er að gáð, kemur í ljós, að munir þessarar húðar hafa yfir sér einhvern sérstakan blæ, sem ekki er að finna annars staðar hér á landi, þar sem húsgögn eru á boðstólum. Áhorfandinn tekur fyrst eftir því, að þarna er mikið af þvi gert að nota saman járn og tré og óneitanlega með góðum árangri. Augljóst er, að ekki er það á valdi allra að komast svo vel frá samsetningu svo óskyldra efna sem járn og tré eru. Önnur nýjung er það, að járnið er yfirleitt ekki sivalt, heldur kantað, og virðist það mynda ákveðnara samspil móti köntuðum flötum viðarins. Sam- eiginlegt kennimark þessara húsgagna er annars hreint form og einföld bygging. Þau eru öll mjög létt, og á notkun járnsins ekki sízt þátt i því. Svo tekur maður eftir því, að eitthvað er það í formum sumra hlutanna, sem minn- ir á nútímastil í skúlptúr. Sérstaklega var það skrifborð eitt, sem vakti athygli mína á þvi. Einkar þægiiegur húsbónda- stóll, sem þeir Guömundur og Jón hafa teiknaö og framleitt. Takiö eftir þvl, hversu línurnar eru hrein- og áicveönar, svipaö fúnktionalistískum Unum í nútíma-byggingarlist. S VJKAN, FÓLK HUGSAR í SETTUM

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.