Vikan


Vikan - 10.11.1960, Blaðsíða 18

Vikan - 10.11.1960, Blaðsíða 18
skemmtikraftar Margir munu kannast við nafnið „Barrelhouse Blackie", en svo nefndi sig ungur Hafnfirðingur, er oft skemmti á hinum ýmsu skemmti- stöðum hér í bænum í fyrra og hitteðfyrra. Kom hann að jafnaði fram í gervi svertingja, söng rokklög af lífi og sál með viðeigandi tilburð- um og lék sjálfur með á píanó. Var honum hvarvetna vel tekið, enda kom þessi söngglaði negri öllum nær- stöddum í gott skap og mikið „stuð" með söng sínum og lögum eins og Blueberry hill, Long tall Sally og fleirum sem um þær mundir voru á allra vörum. En fæstir sem á hlýddu höfðu hugmynd um hver þessi rokk- ari var í raun og veru, en hann er reyndar hvitur á hörund eins og hver annar Hafnfirðingur og heitir Bjarni Guðmundsson. Bjarni var staddur hér í bænum nú fyrir skömmu og ræddum við þá við hann um það sem á daga hans hefur drifið undanfarið á landi og sjó, en Bjarni hefur stundað sjó- mennsku í mörg ár, verið stýrimaður bæði á togurum og bátum og hefur víða komið. — Segðu okkur, Bjarni, hvenær kom „Barrelhouse Blackie" fram fyrir augu fólks í fyrsta skipti? — Það var á rokkhátíðinni svo- kölluðu, sem haldin var í Silfurtungl- inu í hitteðfyrra. Þar létu í sér heyra ýmsir, sem höfðu tileinkað sér rokk- ið, bæði hljóðfæraleikarar og söngv- arar. Var ég þar á meðal og til að vekja meiri athygli málaði ég mig svartan og var í auglýsingum nefndur þessi gervinafni af aðstandendum há- tíðarinnar. Reyndar hafði ég áður fengizt nokkuð við söng og hljóð- færaleik, aðallega á dansæfingum i Stýrimannaskólanum og prívat- skemmtunum. — Og síðai. hefur sá svarti lík- lega víða látið i sér heyra? — Já, ég hef „troðið upp“ á fjöldamörgum skemmtunum, bæði í Hér er „Barrelhcmse Blackie" aö slcemmta í Sjálfstœöishúsinu. 1 bak- sýn sést Svavar Gests viö tromm- urnar. Reykjavík og úti á landi og ýmist i negragervinu eða sem ,,ég sjálfur". — Hvort þykir þér skemmtilegra? — Ég veit það ekki, mér er nokk- uð sama, en það er nú orðið anzi langt siðan ég hef málað mig svart- an. 1 fyrra söng ég með Sero-kvint- ettinum á ýmsum samkomustöðum fyrir austan fjall og suður með sjó og nú síðast í sumar með Gautlands- bræðrum á Hótel Höfn á Siglufirði. Ég hætti þar nú samt áður en að- sóknin minnkaði nokkuð, því að ég varð fyrir því slysi að öklabrotna eitt sinn er ég skrapp til Akureyrar og er rétt nýlega búinn að ná mér eftir það óhapp, og hef ekkert getað unnið í margar vikur. —- Hefurðu ekki tekið lagið fyrir þýzkarann, þegar þú hefur siglt út með fiskinn? — Ég hef sungið á nokkrum knæpum 1 Þýzkalandi og líka í Noregi og Danmörku. Það gerði ég oftast bara að gamni mínu, eða til að vinna fyrir reikningnum, sem oft vildi verða nokkuð hár. En þó fékk ég eitt atvinnutilboð á stúdenta- skemmtistað í Noregi, en það hafði ég ekki aðstæður til að þiggja og sá heldur ekki ástæðu til þess. — Ætlarðu ekki að syngja og spila eitthvað í vetur? — Jú, ætli það ekki. — Og þá sem „Barrelhouse Blackie"? — Það er ekki gott að segja, en ef einhver spyr eítir þeim dökka, þá held ég að ég eigi eitthvað eftir af svarta litnum síðan síðast! kvikmyndir 1 rauninni heitir hann Arthur Gelien. En það þótti alveg ómögulegt nafn á kvikmyndastjörnu. Svo hann var skírður Tab. Og vegna þess hve honum þótti gaman af hestum, reið- túrum og veiðum fannst mönnum eftirnafnið Hunter tilvalið. Tab Hunter (eða Arthur) fæddist í New York, eða eins langt, og hægt er að komast frá kvikmyndaborginni Hollywood innan USA. En hann færðist snemma í áttina. Þegar hann var sex ára flutti fjölskylda hans til Long Beach, en þaðan er aðeins stutt sporvagnaferð til fyrirheitna lands- ins. En það voru ekki kvikmyndir, sem Tab dreymdi um. Hann var alls ekki viss um hvað hann ætlaði að verða, eða hvort hann vildi yfirleitt verða nokkuð. Eftir venjulega skólagöngu fór hann í herskóla, og er hann hafði lokið náminu þar, vissi hann ekkert hvað hann átti að gera af sér. Hann lærði að renna sér á skaut- um, náði þar ágætum árangri, vann m. a. nokkrar keppnir í skautahlaupi, og fékk þá skyndilega tilboð um að koma fram í kvikmynd — hann átti aðeins að segja tvær setningar. Hann kom og sagði þessar tvær setningar alveg óaðfinnanlega. En þegar kvikmyndin var klippt varð Tab fyrir barðinu á skærunum og sást aldrei á léreftinu. E’n þá hafði Tab fengið „delluna", leiksýkina, hann fór á leikskóla, en vann sér jafnframt inn aura í veitingahúsi, sem þjónn. En svo rættust vonirnar, tilboðið kom. Fyrsta myndin sem hann lék í hét Island of Desire þar sem hann lék á móti Lindu Darnell. Hann lék í níu myndum, en þá fékk hann ekki fleiri hlutverk. Og árið 1952 vann hann sér aðeins inn 500 dollara fyrir kvikmyndaleik! Og; allir töldu að nú væri stjarnan hröp- uð. 1 meira en ár bauðst honum ekk- ert hlutverk og hann varð að fara að vinna í blikksmiðju til þess að; geta lifað. En þá datt honum í hug að fara að syngja. Og það bjargaði öllu. Lagj ið Young love, sem Tab söng inn á hljómplötu sló í gegn og platan seld- ist í milljónum eintaka. Og nú fékk hann ný tilboð frá kvikmyndafélög- unum og fleiri en nokkru sinni fyrr. Nú í dag þykir Tab Hunter vera einn mesti „sjarmör" amerískra kvikmynda og yfir vinsældir hans ná engin orð. — Þurfa þeir virkilega pð fá fe/skt vatn á hyerjum degi? skrltlur „Mig dreymdi í nótt aö ég væri dauöur." „Og vaknaöir þú ekki viö hitann?" „Hausinn á honum var eins og huröarhúnn „Nú?“ „Þaö gátu allir snúiö lionum.“ „Heyrir afi þinn illa?“ „Illa? I gær þegar hann var aö biöja. fyrir fjölskyldunni, þá kraup hann ofan á kettinum allan tímann.“ „Hvers vegna veröa konur aldrei forsetar ?“ „Veiztu ekki aö forsetinn veröur aö vera oröinn 35 ára?“ Gesturinn: „HeyrÖu, ég verö aö fá annaö herbergi. LoftiÖ lekur. ÞaÖ bunaöi vatn niöur á rúmiö mitt í álla. nótt.“ Hótelstjórinn: „Þaö er alveg sam- kvæmt upplýsingum okkar. Rennandi vatn í hverju herbergi.“ Þjónustustúlkan: „Mér þykir þaö leiöinlegt, en frúin sagöi mér aö segja yöur aö hún væri ekki heima." AÖkomufrúin: „Þaö gerir ekkert til. SkilaÖu til hennar aö mér þyki vænt um aö hafa ekki komiö.“ áttu þetta? Nýlega er komin á markaðinn bók, sem einkum er ætluð fyrir táning- ana, og heitir Minningabókin mín.. E’r þetta eins konar dagbók í skemmtilegu formi með alls konar myndum og upplýsingum um margt. það, er unglingar hafa áhuga á. Svo minnst sé á nokkur atriði, má nefna: Ævisaga Frankie Avalon. Litasam- ræmi í snyrtingu og fatnaöi, Þekktir söngvarar, Þekkt nöfn á hljómplöt- um, Hvaö á ég aö vera þung?, Þaö stendur skráö í stjörnunum, Skrifaöu kvikmyndastjörnunum bréf, Þekktir hljóöfœraleikarar og Ungir kvik- myndaleikarar. Útgefendur segja svo í formála: „Þetta er nýja minningabókin þín, sem allt frá upphafi ætlar að vera trúnaðarmál þitt og fylgja þér eftir eins og traustur og tryggur vinur allt árið. Hún gefur þér alls kyns upplýs- ingar, sem þú kannt að hafa gagn og gaman af. Hins vegar verður þú áð trúa hen’ni fyrir þvi, sem fyrir sjálfa þig ber, gleði þinni og vonbrigð- um, vonum þínum og þrám, og Þú verður að lofa sjálfri þér því að gera þetta reglulega — á hverjum degi — því þá þykir þér hvað vænst um bókina þína. Finndu góðan stað fyrir hana, þar sem enginn annar finnur hana og svo skulum við vona, að það verði margt gott og gleðilegt, sem þú færð að trúa síðum hennar fyrir." Bókaútgáfan Hildur gefur út bók- ina, sem kostar 77.25 krónur. 15 VJKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.