Vikan


Vikan - 10.11.1960, Blaðsíða 15

Vikan - 10.11.1960, Blaðsíða 15
vera meira af kókoshnetum, og þar voru' þeir nær Fergusons-sundi. Aftur tók Kennedy McMahon i drátt með ólina á milli tannanna. Hinir skipuðu sér um plankann sem fyrr. Sundið tók þrjár klukkustundir. Mennirnir niu með plankann lentu í straumröst og náðu enda eyjar- innar með naumindum. Kennedy fannst 400 metra löng gangan til þeirra mun erfiðari en þriggja klukkustunda sund. Fætur hans voru þá mjög skornir eftir kórallinn og alþaktir blöðrum. Þeir þjáðust allir af þorsta og hrutu upp nokkr- ar kókoshnetur, sem lágu á jörð- inni, og drukku úr þeim mjólkina. Kennedy og McMahon urðu fyrstir til að drekka og tóku drykkjuna of geyst, því að þeir urðu báðir veikir. Hinir létu ófarir þeirra sér að kenningu verða og drukku gætilega og varð ekki meint af, Um miðja nóttina rigndi, og qinhver stakk ppp á því, að þeir sleiktu blöðin á runnunum til þess að reyna að svala þorstanum. Um morguninn §áu þeir, að laufblöðin, sem þeir þöfðu verið að sleikja um nóttina, voru öll þakin fugladriti. Þeir gáfu eyjunni þá nafnið Fuglaey. Fjórða daginn voru skipbrots- mennirnir allir mjög niðurdregnir. Jafnvel Johnston var daufur i dálk- inn og hafði nú skipt um skoðun á bænahaldi. McGuire hafði talna- band um hálsinn, og Johnston sagði: „Blessaður, notaðu nú þetta hálsband þitt rækilega.“ Mc- Quire syaraði stillilega: „Já, ég skal þugsa um ykkur alla.“ Iíennedy vildi ekki viðurkenna enn, að von- laust væri um björgun. Hann bað Ross að koma með sér til næstu eyj- ar, Nauru, sem var í suðaustri, enn þá nær Fergusons-sundi. Þeir voru orðnir mjög máttfarnir, en eftir klukkustundarsund komu þeir til eyjarinnar. Þeir gengu yfir eyna, til þeirrar strandarinnar, er vissi að Fergu- sons-sundi. Þar sáu þeir japanskan flutníngapramma strandaðan á rif- inu. Hjá honum voru tveir menn, ef til yill Japanar. Þeir tóku eftir Kennedy og Ross og gripu til ein- trjánings og reru i burt. Kennedy og Ross gengu þá með ströndinni. Innan um nokkur pálmatré fundu þeir brúsa með vatni, japanska gas- grímu, dálítið af beinakexi og brjóstsykri og slógu nú upp smá- veiziu. Niðri við sjóinn fundu þcir KUnn eins manns eintrjáning. Síðan ski'iðu ]teir í felur og héldu kyrru fyrlr allan daginn, Þegar dimmdi, skildi Kennedy Ross eftir og fór sjálfur í bátnum út á Fergusons- sund og tók með sér svoliUð af beinakexi og vatni. En engir tund- urskeytabátar komu, svo að hann reri til Fuglaeyjar. Menn hans þar sögðu honum, að þeir, sem voru við prammann strandaða þá um morguninn, hefðu verið innbornir, og hefðu þeir komið við hjá þeim. Þeir sögðu, að Japanar væru á N'auru, og mennirnir höfðu talið þá Ross af. Kennedy útdeildi dá- litlu af kexi og vatni, og siðan lögð- ust þeir allir til svefns. Einn mann- anna hélt sér vakandi, þar til hinir voru allir sofnaðir, og drakk þá allt vatnið, sem eftir var í brúsanum, sem Kennedy hafði komið með. llm morguninn gat hann ekki leynt sekt sinni, og félagar hans áttu mjög erfitt með að fyrirgefa honum. Fyrir dögun lagði Kennedy af stað á eintrjáningnum áleiðis til Nauru, en með döguninni hvessti, og eintrjáninginn fyllti. En þá komu nokkrir innbornir menn aðvifandi á stórum eintrjáningi. Björguðu þeir Kennedy og fluttu hann til Nauru. Þar sýndu þeir lionum, hvar tveggja manna eintrjáningur lá í fjörunni. Kennedy tók þá upp kókoshnetu með slétta skel og risp- aði á hana með vasahnif: „ELL- EFU MENN Á LÍFI. ÍNNFÆDD- UR ÞEKIÍIR STAÐINN. NÁLÆGT NÁURU. KENNEDY.“ Siðan sagði hann við hina innfæddu: „Rendova, Rendova." Einn þeirra virtist skilja hann. Þeir tóku kókoshnetuna og reru brott. Kennedy og Ross höfðu hægt um sig allan daginn. Þegar kvöldaði, fór að rigna, og skriðu þeir þá undir runna. Þegar dimmt var orðið, taldi Kennedy Ross á að fara með sér á tveggja manna eintrjáningn- um út á Fergusons sund. Ross var þvi mótfallinn, en lét þó til leiðast. Þeir lögðu síðan af stað i eintrján- ingnum. Þeir höfðu búið sér til ár- ar úr kassafjölum, og þeir tóku með sér skel utan af kókoshnot til að ausa með. Þegar þeir komu út á sundið, hvessti mjög, og sjór fór að ýfast. Það gaf á bátinn, en Ross stóð í austri, og Kennedy reyndi að lialda stefni bátsins upp i vindinn. Sjólagið versnaði stöðugt. Kennedy hrópaði: „Ætli sé ekki bezt að reyna að koma sér til baka?“ Kennedy reyndi þá að snúa bátnum, en um leið og hann sneri hliðinni í ölduna, fyllti bátinn. Félagarnir tveir ríghéldu sér, Kennedy í stafni, en Ross i skut. Straumurinn bar þá til suðurs í átt til hafs, en þeir reyndu að hamla á móti til norð- vesturs. Þannig héldu þeir áfram Framhald á bls. 32. Hann stóð upp, þegar hinir voru sofnaðir og drakk það seni eftir var af vatninu. Um morguninn gat hann ekki dulið sekt sína. / fyrrí hluta þessarar mannraunasögu, sem birtist i siðasta blaði, var sagt frá Jbv/, hvern- ig tundurskeytabát- urinn fórst með Kennedy og félaga hans. Hér segir frá löngum og erfiðum hrakningum þeirra og ævintýralegri björgun að lokum. VIKAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.