Vikan - 29.09.1960, Blaðsíða 5
LINGUM
ar að handritin æltu
máli
er, og leggja á ráð, og ef þau
verða að einhverju gagni, er það
heizt af því, að reynsla mín er
orðin nokkuð löng. Svo langar mig
stundum að gera eitthvað fyrir sjálfan
mig. Ég geri mér vonir um, að héðan
komi einar tíu bækur á þessu ári, og
helzt fáeinum betur. Þær verða ekki
til fyrirhafnarlaust af sjálfu sér. En það
er ekki von að þér hafið heyrt neitt
um þetta, það er ekki siður að geta bóka
héðan úti á Islandi.
— Hafið þér nokkra trú á því að safn-
ið verði flutt heim til Islands?
— Nei, ég hef satt að segja enga trú
á því. Ekki að svo stöddu. Tímarnir þurfa
fyrst að breytast hjá því sem nú er. Ég
hef ekki heldur orðið var við að Is-
lendingar hafi gert neitt til að undirbúa
komu þess. Ekki neitt af viti að minnsta
kosti. Hvað st'oðar að láta skólabörn
skrifa hópum saman undir áskoranir að
handritin séu send heim? Hver er lík-
legur til að taka mark á öðru eins? Það
hefði verið meiri ástæða til að reyna að
nudda upp einhverri vísindastarfsemi í
landinu, sem gæti vakið traust og virð-
ingu út á við. Og sömuleiðis hefði það
verið gott afspurnar að byrja á því að
taka handritunum á Landsbókasafninu
rækilegt tak. Þar eru meira en tíu þús-
undir handrita, og þar á meðal fjöldinn
allur, sem er að detta í sundur og grotna
niður. En bað kostar óhemju peninga að
gera við illa farin handrit. Það þarf að
nostra við hvert einstakt blað.
— Það yrði talsverður kostnaður við
Árnasafn, ef það kæmi heim?
— Talsverður kostnaður, mér skilst
að í munni manns úr Biskupstungum
muni það merkja ókjör af peningum.
Ef svo er, getum við verið á einu máli.
Það dygðu sízt minni peningar en Is-
lendingar verja til að halda uppi heilu
sendiráði í útlöndum, manni virðist
einatt af tildri og hégómaskap fremur
en af nauðsyn. Það þyrfti fé til að prenta,
fé til að birta eftirmyndir handrita, fé
til að gera við, fé til að gera Ijósmyndir,
fé til að launa starfsmönnum, fé til að
kaupa bækur. Hér munum við nú nota
frá 50 upp undir 100 þúsundir danskra
króna á ári hverju til þess eins að prenta
fyrir. Viðgerðin á handritunum er brýn
þörf, því að margt er illa farið. Við
höfum konu til Þess með margra ára
nám að baki, en eins og ég sagði áðan
er þetta bæði seinlegt og dýrt, eitt blað
útheimtir oft langa yfirlegu, og blöðin
eru býsna mörg. Við höfum líka sérstaka
Ijósmyndastofu hérna á safninu, og þar
er einlægt verið að mynda handrit, um-
fram allt þau sem eru ilia læsileg. Það
er gert með útfjólubláum geislum. Þér
getið sjálfur séð, hvernig það gefst.
Jón Helgason tók fram blaðsíðu úr
blökku skinnhandriti og fyrir mér voru
það mest klessur og allt ólæsilegt. Síðan
kom hann með Ijósmynd og mismunur-
inn var ótrúlega mikill. En bak við þessa
Framhald á bls. 26.
Jón Helgason.
„Ég geri ráb fyrir að jbetta vibtal verði oð
miklu leyti upplogið og diktað og við
jboð hef ég ekkert að athuga. En hirrsvegar
vil ég fara bónarveg að þér með það að
hlífa mér við nokkrum þeim orðum, sem
ég hef hvað mesta andstyggð á"
VÍXAN 5