Vikan


Vikan - 10.11.1960, Blaðsíða 10

Vikan - 10.11.1960, Blaðsíða 10
Dagný Anders- son var ein- mana stúlka. Það var líkt og brugðið hefði verið yfir hana huliðshjálmi. Það sá hana enginn, og enginn tók hið minnsta tillit til hennar. Þegar starfsfélagar hennar á skrifstofunni gengu til snæðings, varð aldrei neinn til þess að bjóða henni samfylgd. Þegar sím- inn hringdi, var það aldrei samtal við hana. Aldrei hafði skrifstofustjórinn þurft að benda henni á, að „einka- samtöl við starfsfólkið væru ein- dregið frábeðin". Hún rækti starf sitt hljótt og hæglátlega, og um leið og hún gekk út úr skrifstofunni, voru allir búnir að gieyma henni. Og stúlkurnar hjá Bergman & Son hoguðu sér alveg eins og ailar ung- meyjar hafa alltaf gert. Þær spjöll- uðu og hvískruðu og pískruðu og flissuðu, og allt, sem þær sögðu, og allt, sem þær hugsuðu, var eitt og hið sama: ástin. Annaðhvort voru þær um það bil að verða ástfangnar ellegar þær voru komnar á kaf í brennandi ástarævintýr. E’ndrum og eins hágrétu þær út af hjartasorg sinni vegna þess, að slitnað hafði upp úr ævintýrinu með elskhuganum. . Alltaf sat Dagný Andersson þarna sveipuð huliðshjálmi sínum og hlust- aði á spjallið í starfssystrunum. Aldrei gerði hún minnstu tilraun til að taka þátt í samræðunum. Því að hvað svo sem vissi hún um ástina? Engum karlmanni varð tvisvar litið til hennar. Hún átti engan Benna eða Olla eða Gumma til að segja frá. Svona liðu árin, og ein skrifstofu- stúlkan eftir aðra giftist, eignaðist börn og sagði upp starfinu til þess að geta séð um heimilið. En Dagný Andersson sat þar, sem hún var komin. Smám saman hafði Dagný náð að verðú hægri hönd hins stranga skrif- stofustjóra í starfi. Hún var ekki sér- lega fljótvirk, en allt, sem hún gerði, bar ljóst vitni gætni og reglusemi, og það mat húsbóndi hennar mikils. Kæmi það fyrir, að Eva, þessi káta bolla, týndi einhverju áríðandi skjali, var það segin saga, að hin stillta og starfsama Dagný fann það. Ef svo stóð á, að Kaja hin fagra þurfti að fara að skrifa áríðandi bréf, þegar klukkuna vantaði fimm minútur í fimm, fékk skrifstofustjór- inn einfaldlega að heyra, að það var einmitt í dag, sem henni lá alveg sérstaklega á að komast burt á rétt- um tíma. Það var einhver, sem stóð niðri í portinu og beið hennar. Þá var það auðvitað Dagný, sem tók að sér að skrifa bréfið. Aldrei beið neinn eftir henni. Það komst upp í vana, þegar vinna þurfti yfirvinnu, að það voru þau Dagný Andersson og Eiríkur Berg- ström skrifstofustjóri, sem eftir urðu. En þó lá ekki við, að þetta færði þau hvort nær öðru, eins og margur hefði getað haldið. E'ftir tíu ára samstarf voru þau ekki komin lengra en svo, að þau höfðu hætt að nota ávarpstitla hvort við annað. Þetta Þýddi þó ekki, að vísir til nánari kunningsskapar hefði myndazt milli þeirra. 1 vitund Dagnýjar var Eiríkur ekkert annað en hinn strangi og ó- persónulegi yfirmaður, og hvað Eirík snerti, var Dagný honum ekkert fram yfir alla aðra. Hann sá hana svo sem ekki. Hún var í hans augum ekkert annað en smávél, sem leysti verk sitt vel og nákvæmlega af hendi. Hann hafði varla hugmynd um, hvernig hún leit út. Hefði hann ver- ið spurður, hvort hún væri bláeygð eða brúneygð, bak við stóru horn- spangagleraugun, sem fóru henni svo hræðilega illa, hefði hann ekki getað svarað því. Eiríkur Bergström var stór og sterklegur maður á fertugsaldri, sem engri konu hafði enn þá tekizt að veiða. í raun og veru var kvenfólkið Eiríki hin mesta ráðgáta, og þar sem hann hafði ekki hugmynd um, hvern- ig hann ætti að umgangast það, tók hann upp þann hátt að umgangast það alls ekkert. Til þess að sýna fuila hreinskilni skal það þó viðurkennt, að skrifstofustjórinn hjá Bergman & Son var ögn feiminn við hið veika kyn. Engin hinna ungu og málgefnu meyja, sem oftast þögnuðu, þegar þær komu inn í herbergi hans, hafði hugmynd um, hve uppburðarlaus hann var við þær undir niðri. Hver veit, nema það hafi verið þessi feimni, sem kom honum til að setja upp sinn allra strangasta svip í návist fallegustu stúlknanna? ÞETTA ár kom vorið eins og skot í byrjun maí Allt í einu voru allir .blettir í görðum Stokkhólms orðnir grænir, og fyrstu sprotarnir sveip- uðu Humlagarðinn hárfínni slæðu. Krókusar og túlípanar blómstruðu hvorir í kapp við aðra. Það mátti heyra gróðurinn aúkast, og trén sulgu safa jarðar. Stúlkurnar rauluðu nýjustu dæg- uriögin yfir ritvélum sínum, og sá ótrúlegi orðasveimur barst út, að skrifstofustjórinn hefði heyrzt blístra inni hjá sér. Og einn góðan veður- dag dundi það yfir, sem öllu tók fram. Skrifstofustjórinn sagði, um leið og hann gekk gegnum fremri skrifstofuna: — Gott veður í dag, stúlkur minar. — Hann yrti bara á þær! I sömu andránni hljóönuðu aliar ritvélar, og stúlkurnar störðu á eftir honum. — Leysing! sagði Eva ákveðin og tók ósjálfrátt upp varalitinn. Þannig verkuðu herrar sköpunarverksins á hana. — Og kominn í ný föt. Sannið til, hér gerist eitthvað á næstunni, mælti Kaja í spámannlegum tón. Eiginlega lítur hann nú alls ekki illa út. En þótt hann væri sjálfur Gary Grant í eigin persónu, fengi hann mig ekki tii að vinna fram yfir við bréfaskrift- ir í kvöld. Ég á stefnumót. — Ja, ég ætla bara að segja ykkur, að ekki vinn ég fram yfir í kvöld, mælti Dagný allt i einu, óvenjulega hátt. Eva og Kaja störðu forviða á hana Það voru komnir rauðir dílar í kinnar hennar, og hún skellti skrif- borðsskúffunni óþolinmóðiega aftur. — Ekki nema það þó! Og leyfist manni að spyrja, hvað þú ætlar að taka þér fyrir hendur? sagði Eva undrandi. — O, ég ætla bara út að borða miðdegisverð með — manni, svaraði Dagný og misheppnaðist tilraunin að láta sem ekkert væri. —• Með manni! Jú, ég þakka, það lætur nokkurn veginn í eyrum. Nei, Dagný, nú verður þú að segja okkur. Hver er það? Hvernig lítur hann út? Hvað heitir hann? Spurningunum rigndi yfir hana. 1 þetta sinn tókst Dagnýju þó að vekja forvitni þeirra. Það var sem sé siður hér, að hver stúlka gaf starfssystrum sínum á skrifstofunni tæmandi og ýtariega skýrslu urn ævintýri sín í ástamálum. Dagný fylgdist vel með því, sem gerðist milli Evu og Jóhanns hennar, og Kaja gat talið alla sina pilta upp eins og að drekka vatn. E'n nú roðnaði hún bara enn meir og hristi höfuðið neitandi, — því að satt að segja vissi hún ekki sjálf, hvernig hann leit út eða hvað hann hét. Dagný hafði búið yfir þessu leynd- armáli allan veturinn. Hún hefði eltki fyrir nokkra muni viljað ofur- selja það forvitni félaga sinna. Þegar hún sat við að afrita virðuleg við- skiptabréf, var sem allt önnur orð vildu brjótast fram, — orð og mein- ingar, sem hefðu litið hlálega út í bréfaskriftum Bergmans & Sons. Innra með henni bærðist heill heim- ur af nýjum tilfinningum, sem hana langaði til að lýsa. Einmanaleiki árum saman og skortur á félagsskap hafði vakið í huga hennar heita þrá eftir .að geta tjáð sig við aðra manneskju, sem einnig var einmana. Og allt i einu hafði hún fundið mann, er bar sömu Þrá í brjósti og hún Eins og Það gerði nokkuð til, þótt hún vissi ekki, hvernig hann var í sjón, og þekkti ekki hans rétta nafn? Hann talaði við hana í bréfum sínum. Heima í skrifborðsskúffunni lá snyrtilegur bunki af bréfu i frá honum, — löng- um og innilegum bréfum, þar sem hann ræddi um allt, er hrærðist innst og dýpst í huga hans og þar sem hann sagð' henni, hvernig birt hefði við bréfin hennar í grárri og hvers- dagslegri tilveru hans, þar sem aldrei gerðist neitt. Þetta hafði byrjað með hjúskapar- áuglýsingu Dagný skildi eiginiega ekki, hvernig hún hafði getað tekið í sig kjark til að svara auglýsing- unni. Og það hafði hún þó gert einn góðan veðurdag, er henni fannst hún enn meira einmana en venjulega. ITún skrifaði ekki sitt rétta nafn undir bréfið, þar sem Þess átti að vitja til pósthússins E5nu sinni herti hún sig svo upp, fór á pósthúsið og spurði eftir bréfi til ungfrú LundstrÖm. Hún varð ekki lítið forviða, er það kom í ijós. að henni hafði borizt bréf. Þetta bréf varð upphaf að löng- um og efnisríkum bréfaskriftum, sem entust þeim alian veturinn Það var hins vegar skrítið, að hvorugt þeirra virtist kæra sig um að finna hitt augliti til auglits. Bæði áttu þau heima í Stokkhólmi. Verið gat, að þau gengju hvort fram hjá öðru í umferðinni án Þess a.ð hafa hugmynd um. Þau voru bæði ögn feimin og óframfærin og bæði komin af fram- gjörnustu æskuárunum. Lífið hafði valdið þeim mörgum vonbrigðum, og nú vildu þau ógjarna reka hina viðkvæmu bréfaskiptaást sína út í kaldrænu veruleikans. Enn þá umgengust þau hvort annað á sina eigin vísu. Stundum kom fyrir, að hann gat þess eins og af hendingu, að þenna og þenna dag ætlaði hann að fara í þetta eða hitt ieikhúsið, og þá gat hún farið þangað sama daginn, ef henni sýndist, og horft á sama sjón- leikinn. Það fyllti hana furðulegri sælutilfinningu að sitja þar og hlusta á samræðurnar á sviðinu og vita, að einhvers staðar í salnum sat einmana maður og hugsaði um hana. Síðan skrifuðust þau á um leik- inn, lofuðu eitt og fundu að öðru. Iðulega voru þau sömu skoðunar, en stundum spunnust út af þessu kapp- ræður, sem gátu enzt þeim í mörg bréf. Einmitt vegna þess, að þau fundust aldrei sjálf, höfðu þau kjark til að opna huga sinn hvort fyrir öðru. Dagnýju lá við gráti af hrifningu, þegar hann skrifaði henni nokkrar hendingar úr uppáhaldsljóði hennar: Hugljúfur er húsmins blær ... Þetta mátti vissulega kalla sam- hljómun sálnanna. Þegar hinar stúlkurnar voru að segja frá strákunum, sem þær kynnt- ust, hló Dagný með sjálfri sér og fann til hljóðrar hamingju, er hún minntist bréfabunkans, sem fór sí- SMÁSAGA Það hafði verið svo dásamlegt að mega þessum ókunna pennavini. En nú er hún skrifa honum um alla þrc skyldi hitta hann, ætlað !□ VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.