Vikan - 29.09.1960, Blaðsíða 26
Ég vorkenni þessum
veslingum [3i2S'5 A,
Framh. af bls. 5.
mynd var mikil vinna, skildist mér.
Mikil nákvæmnisvinna við sjálft
handritið. Jón sagðist búast við því,
að heilan mannsaldur tæki að ljós-
mynda allt það sem eftir væri.
Hann sýndi mér inn í sjálfan
helgidóminn, sem þó er ekki stór. Þar
eru handritin geymd i nýsmíðuðum
hillum og herbergið er eldtraust. Fyr-
ir áhorfanda er það ekki tilkomumik-
ið. Framan við skrifstofu Jóns er
salur og þar var fólk að vinnu. Ung-
ur maður með alskegg var þar að
semja einhverskonar skrá. Hann var
íslendingur og hét Stefán. Líklega
gott efni i fræðaþul þegar timar líða.
Þar sátu líka belgisk hjón. Þau voru
að þýða Hrafnkels sögu á móðurmál
sitt og virtust mjög áhugasöm. Jón
sagði, að það færi mjög i vöxt, að út-
lendingar kæmu á safnið til þess að
rannsaka eitt eða annað. Fyrir þrem-
ur árum var lítið hægt fyrir þá að
gera. Þá var safnið til húsa í einni
kompu á háskólabókasafninu og hús-
plássið var ákaflega þröngt. I þeirri
kompu hefur Jón Helgason hafzt við
með safnið frá þvi er hann byrjaði
að starfa þar fyrir 40 árum. Svo brá
til batnaðar, þegar safnið var flutt
i rúmgóð húsakynni, þar sem það
nú er, og það hefur gert allt starf
auðveldara, sagði Jón. Að ég nú ekki
tali um fjárveitingarnar, sem að vísu
eru ónógar en þó hátíð hjá því sem
áður var.
Þegar við vorum seztir aftur, spurði
ég Jón:
— Eruð þér ekki orðinn rótgróinn
hér i Höfn eftir öll þessi ár?
— Ég er nú búinn að vera hérna
að mestu leyti siðan 1916, svo það
mun rétt vera, að maður fari að verða
rótgróinn.
— Munduð þér flytjast heim til Is-
lands, ef handritin yrðu nú flutt heim
einn góðan veðurdag?
— Ætli ég sé ekki orðinn of gamall
til þess. Sennilega mundu þeir þykjast
hafa aðra og betri menn til þess
að taka við. Ég hef nú einn um
sextugt og á ekki eftir nema níu
ár af embættisaldri ef ég lifi. Hitt
er svo annað mál eins og ég sagði
yður áðan, að ég hef enga trú á þvi
að það gerist á þessum níu árum.
—- Á ég að taka þetta svo, að yður
sé illa við starfsbræður yðar heima
á Islandi?
— Nei, alls ekki. Það felst ekkert
slíkt í því. Ég er bara kominn á þenn-
an aldur og til handritalesturs duga
ung augu bezt. Svo væri ég á báðum
áttum að takast á hendur þá fyrir-
höfn að koma safninu fyrir annars-
staðar. Það var ótrúlegt erfiði að
flytja það hingað og koma því í það
horf, sem það er nú. Það útheimti
bréfaskriftir, umsóknir, pantanir,
símtöl og viðtöl við ménn.
— Yður er það þungbært að tala
við menn, eða hvað?
— Síður en svo, ég hef gaman af
því.
— Jæja, það var merkilegt. Hvað
finnst yður annars um ljóðin yðar?
Haldið þér, að þau verði langlíf með
þjóðinni?
— Hvaða ljóð? Ég hef ekkert ort.
— Það voru splunkuný tíðindi.
-—- Það er nú svona — ég hef ekki
borið það við.
— Er það þá tóm lygi, að prófessor
Jón Helgason hafi ort um harðan
melgrasskúf norður í Vonarskarði og
Kolbein, sem „kvaðst á við hann í
neðra".
— Ja, það er þá einhver, sem löngu
er dauður. Hann er öldungis fyrir bí
og ég má vera guðsfeginn.
— Var það þrautleiðinlegur fír?
— O — maður lifandi. Hann var
sífellt óánægður og mesti leiðinda-
púki. Hann lifði á því að arðmæðast.
— Og nú er komið þetta hugljúfa
sálræna jafnvægi í staðinn og geð-
prýðin slík, að geislabaugurinn hlýtur
að fara að verða sýnilegur?
— Ekki voru það mín orð.
— Nei, en ég spurði.
— Við skulum þá segja að svo sé.
— Svo þér vitið það kannske ekki,
að það er verið að troða þessum ljóð-
um eftir hann Jón heitinn Helgason
inn í höfuðið á gagnfræðaskólanemum
úti á Islandi og Þar verða 'gæjarnir
og skvísurnar að kunna skil á torfi
eins og „ginnandi kynngi í goðjaðars-
veiginni dökkri" og „kerleg: Böl-
verks“, sem er „reiddur í sterklegum
hornum“.
— Nei, ég veit ekkert um það, og
ég lýsi yfir því, að ég á ^ar enga
hlutdeild að. Ég kenni í brjósti um
þessa veslings unglinga og vildi ó-
gjarna vera i Þeirar sporum. Ég
Framhald á bls. 31.
Brugðið á leik
Framhald af bls. 10.
að kaupmaðurinn trúir þér fyrir því,
að hann og þau hjónin bæði séu fyrir
lifandi löngu orðin þurfandi fyrir
að lyfta sér upp svo um munar:
— Maður er orðinn langþreyttur
á þessum eilífu stöðum fyrir innan
búðarborðið, segir hann. — Og heima
fær maður ekki einu sinni almenni-
lega skó til að standa á í búðinni.
Og þú segir:
— Það er hellingur af slíkum skóm
í útlandinu.
— Ja, — hvað manni getur annars
dottið i hug, segir kaupmaðurinn og
hlær.
— Þetta er bara byrjunin, segir
þú. Svo heilsar þú upp á aldursfor-
setann okkar. Hann er faðir kaup-
mannsins og er hér á ferð ásamt
konu sinni. Hann er sjötugur erfiðis-
maöur, en beinvaxinn og hvatur í
spori eins og maður á bezta aldri.
Hann tekur þig afsíðis og segir með
skemmtilegum alvörusvip:
— Ég er nú svo alveg grallaralaus.
— Nú, hvað? spyrð þú.
— Nú, hvað, segirðu. Sérðu ekki
allar stúlkurnar, maður?
— Bjóstu við það yrði ekkert
kvenfólk? segir þú.
— Fyrr má nú gagn gera, anzar
sá gamli. — Sumir mundu nú segja,
að hér væri heill kvennaskóli á ferð-
inni. Við erum hér einar fimm karl-
mannsrolur á móti þrettán kvensum.
Og þú sérð strax að þetta er hverju
orði sannara. Hér eru mættar blóma-
rósir úr öllum landsfjórðungum, en
það er ekki nema einn ókvæntur
sveinn. Það eru saumastúlkur og af-
greiðslustúlkur og verksmiðjustúlkur
og skrifstofustúlkur. En hvað á sá
ókvænti að taka til bragðs?
Sá á kvölina sem á völina.
Hann er sídundandi við myndavél-
ina sína. Hann miðar henni á stromp-
inn, hann miðar henni á mastrið,
hann miðar henni á mig, á aldursfor-
setann, á fararstjórann, en varast
eins og heitan eldinn að taka mið
af kvenfólkinu. Jú, loksins, — þarna
miðar hann vélinni á hjúkrunarkon-
urnar okkar. Þær eru tvær og brosa
elskulega við myndasmiðnum. Ekki
ónýtt að eiga þær að, blessaðar, ef
eitthvert okkar skyldi skrámast svo-
lítið í bróðurlegum handalögmálum.
Stúlkurnar eru strax farnar að
syngja léttu lögin sín. Og þær hafa
orðið sér úti um gítar hjá færeyskum
hjálpræðishermanni. Jafnvel strang-
trúaður hjálpræðishermaður fellur
fyrir blómarós um leið og hún litur
í augu hans, og allt er henni falt, sem
hann annars á til i eigu sinni.
Og það er bjartur, kliðmjúkur
söngur — og ilmur af landi.
Færeyjar.
Við stingum aðeins við stafni i
Þórshöfn. Það er mikil vorbirta yfir
Höfninni þennan góðviðrisdag í júní
og mikið blómskrúð í görðum. Svo
erum við aftur á heiðatjörninni —
hafinu, en eftir sólarhringssiglingu
komum við til Björgvinar (Bergen)
í kyrru veðri og glampandi sólskini.
Annars er hér oftast rigning. Og haft
er fyrir orðtak, að börnin hér x bæ
fæðist með regnhlíf.
Borgin er nær því umlukt fjöllum
og breiðir úr sér upp í miðjar hlíðar.
Við eigum hér aðeins stutta viðdvöl.
E'n aliir sem hingað koma fara upp
á l'Ioyen (300 m hátt fjall) í spor-
brautinni til að njóta þaðan útsýnis
yfir borgina. Það er alltaf ánægjulegt
að standa hátt og hafa eitthvað stórt
og einstætt fyrir neðan sig. En þó
byrja ævintýrin fyrst að gerast fyrir
alvöru þegar ég kem aftur heim í
gistihúsið. Ég fer einn upp í lyftunni,
lít sem snöggvast inn í herbergið mitt,
svo er ég altur frammi í ganginum,
bara til að litast um. Mér finnst ég
ganga krákustígsvafning. Já, þessi
gangur er eitt óendanlegt völundar-
hús. En ég hef ekki sposserað lengi
þegar ég kemst að raun um það, að
ég er ekki með lykilinn að herbergi
mínu — og man ekki númerxð. Eg
hef víst í ógáti lokað lykilinn inni
í herberginu. Hvað skal nú til ráða?
Ég er allt í einu orðinn villtur og
heimilislaus í þessum köngulóarvef
af herbergjum.
Hvar á ég heima?
163.
Nei, það er ekki hér.
Hvað er ég að fullyrða. Eins og
það geti ekki alveg eins verið her-
bergi númer 163 og segjum til að
mynda 121.
Óttalegur afglapi get ég verið. Hvers
vegna fer ég ekki niður og tala við
starfsfólkið?
En þar sem ég stend þarna með
allan þennan herbergjafjölda kring-
um mig, allar þessar hurðir og allan
þennan mýgrút af númerum, þá kem-
ur upp í mér þverlyndi og ég segi
með sjálfum mér:
— Nei, ég fer ekkert niður. Ég
klára þetta án þess að láta leiða mig
hvert fótmál eins og hvítvoðung. Ég
ber bara að dyrum þarna eða hérna
og sé svo til hvað gerist. Mig minnir
aldursforsetinn búi á númer 187.
Svo ber ég að dyrum númer 187.
Ekkert svar.
Og öðru sinni ber ég að sömu dyr-
um. Þegar enginn anzar, tek ég í
hurðarhúninn og lýk upp. En hér er
Aukið blæfegurð hársins . ..
með hinu undraverða
WHJTE RAIN fegrandi Shampoo . . . petta
undraverða shampoo, sem gefur hárinu
sílkimjúka og blæfagra áferð.
Petta ilmrika WHITE RAIN shampoo , . .
gerir hár yðar hæft fyrir eftirlætis hár-
greiðslu yðar.
Petta frábæra WHITE RAIN shampoo
. . . lætur æskublæ hársins njóta sín og
slær töfraljóma á pað.
Hvítt fyrir venjulegt hár —
Blátt fyrir purrt hár —
Bleikt fyrir feitt hár.
WHITE RAIN shampoo-hæfir yðar hári.
HEILDVERZLUNIN HEKLA H.F.
Hverfisgötu 103 — Sími 11275.
25 vikán