Vikan


Vikan - 29.09.1960, Blaðsíða 6

Vikan - 29.09.1960, Blaðsíða 6
Þegar aíturgangan ræðisöskur og henti Við sátum í skrifstofu læknisins og dreyptum á viskí- glösunum. Konurnar undu sér vel inni i betri stofunni. Malandinn barst fram til okkar eins og stekkjarjarmur eða kliður í fuglabjargi. Við urðum fegnir að loka á milli, enda virtust blessaðar frúrnar ekkert sakna okk- ar. Hið siðasta, sem við heyrðum til þeirra, var, að þær voru farnar að ræða samband Manga bókara og sýslu- mannsfrúarinnar á Grund og voru ómyrkar í máli. — Það er stundum gott að geta lokað hurð. Við púuðum vindlana og létum fara vel um okkur. Úti var sannkallað jólaveður, snjór yfir öllu, fulit tungl og töluvert frost. Gisli læknir var fremur fámáll eins og hans var vani. Hann var þó ekki leiðinlegur gestgjafi, öðru nær. Hann kunni sem sagt þá list að lilusta á aðra, að fá aðra til þess að segja frá. Hann fylgdist með út í yztu æsar, hlustaði eiginlega með öllum líkamanum. Við og við skaut hann orði inn í frásögnina til þess að undirstrika eitt eða biðja um nánari skýringu á öðru. Það var bein- línis nautn að segja honum frá. Það hafði margt borið á góma um kvöldið. Við ræddum um landsins gagn og nauðsynjar og ekki gat farið svo að stjórnmál yrðu undanskilin. Annars vorum við allir innbyrðis á öndverðum meiði í stjórnmálum, Palli rak- ari kommi, Gústaf útgerðarmaður sjálfstæðismaður, Júlli i sparisjóðnum framsóknarmaður og svo ég, — ja, um mig vita nú allir. Þegar sló i brýnu með okkur, hafði læknirinn alllaf lag á að snúa öllu upp í grin og forða þannig deilum. En sjálfur lét hann aldrei neina skoðun uppi, enda vissi enginn i þorpinu livað hann kaus. Við vorum allir orðnir vel hreyfir — viskíblanda Gísla læknis var sterk, og höfðum orðið ásáttir um að eitt- hvað væri gott i öllum flokkum. Tókum við þar með pólitíkina út af dagskrá. Þá var það, að Palli rakari kom með þá uppástungu, að við skyldum hver um sig segja draugasögu. Við hinir tókum heldur lítið undir þessa tillögu. Júlli i sparisjóðnum sagði, að Palli hefði átt að vera uppi á 19. öld. Þá hefðu allir trúað á drauga, en nú hefðu slíkar sögur engan hljómgrunn, því að allir vitibornir menn vissu, að öll liin svokölluðu dulrænu fyrirbrigði væru bara skynvillur eða blekkingar. Þess- vegna hefðu þær misst allt sitt gildi og mætti alveg eins lesa ævintýri úr Þúsund og einni nótt. Palli rakari andmælti þessu, sagði að vísu væru skiptar skoðanir um framhaldslif eftir dauðann, en flestum mönnum væri i blóð borin imugustur á myrkrinu og dauðanum, þ. e. a. s. myrkfælni. Margir, kannski flestir, bældu þessa tilfinningu að verulegu leyti niður, en ekki væri þó dýpra á henni en það, að það færi æsandi hroll- ur um þá, ef þeir heyrðu góða draugasögu, sem væri vel sögð. Gústaf lagði nú orð i belg og sagðist taka undir það með Júlla, að trú á drauga tilheyrði fremur 19. öldinni en þeirri 20. En góðar draugasögur hefðu listrænt gildi, og væru þær vel sagðar hefðu þær sefjandi áhrif, og kynni einhver góða draugasögu og gæli sagt hana vel, þá skyldi hann hlusta með ánægju. Ég gerði þá játningu, að ég hefði verið gríðarlega myrkfælinn í æsku og liði oftast ónotalega, þegar ég væri einn á ferð í myrkri, án þess þó að gera mér grein fyrir því, við hvað ég væri liræddur. Notfærði Júlli sér þessa játningu mína til þess að draga mig sundur í háði fyrir hjátrúna og ragmennskuna. Get ég ekki neitað þvi, að mér var farið að hitna í hamsi og ætlaði að fara að svara skætingi, þegar Gísli lælcnir bar klæði á vopnin. Sagði hann að óttinn við myrkrið og þá framliðnu hefði fylgt 6 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.