Vikan


Vikan - 29.09.1960, Blaðsíða 31

Vikan - 29.09.1960, Blaðsíða 31
39. VERDLAUHAHROSSCÁTA VIKUNHAR Vikan veitir eins og kunnugt er verö- laun fyrir rétta ráðningu á krossgát- unni. Alltaf berast margar lausnir. Sá sem vinninginn hefur hlotið fær verð- launin, sem eru: 100 KRÓNUR. Veittur er þriggja vikna frestur til að skila lausnum. Skulu lausnir sendar í pósthólf 149, merkt „Krossgáta". Margar lau'snir bárust á 34. kross- gátu Vikunnar og var dregið úr rétt- um ráðningum. JÖHANN GUÐMUNDSSON, Vitateig 7, Akranesi, hlaut verðlaunin, 100 krónur og má vitja þeirra á ritstjórnarskrifstofu Vikunnar, Skipholti 33. Lausn á 34. krossgátu er hér að neðan. + + F L Ö S K U S P I L + + + + E + 1 « R K U T + + R A T s J A F A N N K 0 M A + + + N A N Ö s N U N N U R + N A M + G R A T T I + C I M L I + P A R Þ Ö K U A L L A N L E Y S X T 0 R R A Ð R E L L G + I S T + S T A L F A T a I K K U R + T L E I tí A R + A u N N U R + u R I L L u R A K K R N + N + E R I N D I + A M E N + T 0 N L I S T A R M A Ð U R + H I s A U M A R S Y L U R T A R + + + + R A L Ö T R A T A A N A + + + + K V E Ð J. U S T U N D K Eg vorkenni þessum veslingum Framhald af bls. 26. mundi standa algjörlega á gati í þessháttar prófi. „Kerlegi Bölverlcs“, ég hef nú aldrei heyrt annað eins. Ég yrði að fletta því upp í orðabók. Og nú skal ég segja þér eina dæmi- sögu, — ég nenni ekki að þéra sveita- menn til lengdar: Einu sinni kom kona að máli við mig og var áhyggjufull og hermdi upp á mig, að ég hefði verið að yrkja eitthvað um mjaðarjurt og sagt, að hún væri „mild og skær“, en þetta væri tóm vitleysa, mjaðar- — Jú, mér finnst ég kannast við svipinn. — Hef ég ekki einhvern tíma gefið yður utanundir? jurt væri ekkert mild og því síður skær. Þetta kemur mér sannarlega á óvart, sagði ég, ég veit ekki par um mjaðarjurt, ég þekki ekki önnur grös en hrossapunt og fífu, en það var gat í kvæðinu hjá mér og ég fann þessa mjaðarjurt i Flóru Islands og smellti henni í gatið af því að hún var alveg mátulega stór; aftur á móti var hrossapuntur of langur og fífa of stutt. Það er ábyrgðarhluti að halda að óhörnuðum skólabörnum kveðskap sem er orðinn til á þennan hátt. -— og nú er eitt, sem ég vil taka fram, og líklega bezt að þú skrifir orðrétt.x Eg tel sjálfsagt, að þú skrökvir eins og þig lystir. Það er mikil og fögur íþrótt að skrökva rétt. En hinsvegar vil ég fara bónarveg að þér með eftirfarandi: Þegar þú leggur mér orð í munn, þá hlífðu mér við nokkrum þeim orðum, sem ég mundi aldrei láta út úr mér. Láttu mig ekki segja „að reikna með einhverju" eða „að ganga út frá einhverju". Láttu mig ekki segja „í framtíðinni“, um það sem gerist siðar meir, eða þegar fram líða stundir, og gerðu mér ekki upp þau orð, að ég hafi kallað þá liluti „áberandi", sem mikið ber á. Og forð- aðu mér bæði við „ríkum mæli“ og „stórum stíl“. — Ég skal reyna að muna og virða þessa bón þina Jón. Hefur það kannske komið fyrir, að blaðamenn hefðu eftir þér þessi forboðnu orð? — Blaðamenn koma hingað sem betur fer sjaldan eða réttara sagt skjaldan, það hafa allir langfeðgar mínir sagt. — Kom ekki Björn Th. Björnsson til þín i fyrrahaust á vegum útvarps- ins. Mig minnir, að hann væri með þátt úr Árnasafni. — Jú, hann kom hingað. Ég vona bara að ég hafi ekki verið of hupp- legur við hann. Við erum annars góð- ir kunningjar. Heyrðir þú viðtalið? — Já, ég heyrði það og mig minnir, að þú hafir verið alveg nægilega fúll. — Jæja, það var gott. — Er það satt, sem ég hef heyrt, að þú hafir lagt i það metnað þinn að verða fúlastur maður af íslenzku bergi brotinn? — Ja, margur fær af litlu lof — eins og segir í vísunni Ég verð að játa að ég hef aldrei heyrt þetta fyrr og þéssvegna ekki hugsað út í það. E'n sannarlega væri þetta göfugt markmið að keppa það. Annars væri reyndandi að spyrja fólk sem vinnur hér að staðaldri, það mun líklega vita þetta bezt. Jón Helgason lætur engan fara með vitið úr bænum og hann fylgir mér út á hlað eins og góðum Borgfirðingi sæmir. Það er engu likara en að munnvikin hafi ögn lyfzt í þessum síðustu orðræðum og Það örlar fyrir glampa í augunum. — Jæja, ekki datt mér í hug, að þú tækir blaðamönnum af slíkri al- úð. Ég hef haft einstaka ánægju af heimsókninni til þín. — Gott að einhver hafði ánægju af henni — og vertu sæll. Svo er hann aftur kominn inn fyrir múrvegginn, en ég stend úti í sól- skininu og sé hann fyrir mér þar sem hann sezt við stóra skrifborðið í hálfrokkinni skrifstofunni og loftið er þrungið þessari þungu lykt, sem hvergi finnst nema á söfnum. Svo beygir hann sig yfir prófarkir úr ein- hverju ritverki, sem hann er að gefa út. Það skiptir ekki máli, þótt enginn lesi þetta — og Það er næstum full- víst, að enginn gerir — safnið er heimur út af fyrir sig og í þeim heimi líður Jóni Helgasyni vel. Gísli Sigrurðsson. v o Umferðarslys vhcan 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.