Vikan


Vikan - 10.11.1960, Blaðsíða 30

Vikan - 10.11.1960, Blaðsíða 30
(Jtvarpsskrifborðið ofbent Á tilsettum tínia var dregið úr réttum lausnum í verðlaunakeppni Vikunnar og kom upp hlutur frú Guðrúnar Arnalds, Barmahlið 13, hér í bæ. Var útvarpsskrifborðið flutt heim til hennar og myndin sýnir, þegar það var borið upp tröppurnar. Frú Guðrún var að sjálfsögðu mjög ánægð með hið lireppta hnoss og síðar liringdi liún til blaðsins og kvað gripinn reynast mjög vel. Það bárust að vanda fjölmargar lausnir, en nú skeði það, að aðfeins 20 lausnir voru réttar og virðist getraunin hafa staðið í mörgum. Sér- staklega voru það margir, sem greiddu sæluhúsi Ferðafélags ísiands atkvæði, en það var óvart ekki byggt 1926, heldur 1930 eins og stendur útskorið á gafli hússins. Margir höfðu aðeins eina lausn vitlausa af fimm og var það talsvert mismunandi, á hverju gatað var. Meira að segja fékk það býsna mörg atkvæði, að ölvaður heildsali hefði drukkn- að á Laugarvatni og Hermann Jónasson synt yfir víkina framan við Borg á Mýrum. Hins vegar vakti það furðu aði flestir virtust þekkja Biskupsbrekku á Uxahryggjaleið, þar sem Jón Vídalín veiktist og dó. Margir gerðu þá athugasemd, að Gaukur Trandilsson hafi verið veg- inn á Gaukshöfða, en ekki Bringum, sein myndin sé af. Myndin sýnir liins vegar ekki aðeins Bringur, heldur Þjórsá og Þjórsárdalinn og spurningin hljóðaði svo: Á þessum stað gerðist eitt af þrennu. Þar með er átt við staðinn, sem ljósmyndarinn stendur á, þegar hann tekur myndina og myndin er einmitt tekin af Gaukshöfða. ★ eru iieima liafi dáið úr krabba, en þær sem vinna úti. Hún hefur einnig séð það einhvers staðar, að í þeim fjölskyldum þar sem móðirin vinnur úti, öðlist barnið þegar það cr i skóla, sjálfstætt og eðlilegt samband við móður sina, og læri að bera virðingu fyrir henni, en ekki aðeins fyrir föðurnum. Og þegar allir koma þreyttir heim á kvöhlin, þá yrði það eðlilegt að allir lykju húsverkunum í sameiningu. Hún kannaðist við eina þriggja barna móðir, fræga og duglega konu sem vann úti, kom oft fram í útvarp og skrifaði í vikublöð, hún meðal ann- ars hélt öllu þessu fram. Henni datt ekki í hug að trúa þessu fyrst í stað, en smátt og smátt síaðist þetta inn í liana og hún fór að kunna þetta utan að. Satt að segja fannst henni, að þetta hefðu alltaf verið hennar eigin hugs- anir. Hana var byrjað að dreyma fyrir alvöru. Fjórði þáttur: Með miklum erfiðleikum kom hún því þann- ig fyrir, að hún fékk vinnu á skrifstofunni, þar sem hún vann áður. Börnin höfðu það ágætt, og það var einkum að þakka barnaheimilum, heimahúshjálp og að ógleymdri ömmunni. Það var mikil hvild í því að koma aftur til skrif- stofunnar. Henni fannst hún vera alveg ný manneskja, fór að hugsa betur um útlit sitt, eignaðist nýja vini og fannst hún hafa öðlazt viðari sjónhring og meiri þekkingu en nokkru sinni áður. Svo líður nokkur timi, — kannski ekki nema nokkrar vikur. Þá koma upp vandamál, sem hún hafði ekki tekið með i reilcninginn. Hún gat ekki séð að börnin bæru meiri virðingu fyrir henni en áður. Þegar hún kom heim á daginn, voru þau óþekkari en nokkru sinni fyrr. Á nóttunni vöknuðu þau oftar en áður og heimtuðu að hún sæti hjá þeim eða að þau fengju að vera hjá henni. Hún gat ekki neitað þvi, og í rauninni hafði hún ekkert á móti þvi, þar sem hún sá þau ekki allan daginn. Hún óskaði þess jafnvel stundum, að þau vöknuðu og þyrftu á henni að halda. En hún varð þreytt — þreyttari og þreytt- ari. Börnin grétu oft á morgnana, eða urðu óþekk og fundu upp á hinu og þessu, sem átti að þvinga hana til að vera heima. Hún sat oft á skrifstofunni og hugsaði um það, að yngsta barnið var að hætta að vera lítið, og mundi bráðum verða tannlaust og krangalegt, og vaxa upp úr þvi að láta gæla við sig, og hér sat hún á meðan og lét aðra gæla við það. — Var ekki klukkan að verða fimm. Og hverju ætli skóla- stelpunni mundi vera svarað þegar hún kom heim úr skólanum með spurningar sínar? Þar sem enginn gæti svarað spurningum þeirra fullkomlega, fengju þau ekki nógu mikla útrás og yrðu kannski að vandræðabörnum. Þar að auki var orðið heillangt siðan liún hafði haft tima til að hitta vini sina, við tölum nú ekki um það hvernig hún var við manninn sinn. Hún var nú rúmlega þritug og kominn timi til að hún tæki einhverja ákvörðun. Dag nokk- urn las hún um konu sem hafði unnið úti, en snúið aftur til heimilisins, vegna þess að manni hennar og börnum nægði ekki sá tími sem hún hafði afgangs handa þeim. Þessi kona sagði meðal annars frá þvi, að hún hlakkaði ekki einu sinni lengur til helga því að aumingja börnin kröfðust svo mikils að hún fékk ekki einu sinni að vera á klósettinu, ein dálitla stund. Henni fannst hún ekki vera almennileg móðir og að- eins einn hlutur liafði áhrif á hana, svefn. Þessi kona virtist hafa réttara fyrir sér en sú sem ráðlagði öllum að vinna úti, og vinkona okkar sneri aftur til heimilisins. Fimmti þáttur: Afturkoman fór ekki fram saknaðarlaust. Hún vildi gjarnan hafa samband við skrifstofuna að minnsta kosti einstaka dag i viku, og svo væri gott að fara þangað þegar börnin væru farin^ið heiman. En það er sjaldan mögulegt. Þetta skref hafði kennt henni mikið. Það er betra að gefa sig alveg að einum lilut heldur en að grúska i mörgu og héðan af ætlaði hún ekki að fara eftir þvi sem aðrir sögðu. Þegar hún vann úti hafði hún látið sér standa á sama um vini sem sögðu: Það er ekki eðlilegt hvað hann er góður við liana. Þegar hún var aðeins húsmóðir var húh alltaf að heyra smáatlniga- semdir, um hvað starfssvið húsmæðra væri tak- markað og kæmi í veg fyrir allan þroska. Og þegar hún vann úti hélt hún uppi eilífum vörnum gagnvart fullyrðingum húsmæðranna um aumingja börnin sem ælust upp án alls kærleika. í stuttu máli sagt: Hún vissi ekkert, livert hún átti að snúa sér. Hún hugsaði mikið um þetta allt, þá smátt og smátt mótaðist með henni mynd, myndin af hinni fullkomnu konu, sem er nýtízkuleg, veit eitthvað i öllu, og þekkir vel alla sem tala í útvarpið eða skrifa í blöðin. Það er þessi kona sem skýrslugerðir og skoðanakannanir halda fram að sé hin fullkomna kona. 1) Hún veit alveg (jafnvel sem kornabarn) hvað liana langar til að verða, og þá getur hún staðið á eigin fótum, ef að eiginmaður hennar yfirgefur hana eða tekur upp á því að deyja. 2) Hún giftir sig eins fljótt og hún getur og flýtir sér að eiga þau börn sem hún ætlar að eiga, sér um þau og er móðurleg við þau i hæsta lagi í nokkur ár, til þess að hún geti svo, þegar hún er búin að eiga nokkur fullkomin börn vanið þau af því að þurfa á henni að halda. Tilgangurinn með því er sá að komast aftur 1 vinnuna. Þegar sá timi kemur er það að unglingar þarfnast móður sinnar oft jafnmikið og jafnvel meira en ungabörnin. Þetta er alltaf sama sag- an og ef við liugsum nánar um þetta, er þetta þá ekki allt að kenna of mikhim flýti? Hún flýtir sér að gifta sig, flýtir sér að eiga börn, fer að vinna úti í hvelli og liættir að vinna, byrjar aftur og allt í jafnmiklum flýti. En það að hafa komizt að þessari niðurstöðu var ekki alveg nóg, og eftir að hafa hugsað betur komst hún að þvi, að auðvitað verður fólk að starfa að því sem það hefur hæfileika til. En hún mátti passa sig á þvi að ganga ekki út í öfgar. Tökum konuna, sem vinnur úti. Hvers vegna býr hún til svo sérstakan mat, málar húsgögnin, saumar áklæði utan um sófann, þvær bilinn og saumar barnafötin sjálf, og hvers vegna reynir hún að láta bera svona mikið á þessu? Það hefði farið betur, ef hún hefði ekki verið svona yfir- drifin og hefði ekki borið svona mikið á þessu öllu saman. Húsmóðirin sem enga hjálp hefur, hvers vegna skammast hún sin? Það hlýtur hún að gera, minnsta kosti ef dæmt er eftir því, hvað hún barmar sér. Hún er eyðilögð manneskja, ef hún hefur einhvern tíma tima til að fara á hárgreiðslustofu. Þá er hún hrædd um að konurnar sem vinna úti og húsmæðurnar, menn þeirra, og ættingjar hennar, haldi að hún hugsi ekki nógu vel um heimilið. Húsmóðirin er mjög vel stödd, þar sem hún er ein af þeim fáu sem getur gert allt sem hún þarf að gera. Hún getur verið róleg, elskuleg og hugsunarsöm, tekið sér tima til að bæta fjöl- skyldulífið, vinabönd og hitt og þetta þægilegt og óþægilegt. Hvers vegna liefst hún ekki handa um þetta heldur en að reyna að lilaupa á eftir í dugnaðarkapphlaupinu og timakapplilaupinu? Já, um allt þetta hugsaði hún mikið, þangað til hún hafði alls ekki tima til að hugsa heldur. Hún varð heldur að flýta sér ... ★ 3D VIKAM

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.