Vikan


Vikan - 10.11.1960, Blaðsíða 9

Vikan - 10.11.1960, Blaðsíða 9
Sófaborð og stóll, — hvort tveggja með grind úr járni. 1 boröinu er járnið kantað, og fer fiað vel við skarpar línur viðarins í plötunni. Sófaborð úr járngrind og tekkplötu. Járnið er kantað, og hillum undir því er úr grennri teinungum. Svefnbekkur úr harðviði og sófaborð úr sama efni. Stóll úr smíðajárni, léttur og einfaldur að gerð. 1 bak og setu er vafið rafmagns- vír. Sami stóll, í- hér með yfirdekktum svamp- púðum í setu og á baki. öll þessi hús- gögn hafa þeir brœð- ur teiknað og fram- leitt. Skrifborð úr tekki. Platan er mjórri öðr- um megin og skúff- ur þar undir. Takið eftir því, aö grópin til þess að opna skúff- urnar er á hlið þeirra. Svo segja fróðir menn, að íslend- ingar tali meira um gáfur en aðrir menn og dragi hver annan í dilka eftir þvi mati. Hins vegar virðist þetta gáfnahugtak svífa hálfvegis í lausu lofti. Það er hlutur, sem erf- itt er að höndla og gefa nákvæma lýsingu á. Hér á íslandi er sá ungl- ingur gáfaður, sem fær háa einkunn í skóla, enda þótt þar sé aðeins um minnisgáfu að ræða og sá hinn sami unglingur reynist til flestra hluta óhæfur, þegar út í lífsþarátt- una kemur. Til þess að teljast gáf- aður áfram er nóg fyrir hann að halda áfram bókagrúski, læra utan að nokkrar setningar úr íslend- ingasögum og Hávamálum, að ekki sé talað um það, ef menn hafa spurnir af þvi, að hann skrifi eitt- hvað, hversu vitlaust sem það ann- ars kann að vera. Ef þessi „gáfu- maður“ hefur vit á því að fá sér þykk liornspangagleraugu — með rúðugleri, ef með þarf, — og reykja pipu, þá er hann gulltryggður. Jafn- vel þótt hann fari á hreppinn fyrir allsherjar-getulerysi, þá er það bara sökum þess, að hann er of gáfaður fyrir venjulega lífsbaráttu. „Löngum hlær litið vit“, var einu sinni sagt. Kannski er það þess vegna, að gáfumönnum leyfist ekki að bregða grönum á íslandi. Gáfu- svipnum verða þeir að halda, þung- brýndir og strengdir í andliti. Bros eyðileggur þá stemmningu að sjálf- sögðu, hvað þá glaðvær hlátur. Örfáir hafa fengið undantekn- ingu frá þessari reglu og eru taldir gáfaðir, þótt þeir geri að gamni sinu, samanber Helga Sæmundsson og Sigurð Þórarinsson. Smiðurinn, sem allt leikur i hönd- nm á, er ekki gáfaður, ef hann litur ekki í bók. Formaðurinn, sem verð- ur hæstur á vertíðinni, er hálfgerð- ur asni, éf hann gleymir alvöru- svipnum. Tamningamaðurinn, sem gerir gæðing úr bikkjunni, er „ósköp þunnur“, ef liann liefur ekki gaman af ljóðum. Kaupmaðurinn, sem mokar inn peningum fyrir hag- stæð viðskipti, er að minnsta kosti ekki nokkurn skapaðan hlut gáf- aður, ef hann les ckki Time eða Newsweek. Þegar hinn enskumælandi heimur talar um gáfaðan eða „intelligent“ mann, þá þýðir það, að sá hinn sarrp er vpl viðræðuhæfur um flesta hluti. Hann hefur heilbrigða skynsemi í ríkum mæli og er skemmtilegur. Honum leyfist jafn- vel að brosa. Danir leggja svipaða merkingu í þetta orð. Þeir hafa lika lýsingar- orðið „begavet“, sem nánast þýðir „gáfaður“. Þeir talp hins yegar um „liöjt begavet person“ pða „alsidig begavelse“, þegar þeim finnst mik- ið við þurfa, ,,En begavet kunstner‘‘ Þannig lítur hinn sanni gáfumaður ut samkvæmt íslenzku mati. Dr. Aspirín: GÁFUR þýðir það, að listamaðurinn er snjall i sinni grein, en það segir ekkert um hann að öðru leyti. Ef við töluðum um gáfaðan listamann, bá segði það ekkert um list hans, heldur mundum við af því ráða, að listamaðurinn væri búinn þessum dularfulia og óræða eiginleika, sem við nefnum gáfur. ' Það er aikunna, að stærðfræði- séní á ef til vill mjög erfitt með malanam, að tonsnillingurinn er litblindur, að skákmeistarinn er ekki sendibréfsfær og söguhestur- inn getur ekki lagt saman tvo og tvo. Einn einstakur hæfileiki dugar hins vegar til þess hér á íslandi.'að hlutaðeigandi er dreginn í flokk hinna útvöldu gáfumanna, svo framarlega sem hæfileikinn er i ætt við bókieg fræði.eða skólanám. Annað er athyglisvert í sambandi við gáfnatal okkar: Maður, sem stil- ar snoturlega, er oftast nær talinn gáfaður, en annar, sem heldur álíka góða ræðu, blaðalaust, á bað engan veginn víst að fá þann dóm. Hann hefur bara kjaftavit, og það hefur miklu lægra gengi. „Hefur hver til sins ágætis nokk- uð“ og „Fár er svo illur, að einugi dugi“ stendur á gömlum bókum, skrifuðum af gafuðum mönnum _______ vonandi. Það eru snjöll spakmæli, sem tvíhenda öxina i höfuðið á heimsknlegu gáfnahugtaki nútima Islendinga. Þegar öll kurl koma til grafnr, eru flestir talsvert gáfaðir, — aðeins hver á sínu sviði. Og það er fráleitt að gera svo upp á milii hæfileikanna sem gert hefur verið og telja einn öðrum æðri. Við þurf- um, hvort eð er, á þeim öllum að halda fyrir gróandi þjóðlif. * Einstein hlýtur að hafa verið fífl fyrst hann dirfðist að spilla gáfu- svipnum. Eða var hann bara að gera grín að þeim, sem skildu ekki afstæð- iskenninguna f VltsAtó 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.