Vikan


Vikan - 10.11.1960, Blaðsíða 12

Vikan - 10.11.1960, Blaðsíða 12
Ævar R. Kvaran ÁFLOG Á ALÞiNGI Sarcasm is the lowest form of wit, segja Bretar. Ef það er rétt, að hnýfilyrði eða sáryrði séu lélegasta tegund fyndni, þá er kimni okkar íslendinga ekki á marga fiska. Má glögglega sjá þess merki t. d. með því að blaða í gegnum hið mikla safn kímnisagna islenzkra, sem Cunnar á Selalæk hefur smám sam- an gefið út undir nafninu íslenzk fyndni. Og þarf raunar ekki lengi að leita til þess að ganga úr skugga um, að um kimnigáfu okkar Frón- búa er meir en lítið ábótavant. Það er einhver illgirnisandi í kímni okk- ar, sem lítil ástæða er til að hreykja sér af. Margir vinsælir „brandarar", sem lengi hafa gengið frá manni til manns, sýna þetta ljóslega. Þegar fyndnin fjallar um þjóðkunna menn, er segin saga, að hallað er á annan livorn með þeim hætti, að hann er lítilsvirtur á einhvern hátt. Sjálfum varð mér þetta ekki fyllilega ijóst, fyrr en ég hafði dvalizt nokkur ár erlendis og fór að kynnast kímni annarra þjóða. Meðal nágranna- þjóða okkar er kímnin t. d. miklu saklausari og iangoftast alveg laus við það að vera mannskemmandi fyrir nokkurn, þótt fjallað sé um kunna menn. Þeir menn, sem einna oftast verða fyrir iinýfiiyrðum í íslenzkum „bröndurum", eru stjórnmálamenn- irnir. Þetta er að þvi leyti skiljan- legt, að þar fara menn, sem sífellt eru undir smásjá alirar þjóðarinn- ar. Smám saman hefur svo af þessu orðið tii sú skoðun meðal þeirra, sem lítt eru kunnir stjórn- málamönnum persónulega, að þetta séu í rauninni allt meira og minna bölvaðir þorparar, sem til alls sé trúandi. Þetta er með öllu ósæmi- legt og ósanngjarnt, því að þ'essir menn vinna hin vandasömustu störf fyrir þjóðarheildina, þótt vitanlega sé meðal þeirra misjafn sauður i mörgu fé eins og alls staðar. Okk- ur hættir til þess að gieyma þvi, að við eigum einmitt stjórnmála- mönnum það að þakka, að við erum nú frjáls þjóð. Ég held, að enginn sanngjarn maður neiti því, að á al- þingi íslendinga eigi nú sæti margir ágætismenn, sein mikils góðs megi af vænta. Og við skulum-einnig vera minnug þess, að ef við eigum lélega fulltrúa á aiþingi, er í frjálsu iandi engum um að kenna öðrum en kjós- endum þeirra, þ. e. okkur sjálfum. Reyndin verður sú að lókum, að við fáum þá foringja í stjórnmálum, sem við eigum skilið. Vegna sjálfra okkar og þjóðar- innar allrar þurfum við að hefja veg alþingis til nýrrar virðingar, og verða stjórnmálamennirnir sjálf- ir að ganga þar á undan með góðu eftirdæmi. Ein ástæðan til þess, að vegur alþingis er ekki meiri en raun ber vitni, eru hinar ábyrgðarlausu fullyrðingar blaða og stjórnmála- manna i deilum. Það er orðið svo algengt að heyra þjóðkunna menn kallaða i dagblöðum ættjarðarsvik- ara, sem sitji um færi að svikja land og þjóð, að svo ægilegar ásakanir eru með öllu orðnar máttvana. Slíkt ábyrgðarleysi í umræðum um lands- inál er vel til þess fallið að grafa undan nauðsynlegri virðingu fyrir alþingi, sem við þó gjarnan viljum hreykja okkur af, að sé elzta lög- gjafarsamkunda sinnar tegundar. Gætum við margt hollt lært af ná- grannaþjóðum okkar í þessum efn- um, ekki sízt Bretum. En þótt víða sé pottur brotinn í þessum efnum nú á tímum, hafa íslendingar þó áður haft miklu meiri ástæðu til að lineykslast á mönnum þeim, sem setið hafa í hinni virðulegu stofnun, alþingi. Ég ætla hér að bregða snöggvast upp mynd af störfmn þessarar stofnun- ar i lok 17. aldar, eins og Jón Aðils prófessor lýsir þeim í ævisögu Odds Sigurðssonar lögmanns. Hann seg- ir m. a.: „Að nafninu til var aiþingi hald- ið á liverju ári, en þar eins og víðar gekk allt á tréfótum. Það þurfti margítrekuð valdboð til að halda því saman. Alþýða manna var nú löngu hætt að ríða til alþingis og taka þátt í landsmálum. Menn vörp- uðu allri sinni áhyggju á embætt- ismennina, — lögmennina og sýslu- mennina, — og á lögréttumennina. En það var ekki nema með mestu eftirgangsmunum, að þeir fengust til að mæta og gegn skyldu sinni, og þinghaldið fór að jafnaði meira eða minna í handaskohim. Menn komu of seint til þingsins, sátu i Framhald á bls. 28. Kjarnar og kaflar úr þjóðlegum fræðum Þorsteinn á Úlfsstöðum skrifar um: Undirrót draumanna „Draumur eins er ævinlega að undirrót vökulíf annars,“ sagði dr. Helgi Pjeturss. En þó að þessi kenn- ing hans hafi ekki hlotið fylgi fræði- manna, enn sem komið er, þá eru þó til dæmi, sem sanna hana beinlínis. Má þar til nefna dæmi, sem ég fyrir ekki mjög löngu sá í Morgunblaðinu haft eftir próf. Níelsi P. Dungal um, að móður hans dreymdi eitthvert sinn það, sem þá raunverulega var að gerast á fjarlægum stað og ekki er um að villast, að hlaut að vera fyrir samband við annan. Og sé nú gætt að sumu því, sem sagt er frá í Vik- unni 4. ágúst sl., Þá ber þar einnig að hinu sama. — Upphaf þess, að dr. Helgi Pjeturss uppgötvaði sambands- eðli draumanna var, að hann gerðí sér ljóst, að draumar eru sýnir og atburðir miklu fremur en hitt, að þeir séu hugsanir um sýnir og atburði. Byrjunin var það, að hann gerði sér ljóst, að það að dreyma hlut er eins og að sjá hlutinn, en ekki eins og að hugsa um hann, og til staðfesting- ar þeirri niðurstöðu er nú einmitt þetta, að draumar skuli vera í nokkru sambandi við augnhreyfingar sofand- ans, eins og líka hitt, að draumatburð- an vera svo ósamkvæmt því, sem ir gerist með sama hraða og atburðir í vöku. Og þó að þessir ágætu at- hugarar, sem vitnað er til þarna í Vikunni, virðast telja draumskýringar þeirra Freuds og Jungs nokkurn veg- inn óhagganlegar, þá verða þær samt, Þegar hér er komið, með öllu óhugs- anlegar. Séu draumar raunverulegar sýnir, um leið og þeir eru ýmislegt annað, þá liggur fyrir sú spurning, hvernig slíkt megi vera, ef undirrót þeirra er engin önnur en hugrenn- ingar sjálfs dreymandans. Spyrji maður að því, hvort vakandi maður geti nokkru sinni látið sig sjá einar saman hugrenningar sínar á sama hátt og þegar hann horfir á hluti og staði, þá hlýtur svarið að verða neit- andi. Hversu mjög sem vakandi mað- ur reyndi slikt, þá gæti hann það ekki. Og hvers vegna skyldi þá sof- andi maður geta það fremur? Fram á það hefur aldrei verið sýnt með fullgildum rökum. Og hér er enn nokkuð, sem gerir það mjög óhugsan- legt, að hinn sofandi maður geti nokkru sinni að öllu leyti verið höf- undur drauma sinna. 1 áðurnefndu blaði Vikunnar, þætt- inum um draumaráðningar, segir kona nokkur frá því, að sig hafi dreymt það, sem hún aldrei hafði séð í vöku, og að ibúð hennar hafi þá komið henni fyrir sjónir með öðrum hætti en raunverulega er. En þó að konunni virðist hafa þótt þetta und- arlegt, þá er þetta þó ekki nema það, sem venjulega á sér stað í draumum. Manni finnst hann að vísu oft — eins og konunni, — sem svo vel og fróð- lega segir þarna frá, hafa verið staddur heima hjá sér eða á. öðrum stað sér kunnugum. En reyndin er, að þetta, sem dreymandanum þótti hafa verið sér kunnugt, var meira og minna frábrugðið því, sem hann ætl- aði það vera. Og þetta er nokkuð, sem er algerlega öfugt við það, sem við mætti búast, ef draumsýnirnar væru komnar upp í huga dreymand- ans. En sé hins vegar litið á eins og dr. Helgi Pjeturss gerði, þá horfir þetta allt öðruvisi við. Geri maður ráð fyrir þvi, að undirrót draumanna sé samband sofandans við einhvern vakanda, þá verður eðlilegt ekki ein- ungis það, að í draumi skuli eiga sér stað raunverulegar sýnir, heldur einnig hitt, að þetta, sem dreymand- anum fannst hafa verið ibúð sín eða annað slíkt sé tilheyrandi, skuli jafn- raunverulega er. Sé gert ráð fyrir því, að hinn vakandi maður, draum- gjafinn, sem dr. Helgi nefndi svo, sé staddur heima hjá sér, þá verður eðli- legt, að dreymandanum finnist einnig svo. E'n ósamkvæmnin milli hins draumséða og vökuséða heimilis sof- andans verður svo af þeirri skiljan- legu ástæðu, að heimili draumgjafa og dreymanda eru ekki eins. Og hug- leiði maður nú auk þess, sem hér hefur verið sagt, hvað með svefnin- um veitist, þá verður það enn til að styðja þetta sama. Menn hafa að vísu látið sér nægja þá nauðsyn og end- urnæringu svefnsins, að hann veiti hvíld. En þó ætti það í rauninni að liggja alveg í augum uppi, að hvíld getur ekki endurnært, án þess að eitthvað veitist með henni. Hin eina skynsamlega skýring á eðli svefnsins hlýtur því að verða sú, að hann sé ástand til að veita viðtöku utanað- komandi krafti, hvaðan svo sem sá kraftur væri kominn, En þar ætti það þó að geta orðið til leiðbeiningar, að sumir draumar benda mjög ákveðið til þess, að svefnsambandið sé a. m. k. stundum út fyrir jörðina. Og hvert skyldi það samband þá vera nema til íbúa annarra hnatta? 21. 8. ‘60. 1 2 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.