Vikan


Vikan - 10.11.1960, Blaðsíða 5

Vikan - 10.11.1960, Blaðsíða 5
VERÐLAUNAKEPPN I VIKUNNAR Hér eru nokkrar úr hinu föngulega flugfreyjuliSi Loftleiða saman komnar á einn stað. Þær verða að vísu ekki allar með í ferðinni, — það er alveg af og frá. En þrjár verða þær alla vega, og það er nákvæmlega sama, þótt vinnend- urnir fengju að velja þær úr: Þeir kæmust ekki að neinni niðurstöðu, því að þær eru allar jafnfallegar og elskulegar. Verðlaunin eru: Ferð til New York og heim aftur ásamt uppihaldi þar í eina viku. Vinningurinn gildir fyrir tvo. Ferðin verður farin nálægf 15. apríl n.k. Verðmæti vinningsins er kr. 30.000.00 Um lokunartíma fyrirtækja streymir aragrúi manna úr skýja- kljúfunum og niður á göturnar. Þá ver'ður þar mannhaf, svipað því, sem myndin sýnir, og einstaklingurinn verður ósköp fyrir- ferðarlitill í mergðinni. Lifið hefur á sér harðneskjublæ, sem mörgum finnst heldur þreytandi til lengdar, en engu að siður er skemmtilegt og fróðlegt að koma þar einu sinni og sjá með eigin augum. Þetta er það fræga stræti Broadway — Breiðvegur, nákvæmlega útlagt. Okkur finnst raunar, að hann sé ekki svo hreiður, — nán- ast eins og þröngur skurður, en það er blekking, fólgin i því, hversu húsin eru há. Það mun vera Chrysler-byggingin, næst- hæsta hús í heimi, sem sést fyrir enda götunnar.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.