Vikan


Vikan - 10.11.1960, Blaðsíða 29

Vikan - 10.11.1960, Blaðsíða 29
Toni veitir ySiir fullkomið permarrent og greiSslu aS eigin vali—og það er Even-Flo hárliSunarvökvinn, sem leysir allan vandann Hið dásamlega nýja Toni gerir yður ennþá auðveldara en yður gat áður grunað, að setja permanent í hárið heima og leggja ]iað síðan að eigin vild, — en það er Even- ^lo hárliðunarvökvinn, sem leysir allan vanda: — því hann hæfir öllu hári og gerir ])að létt og lifandi, sem í raun og veru er aðalatriði fagurrar hárgreiðslu, varanlegs og endingargóðs permanents. HVAÐ ER AUÐ VELDARA ? Fytgið aðeins hinum einföldustu leiðbein- ingum, sem eru á íslenzku, og permanent yðar mun vekja aðdáun, vegna þess hve vel hefur tekizt að gera bylgjurnar léttar og lifandi. GENTLE fyrir auðliðað hár SUPER fyrir erfitt hár REGULAR fyrir venjulegt hár. VELJIÐ TONI VIÐ YÐAR HÆFI. i loni—plaslspólur hxfa bezi hárinu j Pósturinn Framhald af bls. 2. maður hefur hlustað á slikt og þvílíkt. Ég held að það væri hollara sálarfriði almennings, að þær fréttir væru að minnsta kosti látnar liggja á milli hluta. Með heztu kveðjum. E. Þór. Ætli það sé ekki gert í þjónustu sannleik- ans? Hitt cr svo annað mál, að það er til að sannleikurinn sé ekki rétt hollur fyrir sálarfriðinn. Annars held ég að fæstir geri sér nokkra grein fyrir því hvílíkur harm- leikur þessi umræddi skrípaleikur var — og verður, því að flestum er ósjálfrátt og f blóð borið að reyna að halda sem lengst í sálar- friðinn. Maðurinn minn er ruddi... Kæra Vika. Hvað á ég til bragðs að taka? Maðurinn minn er svo óþolandi ruddi, að ég l)ókstaflega þoli hann ekki. Það er beinlínis eins og hann sitji sig út til að verða okkur til skammar, hvenær sem hann fær tækifæri til þess. Þegar við vor- um í tilhugalífinu og fyrstu ár hjónabandsins var hann feiminn og hlédrægur, en svo liöf- um við komist i góð efni, svo er dugnaði hans fyrir að þakka, og það er eins og ruddaskapur hans fari sífellt i vöxt að sama skapi og inni- stæðurnar í bönkunum. Ég held að honum finnist að þetta eigi svona að vera, þetta sé það, sem hann kallar „bissnisslike“. Lakast er þó að hann er svona á heimilinu líka, og það er svo aflcitt vegna barnanna. Hvað á ég að gera, Vika min, til að koma honum í skilning um livað þetta er bæði ósæmilcgt og skaðlegt. Með beztu þökkum. Angurmædd. Ég veit ekki. Hvernig væri að þú reyndir að koma honum í skilning um hve þessi framkoma er hlægileg. Menn, sem eru svipað gerðir og hann virðist vera, taka sér fátt nær, ef þeir halda að þeir verði sér til at- lægis. Annars er þetta ykkar eða þitt einka- mál, og þú verður því að ráða við sjálfa þig hvað gera skal. Eilífir draumar Framhald af bls. 17. klukkan sex á morgnana, og það hefur líkle'ga hara verið í fornöld, sem hörn sváfu um miðjan daginn. Nútimabörn sofa aldrei, að minnsta kosti aldrei öll í einu. Eigi maður mörg börn, vakna alltaf einhver þeirra á næturnar og sé eitthvað af þeim friskt, eru hlutfallslega jafn- mörg veik. Annaðhvort spyrja þau, borða, eða vilja ekki borða, rella, meiða sig, ætla að fara citthvað, vilja gera eitthvað annað en þau eiga að gera, eða vita ekki hvað þau eiga að gera, grenja, slást, rífast og segja ljót orð, eða bára öskra. Að minnsta kosti lendir þetta allt á henni. Og lnin er, eins og áður er sagt, ekki góð við þau. Ilún skammast og rífst, þvær og þríf- ur og dreymir fjarlægan draum, drauminn um að lifa sinu eigin lífi, sjálfstætt. Hún hefur lesið svo mikið um kostina við ])að að vinna úti. Og nýlega las hún, að ef hún neiti sér um það starf sem hana langar lil að vinna, eigi hún minnsta kosti ekki að gera það vegna barnanna, þvl að það verði erfitt fyrir börnin að borga það. Hún á að vara sig á því að líta á sjálfa sig sem hina göfugu góðu og kærleiks- riku konu, þá sem gerir allt fyrir börnin og forðast að gera nokkuð fyrir sjálfa sig. Þá verði hún ekki eins og hún á að sér sem móðir og hreint og beint ómöguleg tengdamóðir. Þar að auki hefur lnin lesið, að við rannsóknir liafi komið í ljós, að fleiri miðaldra lnismæður sem vikan 2 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.