Vikan


Vikan - 10.11.1960, Blaðsíða 4

Vikan - 10.11.1960, Blaðsíða 4
J:;: (>■ Getraunin: Hver er mismunurinn á meðalhita í New York og Reykjavík (Miðað við Hin hagstæðu fargjöld Loftleiða hafa m. a. orðið til Þess, að þeim fjölgar nú árlega„ sem sækja sér sumaraukann vor eða haust eitthvað til útlanda, þar sem veður eru mild á þeim árstímum, sem fátt hafa annað að bjóða á ísiandi en minningar liðins sumars eða vonir þess, sem í hönd fer. Til dæmis um þetta má geta þess, að i apríl'- mánuði er 12,3 stigum heitara í San Diego i Kaliforníu en í Reykjavik og 16,5 í Cartagena á Spáni. Um hásumarið er hins vegar óþægilega heitt á þessum stöðum, en hæfilega hlýtt á Islandi. Þess vegna er hyggilegt að njóta sumarsins heima á Islandi, en fljúga á vorin eða haustin með Loftleiðum út í sólskinið —• til þess að sækja sumar- aukann. — Þar sem verðlaun VIKUNNAR eru miðuð við, að þeirra verði notið I New York i næsta aprílmánuði, þykir rétt að spyrja hina væntanlegu sigurvegara um eftirgreint: Celsius). £/7 stig 6/? stig 6/8 stig Yerðlaunakeppnin mun standa yfir í sex blöðum, og þeir, sem vilja taka þátt í henni, eru beðnir að halda sam- an öllum úrlausnum og senda þær í einu lagi til blaðsins að keppninni lokinni. Lausnir verða því aðeins teknar til greina, að þær séu skrifaðar á getraunaseðilinn, sem prentaður er í hvert blað og hægt er að klippa út. Flestum finnst sumarið helzti stutt á íslandi. Samt sem áður ferð- ast fólk mest til útlanda í júlí og ágúst, þegar veðrátta er hvað bezt heima. Fjölskyldan, sem hér er að stíga upp í Loftleiðavélina, fór utan í september og lengdi sumarið um hálfan mánuð. Vikan gefur ykkur kost á þvi að fara til New York um miðjan april og bæta viku — eða lengri tíma —framan við islenzka sumarið. Öryggi, þægindi, hraði — eru kjörorð Loftleiða. Farþegarnir geta hallað sér aftur á bak og sofnað, lesið, ef þeir vilja það, — og hugað að skilríkjum sínum og skjölum eins og bísnismaðurinn, sem hér er á leið vestur. Ef þá skyldi langa til þess að vita, hvar flugvélin er stödd, þá kemur flugfreyjan um leið og hefur svar á reiðum höndum. New York, — útsýn yfir Manhattan-eyju, þar sem miðja borgar- innar er. Reykjavík, •— útsýn yfir miðbæinn, Melavöllinn og Hringbrautina. Getraunaseðill nr. 2. Mismunurinn er ..................... Nafn: .............................. Heimili: ........................... Sími: ......... <

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.