Vikan


Vikan - 29.09.1960, Blaðsíða 7

Vikan - 29.09.1960, Blaðsíða 7
komin alveg að dívaninum, rak ég upp skað- út úr herberginu og niður stigann — mannkyninu aftan úr grárri forneskju og mætti skoða sem eðlishvöt, eins og kynhvöt, móður- ást og hjarðhvöt. Eins og aðrar eðlishvatir væri hún mismunandi rik hjá mönnum, og ætti ekk- ert skylt við ragmennsku. Og ef menn lifðu eftir dauðann eins og kirkjan héldi fram, hvi skyldu þeir þá ekki geta gert vart við sig. „En,“ bætti læknirinn við, „ég skal segja ykkur frá atburði, sem kom fyrir mig, árið sem ég var á Grunnuvik. Það var árið áður en ég tók læknispróf. Ég hef fáum sagt þessa sögu, ekki einu sinni konunni minni, enda er ekki á myrk- fælni hennar bætandi." Við urðum allir að eyrum. Engum datt i hug að rengja Gísla lækni. Við bárum mikla virð- ingu fyrir honum og enginn I þorpinu hafði reynt hann að ósannindum eða fleipri. Gisli hellti i glösin og fékk sér drjúgan sopa. Hann sneri glasinu nokkrum sinnum í hendi sér og tók svo til máls. „Já, eins og þið munuð vita var ég settur í Grunnuvík áður en ég tók læknispróf, þvi að enginn læknir fékkst þangaö, sem varla var von. Enginn læknisbústaður, torfærur, veglausir fjallgaröar allt í kring, og hvergi lendandi bát nema í ládeyðu. Mér var komið í fæði til prests- ins, en með húsnæðið, það var nú verri sagan. Loks varð það úr að ég sætti mig við gamla selstöðuverzlunarhússkumbaldann, sem Bergur læknir hafði búið í alla sina læknistíð. Húsið var 80 ára gamall timburhjallur, sem vindar loftsins blésu gegnum og regn himnanna lak nær óhindrað inn um þakiö. Nóg var plássið, en ég þakkaði mínum sæla fyrir að vera ein- hleypur og þurfa ekki að bjóða konu og börnum upp á slik húsakynni. Mig furðaði mest á Bergi, að hann skyldi hafa haldizt þar við með konu og börn. En nóg um það. Jæja, ég svaf I súöarkompu uppi á lofti og aörir menn bjuggu ekki í húsinu. í hinum end- anum niðri hafði ég lækningastofu, þar sem faktorinn hafði haft skrifstofu sina, en lyfja- geymslan var i búðinni. Ekki var rafmagn I húsinu, ekki vatnssalerni og bókstaflega engin þægindi nema vatnsleiðsla. Kynnt var með sverði og prisaði ég mig sælan að sleppa við það. Karlinn, sem kynti fyrir mig, mátti halda á spöðunum mestallan daginn og var þó oftast kalt i hjallinum. .Ta, hvilik húsakynni, maður lifandi." Gisli fékk sér vænan sopa og benti okkur að gjöra hið sama. „Nú, nú, ég var ung- ur og hraustur og fann ekki til myrkfælni, svo ég undi hag mínum betur en búast hefði mátt við. Ég var lika sjaldan heima, því læknishér- aðið var stórt og nóg að gera. Svo var það eitt kvöld í skammdeginu, að hreppstjórinn kemur blaðskellandi upp á her- bergi til mín, þar sem ég sat niðursokkinn I nýkominn Mogga, og tilkynnir mér, að það hafi fundizt. sjórekið lík þar i fjörunni um daginn, og bað mig að framkvæma líkskoðun. Mér hefur nú, þótt ég læknir sé, alltaf verið heldur litið um lík, en gat þó að sjálfsögðu ekki skorazt undan beiðni yfirvaldsins. Fór hann með mig út í hesthúskofa þar I grenndinni, en þar log- aði á átta línu lampa, og var því hálfdimmt. Þar lá likið á hurðarfleka og var breitt segl yfir. Hreppstjórinn kippti seglinu niður og ég hopaði ósjálfrátt á hæli, er ég sá líkið. Það var nærri nakið, aðeins I buxnaslitri og höfuðlaust. Þetta var hryllileg sjón. Ég varð að taka á öllu þvi þreki, sem mér var gefið, til þess að fram- kvæma nauösynlegustu athugun. Likið var augsýnilega búið að liggja alllengi i sjó, því að það var dálitið étið af marfló. Ekki voru sjáanlegir neinir áverkar á því og erfitt var að geta sér til um orsök höfuðleysisins. Þó hallaðist ég helzt að þvi að hákarl mundi hafa bitið það af. Hreppstjórinn var mér sammála og við geng- um heim til mín. Þar skrifaði ég skoðunarvott- orð, en síðan kvaddi hreppstjórinn og ég varð einn eftir á herbergi mínu og sneri mér aftur að Mogganum. En það varð heldur lítið úr lestri hjá mér. Einhver ný og áður óþekkt tilfinning eða ónotakennd hafði gripið mig, sem ég gat ekki bælt niður, hvernig sem ég einsetti mér það. Það var allhvasst úti og vindurinn ýlfraði i þekjunni og það hrikti i hverri liurð í þessum gisna hjalli. Ég tók allt í einu eftir þvi, að ég var búinn að marglesa sömu greinina, en hafði þó ekki hugmynd um, um hvað hún fjallaöi. Ekki dugði þetta. Liklega bezt að fara að hátta og reyna að sofna. Ég heyrði kattargrey, sem ég skaut stundum skjólshúsi yfir, mjálma úti Smásaga eftir D fyrir glugganum. Nú varð ég feginn að fara niður og hleypa honum inn og taka liann með mér upp á loft. Hann hreiðraði um sig til fóta á dívaninum minum og malaði hástöfum. Mér leið betur að hafa skepnuna hjá mér. Ég háttaði nú í snatri og lagði fötin min á borð undir glugganum. Lampinn minn stóð á stól við dívaninn. Ég hafði aldrei sofnað út frá ljósi, enda var húsið, eins og fyr er sagt, timburhjallur, sem mundi fuðra upp á svipstundu, ef í því kviknaði. Nú ætlaði ég ekki að hafa mig í að slökkva og varð að beita sjálfan mig hörku til þess að gera það. Ég breiddi upp yfir haus og reyndi að sofna, en það ætlaði ekki að ganga vel. Tunglsljós var úti og geislann lagði inn um gluggaboruna inn á borðkpilið, þar sem ég hafði lagt fötin mín. Ég spurði sjálfan mig, hvort ég væri nú að verða myrkfælinn, ég sem hafði sofið einn í þessu húsi frá þvi um haustið, án þess að kenna geigs. Ég fann, að þeirri spurningu yrði ég að svara játandi. Og ég sárskammaðist min. En ég varð að vinna bug á þessum geig, ef ég átti gð haldast við i húsinu í framtíðinni. Mér kom i hug gamla máltækið: Með illu skal illt út reka. Og ég fór að rifja upp kvæði Einars Ben. um Miklabæjar-Sólveigu. Ég þuldi það í hálfum hljóðum. Kötturinn malaði undir til fóta. Og það var eins og þessi gamla draugasaga róaði mig. Ég þuldi og þuldi. Kvæðið kunni ég utan að. Ég man þetta eins og það hefði gerzt i gær. Ég var kominn aftur að þessari hendingu: — Og Sólveig heitin í hveTri gátt með höfuöið aftur á baki. Þá varð ég þess skyndilega var, að hljóðið hafði breytzt í kisu. 1 stað þess að mala hvæsti hún lágt. Hvað gekk að kattar- kvikindinu? Ég dró höndina undan sænginni og ætlaði að taka kisu og strjúka henni, en hún hafði þá læst klónum gegnum lakið og niöur i divaninn og hreyfðist ekki. Ég fann að hárin risu á henni. Ég tautaði blótsyrði og leit út að glugganum. — En hvað var nú þetta? Ég reis snögglega upp við dogg og það var sem rafmagnsstraumur færi um mig allan. Slík tilfinning stafar af þvi að nýrnahetturnar senda adrenalin út í blóðið. Adrenalinið ...“ „Til fjandans með allt adrenalln. Hvað sástu? Ha?“ Það var Júlli i sparisjóðnum, sem greip fram i. Hann var staðinn á fætur og teygði sig yfir borðið i áttina til læknisins. Augun bók- staflega stóðu i höfðinu á honum. Læknirinn fór sér að engu óðslega. Hann bætti í glösin hjá okkur kveikti sér í nýjum vindli og púaði nokkrum sinnum, áður en hann tók til máls á ný. „Ég staröi i ofboöslegri skelfingu út að glugg- anum. Fötin min, sem lágu eins og. fyrr er sagt á borðinu undir glugganum, voru öll á hreyf- avíð Áskelsson ingu. Ég sá þetta glöggt, því að tunglið skein á borðið. Fyrsta hugsun mín var að kveikja á lampan- um. En eldspýturnar voru i jakkavasa mínum á borðinu. Þetta hlaut að vera skynvilla. Ég lokaði aug- unum sem snöggvast. Þegar ég opnaði þau aftur, sá ég að prjónapeysan mln beinlínis stóð uppi á borðinu eins og einhver væri kominn í hana. Ermarnar sperrtust út frá bolnum. Nú átti ég að-eins eina hugsun: Út, út, út úr þessu herbergi, út úr þessu húsi, eitthvað burtu og það strax. En nú gat ég hvorki hreyft legg né lið. ísakldur sviti brauzt út um mig allan. Mér fannst hjartað hætta að slá í brjósti mér. Skelf- ingin, sem gagntók mig, var svo ofboðsleg, að engin orð fá lýst henni. Kötturinn tók undir sig stökk og sentist fram að dyrum. Þar stanz- aði hann með kryppuna og skottið upp í loftið og hvæsti hástöfum. Nú risu buxurnar upp á sama hátt og peysaó. Það var ekki um að villast. Einhver ósýnileg vera var að klæða sig i þær. Ég gat ekkert gert nema starað og starað. Skelfingin lá á mér eins og mara og kom i veg fyrir að ég tæki til fótanna eins og kötturinn. Og nú fór ég að heyra hljóð. Kötturinn hvæsti stöðugt fram við dyrnar, en nú heyrðist greinilega sogandi hljóð frá gluggunum, eins og andardráttur Framhald á bl^. 27. ♦ ' í

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.