Vikan


Vikan - 10.11.1960, Blaðsíða 21

Vikan - 10.11.1960, Blaðsíða 21
 lis Þannig hugsar Bergman sér dauðann, Sænskar kvikmyndir hafa hlotið talsverða viðurkenningu og sá sem hefur skapað flestar þær beztu heitir Ingmar Bergman. Hann er heims- þekktur orðinn fyrir frábæra leikstjórn og list- ræna* hæfileika. Bergman skrifar sjálfur kvik- myndaliandrit, myndar sjálfur og stjórnar. Hann málar gjarna með mjög sterkum litum og segir hluti með berum orðum sem þykja ósvinna i lönd- iim eins og Bandaríkjunum þar sem teprulegar kellingar virðast ráða mestu um smekk þjóðar- innar. Ingmar Bergman er mjög taugaóstyrkur og öfgafullur í líferni sínu. Hann vinnur þar til hann er gersamlega þrotinn að kröftum, hefur ofnæmi fyrir hávaða, sér dauðann fyrir sér og hefur meira að segja oft sýnt liann á léreftinu. í einkalífi hans Ástarsenur Bergmans þykja mjög „djarfar". Huqprúð flugfreyja Ingmar Bergman. hefur gengið á ýmsu og hann er nýlega kvamtur í fjórða sinn. Hann hefur skapað nokkrar sænskar kvikmyndaleikkonur, sem eru á hraðri leið upp á stjörnuhimininn og það er eftirlæti hans að mynda fagrar konur. í ástalífslýsingum sínum er hann mjög blátt áfram og finnst þeim nóg um það vestra þar sem myrkraverk af því tagi eru talin mannskemmandi. Ingmar Bergman er prestssonur og uppalinn við stranga siði og guðsótta hjá trú- uðu fólki. Ingmar Bergman hefur lagt áheTzlu á kvik- myndagerðina sem listgrein. Hann segir ekki að- eins ákveðnar sögur. Hver „sena“ er vandlega íhuguð sem listræn heild rétt eins og tónverk eða málverk. Blóm í Bankastræti. Neðarlega við Bankastræti rekumst við inn i blómabúð, sem okkur virðist vera mjög „blómleg“ og öðrum fremur snoturlega skreytt. Þetta er Blómahúðin Hraun. Við spyrjum eftir verzlunar- stjóranum, og reynist hann vera danskur maður, Aage Foged að nafni. — Hcfurðu dvalizt lengi hérlendis? — Ég kom hingað fyrir um það bil tíu árum, en þessa verzlun hef ég rekið í fimm ár. — Og það hefur liklega ekki gengið amalega — á þessum fína stað i bænum? — Það er anzi mikill munur að vera hér í miðri trafikkinni. — Iír langt síðan ]iú fórst að eiga við blóm? — Já, það er orðið nokkuð langt. Ég vann við blómaskreytingar lengi úti í Danmörku, áður en ég kom hingáð. — Þú hefur kannski skreytt i Monaco? — Nei, það er nú ekki til nema einn Ringelberg! — Og ]ni kánnt vel við ])ig hér á íslandi? — Já, alveg ljómandi. Ég efast um, að ég fari nokkurn tíma út aftur. Fólk á förnum vegi 37 hárkollur. Kir.i Npvak er enn á markaðnum, þegar þetta er skrifað. 1 sumar var hún á frönsku Rívierunni til þess að leita sér að mannefni. Hún barst að vonum talsvert á, því hana skortir ekki fé. Á hótelinu þar sem hún bjö, tóku menn eftir þvi, að hún kom ljóshærð í morgunverð, um hádegis- bil'ð var hirið hins vegar tinnusvart, rauðleitt eða fjólu- blátt, seinnipart dagsins og platínugrátt að kvöldinu. Hún má hafa sig alla við að lita á sér hárið sögðu menn, og vorkunn ef hún þarf lengi að standa í þessu stríði, áður en hún nær sér í mann. En svo kom skýringin: Kim Novak litaði alls ekki á sér hárið. Hún hafði fataskipti fjórum til f;mn sinnum á dag og auðvitað þurfti háraliturinn að fara vel við fatnaðinn. Þess vegna notaði hún hárkollur og það upplýstist, að ungfrúin hafði með sér ekki færri en þrjátíu og sjö hárkollur í Frakklandsförina. Fuchigama — hugrekki og stilling — Fá störf hafa verið eftirsóttari meðal ungu stúlknanna hér undanfarin ár en flugfreyjustarfið. En þær, sem hnossið hafa hlotið og ver!ð ráðnar hjá flug- félögunum, hafa fljótlega komizt að þvl, að draumurinn var ekki eins dásamleg- ur og þær höfðu haldið og mesti ljóminn horfið. er þær höfðu unnið samfleytt i tvo eða þrjá sólarhringa án svefns, svo að ekki sé nú talað um það, ef eitthvað alvarlegt kemur fyrir. Þessi unga japanska stúlka hér á myndinni var flugfreyja á flugvél einni frá Nort.hwest Órient.al. sem varð að nauðlenda á hafinu nálægt Filippseyj- um fyrir nokkrum vikum. Japanska stúlkan. sem heitir Yuriko Fuchigama, sýndi fádæma stillingu og hugrekki er hún róaði farþegana og hjálpaði öllum að komast út á björgunarflekana, gerði að sárum flugmannanna, sem höfðu meiðzt við lendinguna, og synti síðust frá sökkvandi flugvélinni út að einum flekanum, umkringd af blóðþyrstum hákörium. Áhöfnin og allir farþegarnir, 57 að tölu, komust lífs af, og var bjarg- að litlu seinna um borð í flutningaskip. Mjög leitt Aumingja Ike, mik- ið er hann leiður á svipinn. Þessi mynd er tekin í þá daga, er hann var hers- höfðingi og annar frægur hersliöfðingi, Mac Arthur, hafði verið settur af fvrir ólilýðni við yfirvöld- in. Það var talið, að þeir væru keppinaut- ar, en Eisenhower setur upp þennan ó- svikna Ameríkana- svip. yppir öxlum og segir: Sorry to hear it — realulega leið- iniegt að frétta þessi tíðindi. En náung- arnir, sepi standa umhverfis hann, rannsaka svip hans nákvæmlega, og það er eins og þeir vilji segia: Þér er nú ekki eins leitt og þú lætur, væni minn. Moliere í Þjóðleikhúsinu Leikstjóri Hans Dahlin. Moliére. Mynd eftir málverki. Þjóðleikhúsið frumsýnir um næstu mánaðamót gamanleikinn George Dandin eða „Eiginmaður í öngum sínum“ eins og leikurinn verður kallaður hér. Leikrit þetta er eftir franska snillinginn Moliére, sem er frægasti gleðileikjahöfundur allra tfma. Þetta er í annað sinn, sem Þjóðleik- húsið tekur til meðferðar leikrit eftir MoBére. ímyndunarveikin var sýnd hér á öðru starfsári stofnunarinnar og lék þá Anna Borg aðalhhitverkið. Leiknrinn var sýndur i 32 skipti og ávallt fvrir fullu lnisi og svnir það bezt hve miklar vin- sældir Mo’iére á enn hjá leikhúsgestum. I.eikstjóri við þessa Moliére-sýningu verðpr einn af þekktustu leikstjórum Svfn. Hans Daþhn. Hann hefnr sett á sv;ð 'e’krit á ölhim helztu leikhúsnm f Svíbióð að undanförnu og hefur h'otið þá dóma að þann sé einn færasti lista- maður i sinni grein í Svíþiöð. TTndanfarin tvö ár hefur Daþlin verið aðalleikstjóri við sænska sjónvarpið, en lætur nú af störfum þar og snýr sér að leiksviðinu. Það er sannarlega gleðiefni að fá jafn færan mann og Hans Daþlin er, til starfa i Þióðleikþúsinu og verður ánægjulegt að siá þvernig honum tekst með Moliére á leiksv'ði Þjóðleikhússins. Moliére eða Jean Baptiste Poguelin, eins og liann bét réttu nafni, fæddist I jan- úar 1622. Faðir hans var efnaður iðnaðar- maður við hirð Lúðviks XIII. • Moliére hlaut ágæta skólamenntun og stundaði nám í Louis-le-Grand-skólanum, sem var einn bezti skóli i Paris i þá tíð. Námstfminn var sjö ár og nam lv>nn þar latínu, heimspeki og liúmanisk fræðl; auk þess telja sumir fræðimenn að hann liafi einnig stundað lögfræðinám. Þegar Moliére hafði lokið námi, var Iv'nn kvaddur lil að gegna störfum við h'rð'na. en dvöl hans þar varð mjög skammvinn. Sagt er að afi hans hafi haft mikið dá- læti á siónleikium og liafi ofl tekið hinn unga svein með sér í leikhúsið. Drengur- inn tók strax miklu ástfóstri við leik- sviðið, sem entist honum til æ-'iloka. Ungur að árum braut Moliére allar brýr að baki sér og sagði skilið við hirðina og lögfræðina og stofnaði sinn eigin leikflokk ásamt nokkrum ungum áhugaleik- urum, er byrjuðu að leika í Paris í desember 1643. En rekstur leikhússins gekk illa, svo að leikflokkurinn varð að hætta að leika í París eftir stuttan tima. Hinir ungu leikarar gáfust samt ekki upp heldur lögðu .land undir fót og hófu leikstarfsemi úti á lands- byggðinni. í tólf ár ferðaðist leikflokkurinn um þvert og endilangt Frakkland og lék í öllum helztu borgum landsins. Fyrst i stað gekk flokknum illa og áttu leikararnir við mikla erfiðleika að striða. Yfirvöldin tóku þessum ferða- löngum oft illa og bönnuðu þeim stundum að hafa sýn- ingar i borgunum. Smátt og smátt tókst þeim samt að vinna sig í álit og fór þá fjárhagurinn einnig að batna. Árið 1658 fluttist leikflokkurinn til Parísar og byrj- aði leiksýningar í Petit-Bourbon-Ieikhúsinu. Fyrstu Framhald á bls. 25. Moliére í hlutverki Sesars. Hans Dahlin leikstjóri. 20 VMCAN VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.