Vikan


Vikan - 10.11.1960, Blaðsíða 7

Vikan - 10.11.1960, Blaðsíða 7
Höfundur þessarar greinar er alþekktur bandarískur blaðjamaður. Hefur hann rannsakað mál það, er hér um ræðir, ofan í kjölinn, og komizt að athyglisverðri niðurstöðu, svo að vægt sé að orði kom- izt. Ira Hayes fékk á sig hetjuorðstír, sem hann átti ekki skilinn og hefði aldrei get- að unnið sig upp til. Öll er grein þessi nístandi ádeila á allan hernaðaráróður. í henni segir Huie frá blekkingaruppátæk- inu frá Iwo Jima og afleiðingum þess á næmgeðja mann. Bandaríkjamenn hafa reist honum minnisvarða. Þeir hafa gert hann að þjóðhetju og hyllt hann fyrir framlag hans i styrjöldinni við Japana. Nú er hann látinn. En það voru ekki Japanar, sem drápu hann. Það gerðum við Bandarikjamenn sjálfir. Við gerðum hann að fátækum einstæðing, sem vissi ekkl sitt rjúk- andi ráð, og létum hann deyja vansæmandi dauða, sem var álíka óviöeigandi og lárviðarsveigur sá, er við lögðum um höfuð honum. Ira Hayes var einn úr hópi þeirra fimm þúsund Pima-Indíána, er lifa sultarlífi á óírjórri jörð við ána Gila í Arizónaríki. Þegar hann innritaðist i hina frægu flotadeiid árið 1942 í því skynl að berjast fyrir föðurland sitt, hafði hann aldrei fyrr komizt i nein kynni við hvíta menn. Ríkisstjórnin hefur aldrei farið vel með Pima-fólkið, en nú var þörf fyrir alla vopnfæra menn, og flotadeildin tók hinum hávaxna og sterkbyggða Indíána tveim höndum, Hann kveið þvi nokkuð að eiga að dveljast i hópi svo margra hvitra manna, en fór þó vonum fyrr að kunna mætavel við sig. Þeir voru sem sé ekki vitund frábrugðnir honum sjálfum. Hann var dug- legur og atorkusamur og virtist flestum vel. Óg hann hirti ekki hót um, þótt aðrir væru að erta hann. Þeir spurðu, hvort hann hefði ekki tekið stríðs- öxina með sér, og kölluöu hann ,,höfðingja“. En allt var það í góðu gert Hann var mjög upp með sér af því að vera fyrsti Indíáni, er tekinn var í fall- hlífasveit flotadeildarinnar. Félagarnir gáfu hon- um auknefnið „Fallandi ský“, og hann fékk fimmtiu dollurum meiri laun á mánuði. Það voru auðæfi ung- um manni, sem alla ævi hafði lifað við sárustu fá- tækt. Bréf þau, er hann skrifaði heim til sín, bera það með sér, að honum var nautn að öllu saman, pen- ingunum og meira að segja erfiðleikunum, sem her- mennskan krafðist, — þvi að æfingarnar i flotanum eru taldar hinar erfiðustu, sem til eru í hernaði. Ira leið prýðilega, meðan hann var innan gadda- vírsgirðinga herbúðanna, en utan þeirra var hann vandræðafullur og órólegur, — þvi að hvað tekur hermaður sér fyrir hendur, þegar hann á fristundir? Hann fer á rangl. Er nokkur sá maður til, sem heyrt hefur getið um hermann, sem átti leyfi og ekki lagði leið sina til næsta vínsölustaðar? Það gerðu þeir að minnsta kosti, sjóliðarnir við San Diego. Og vínstofa er Indiánum hættulegur staður Það er bannað að selja Pima-Indíánum áfengi. Vínstofa er fyrir hvita menn. Aðgangur bannaður Indíánum og hundum. Bannað með lögum að selja Indíánum sterka drykki. Þegar Ira kom til San Diego, hafði hann aldrei stigið fæti sínum inn fyrir dyr á vínstofu. Viski hafði hann bragðað, en aldrei orðið íullur. Þegar félagar hans fóru þangað inn, varð hann eftir á götunni fyrir utan, — hætti ekki á að fara inn á eftir þeim. Ira leizt vel á stúlkur, það er að segja Indíána- stúlkur. Við hvíta stúlku hafði hann aldrei talað. Og hvernig í ósköpunum átti hann að geta hitt mey af indíánskum ættum í San Diego? Þvi varð það jafnan svo, er hann var i orlofi, að hann sat á kvikmyndahúsum og horfði á myndir af hermönnum i leyfi, sem áttu dýrlega daga með nægu viskí og nógum stúlkum. Er hann var orðinn þreyttur á því, sneri hann aftur heim til herbúðanna, — venjulega áður en orlofinu var lokið. Svo ýmist las hann eða skrifaði bréf heim, en beið þess jafnframt í mikilli eftir- væntingu, að félagar hans kærnu og segðu frá þeim furðulegu ævintýrum, er þeir hefðu i lent. Það urðu honum mikil vonbrigði, er f'.otadeildm ákvað að leggja niður fallhlífasveit sína. Hún hafði sem sé reynzt algerlega óþörf, því að fallhlífaher- mennirnir lentu aldrei í neinni viðureign. Sveitin var sem sagt leyst upp og liðsmenn hennar fluttir yfir í fótgönguliðið. Blöðin höfðu birt greinar um hann undir nafninu „Fallandi ský“, fyrsta Indíánann, er gerzt hafði fall- hlífahermaður. Óg nú var hann allt í einu aftur orðinn að engu Heima í Phoenix hlaut þeim að finn- ast hann eitthvað skrýtinn. Þar við bættist, að hann missti fimmtíu dollara aukagreiðsluna á mánuði. Ira komst á vigstöðvarnar. Hann barðist við La Vella og Bougainville og reyndist vel. Hann komst lifandi frá öllum þeim viðureignum. En hann var ekki hækkaður í tign, og heiðursmerki fékk hann engin. Engum — og allra sízt honum sjálfum — fannst neitt hetjulegt við Ira Hayes. Vorið 1944 kom hann aftur til San Diego. Hann var þá í mánaðar orlofi. Foreldrar hans og systkini voru i sjöunda himni að sjá hann aftur. En hann var ekki samur og áður var. Hann var einrænn orðinn, og sást sjaldan, að honum stykki bros. Tvennt hafði komið fyrir hann, sem fengið hafði mjög á hann. Annað var kynþáttahatrið innan flotadeildarinn- ar. Það gekk þar ijósum logum, og gerði herstjórnin ekkert til að lægja þann eld. Japanar voru „skít- ugir, gulir hundar" Hann vissi, að einu sinn höfðu hvítir menn kallað Indíána „skítuga rauðskinna". Og hann óskaði sér þess, að hann væri kominn til Evrópu og ætti að berjast þar við Þjóðverja í stað Japana. Hitt, sem nærri hafði valdið honum taugaáfalli, var, hvílíkt grimmdaræði kom í ljós hjá félögum hans, er þeir börðust við andstæðinga sína. Þeir létu sér ekki nægja að drepa óvinina, heldur urðu þeir að misþyrma þeim Það lætur í eyrum sem kynleg kaldhæðni, að „rauðskinni", sem kominn er af for- feðru n, er frægir voru að grimmd, skyldi finna til viðbjóðs á villidýrsæði hins siðmenntaða, hvíta manns. E’n svona var það nú samt. I ÁGÚST árið 1944 lá ekki vel á Ira Hann var ekki nema 22 ára að aldri, en þó var hann orðinn „gamall" maður. Honum hafði ekki miðað feti fram á leið. Félagar hans voru fallnir sumir hverjir, aðrir hækk- aðir í tign eða tilfluttir. En sjálfur var Ira enn í sömu herbúðunum með seytján ára piltum, sem hann felldi sig ekki við. Hann var elztur óbreyttra her- manna í öllum búðunum. Enn var hann kallaður „höfðinginn", en nú var það gert í skætingi. Hann tók upp á því að fara til Los Angeles i leyfum sínum. Og það var hin versta borg, sem hann gat valið sér. Hún var allt of ó- persónuleg fyrir Ira. 1 Los Angeles fór Ira inn á vínstofu í fyrsta skipti og drakk sig fullan. Peningum hans var rænt af honum, svo að hann varð að skrifa heim og biðja um lán. Upp frá þessu fór hann að mestu einförum og sat iðulega langtímum saman við sæinn og þráði að komast burtu. I september var deild hans flutt til Hawai, og i febrúar 1945 lagði hún af stað til Iwo Jima ... Á Iwo Jima týndu 6820 Bandarikjamenn lifinu. Endurgjaldið fyrir það afhroð' var ey nokkur i lög- un áþekk kótelettu. Hún er um sex kílómetra löng, og á suðurodda hennar rís 190 metra hátt, útbrunnið eldfjall, að nafni Suribachi. Um hádegisbil hinn 23. febrúar 1945 tók ljósmynd- ari frá Associated Press, að nafni Joe Rosenthal, mynd af hópi hermanna, sem eru að reisa upp fána. Það varð frægasta Ijósmynd, sem tekin var i allri styrjöldinni. Hún hefur komið á frimerkjum. Hún hefur verið framleidd úr ísi, pappa, smjöri og sand- steini. Og loks hefur verið gert eftir henni hið mikla Þetta er Indíáninn Ira Hayes. Myndin er tekin nálægt tveimur mánuöum fyrir dauöa hans. Þá var náö í hann til Washington, til þess aö hann væri viöstaddur, þegar minnismerkiö, sem hann var á, yröi aflijúpaö. Þaö var jafnvel séö um þaö, aö hann yröi ó- drukkinn. Þegar liann heyröi ræöu Nixons varaforseta, grét hann. Hann skildi ekki svindliö og vissi, aö hann var engin hetja. MinnismerkiÖ í Washington var gert eftir Ijósmyndinni, og þaö átti aö hafa áróöursgildi fyrir herinn. ViÖ afhjúp- unina voru öll hélztu „nöfn“ viöstödd, m. a. Eisenhower forseti, Nixon vara- forseti, Bobert Anderson varnarmála- ráöherra og Sliepherd flotaforingi. hundrað smálesta þunga bronsminnis- merki í Washington. Það var hrein tilviljun, að Ira Hayes varð með á þessari mynd. Tuttugu minútum eftir að innrásin hófst, gekk Ira i land á Iwo Jima ásamt hersveit sinni. Hermaður, sem lifði af dvöl á þeirri ógnarey, hlaut annaðhvort að vera heppinn eða duglegur, nema hvort tveggja væri. Ira lifði af. Eftir orrusturnar á Iwo Jima voru 34 000 menn sæmdir heiðursmerkjum, þar af fengu tuttugu og fjórir Medal of Honour, sem er dýrmæt orða. Ira fékk enga orðu. Mótspyrnan á Suribachi var brotin á bak aftur, og morguninn eftir til- Framhald á bls. 27. VIKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.