Vikan - 10.11.1960, Blaðsíða 11
vaxandi í skrifborðsskúffunni hennar. Nú var svo
komið, að hún átti líka einhvern, sem hugsaði
til hennar og dreymdi um hana. Hennar vegna
hefði þetta mátt halda svona áfram til eilifðar-
nóns. En það er nú einu sinni svo, að eðli karl-
mannsins er á annan veg.
VORIÐ kom og gerði strik i reikninginn, — vor-
ið, sem gerir karlmenn djarfa og konurnar róm-
antískar. Nú var eins og bréfin nægðu ekki leng-
ur. Hann hafði tekið sína ákvörðun. Nú urðu
þau að hittast. Dagný hikaði lengi. Hún vissi vel
hvers vegna. Hún var blátt áfram hrædd um,
að hann yrði fyrir vonbrigðum. Hún, sem var
svo leiðinleg og lítilfjörleg. ETiginn karlmaður
gat orðið skotinn í henni.
Hitt kom henni aldrei til hugar, að hún gæti
orðið vonsvikin sjálf. Nei, hún vissi Það vel, að
hann var góður maður og gegn, — hann, sem
hafði afhjúpað allan sinn innri mann fyrir henni.
Þá gat hið ytra útlit ekki skipt meginmáli.
Aldrei hafði Dagnýju legið svona mikið á heim
af skrifstofunni. Hún var svo hrædd um, að
skrifstofustjórinn mundi koma inn á síðustu mín-
útu og fara að lesa henni fyrir bréf, að hún
kastaði feimnislega kveðju á samstarfsfólk sitt
og þaut af stað, þegar klukkuna vantaði tvær
mínútur i fimm. Eva og Kaja störðu forviða á
eftir henni og hristu höfuðið.
—■ Þar kom að því! varð Evu að orði og varp
öndinni.
Dagný hraðaði sér heimleiðis með eftirvænt-
ingarbros á vörum. Stundvíslega klukkan sjö í
kvöld úti á Sólhlíð. Hugsa sér — að mega fara
út og snæða kvöldverð með karlmanni á fögru
vorkvöldi! Eftirvæntingin logaði í henni, meðan
hún hafði fataskipti og snyrti sig. Hún hafði
gerzt svo stórhuga að eyða allt of miklum pen-
ingum í nýjan vorklæðnað.
Hún skoðaði sig rannsakandi í speglinum. Hún
var lág og grönn, með ljósbrúnt hár og augu.
sem voru eins á litinn, nærsýn. Hún var ljós yfir-
litum og vissi vel, að hún gat ekki verið hrífandi
í útliti. En hún kunni ekki baun til þess að hjálpa
náttúrunni við að hressa upp á sköpunarverkið.
Hið eina, sem hún bætti á sig, var örlitill vara-
litur. Hún varp öndinni og fór í nýja klæðnaðinn.
Hann var í fallegum, bláum lit, en svo hefði þó
ekki átt að vera, þvi að blátt var alls ekki henn-
ar rétti litur.
Það vissi Dagný þó ekki, og henni virtist hún
fjarska fín, er hún sá sig i speglinum, enda fóru
fötin henni Ijómandi vel. Og henni flaug i hug, að
kannski, — já, Það gæti nú verið, að hún væri
ekki sem verst í útliti. Það gat svo sem verið,
að hann væri eins lítill og óásjálegur og hún eða
að hann hefði einhver líkamslýti, sem hann hefði
ekki þorað að minnast á í bréfum sinum. Það lá
við, að hún vonaðist til, að hann stingi ofurlítið
við eða væri svo feiminn, að hann stamaði.
Skyldu þau svo einhvern tíma gifta sig? Hugsa
sér að eignast mann og lítið heimili og lítið barn.
Að geta sagt stelpunum á skrifstofunni, að „í
dag ætlum við að hafa kjötbollur til miðdegis-
verðar", — „það er hræðilegt, hvað krakkarnir
ata sig út“, — að geta sagt ,,við“ i staðinn fyrir
„ég“.
Hún var ekki upplitsdjörf, Dagný, þegar hún
steig upp í sjö-vagninn innan um ærslafengna
Framhald á bls. 36.
tína og einmanaleik,
’ f,
v.y.’v.’v.v:-
smí
r::í
■
fpffli
hviðinn að bera hana ofurliði.
!
VIKAN n