Vikan - 29.09.1960, Blaðsíða 4
- ÉG VORKENNIÞESSUM VES
VIKAV heimsótti
Jón Helgason,
prófessor í Árnasafn og fékk þær
erindi heim, enda ekkert gert af
yfirlýsing
viti í því
■ ’■ ■: ■'
■ ■
Viðtal og myndir: Gísli Sigurðsson.
Það var fremur heitt þennan dag og maður
þreyttist fljótt i fótunum á glerhörðum stein-
inum. Ég hafði gengið Slottshólmann þveran
og endilangan í leit að Árnasafni, en án ár-
angurs. Utan við Týhúsið hitti ég einn kóng-
legan embættismann með þríhyrndan hatt og í
rauðum frakka eins og þeir báru fyrir 200
árum á þessum stað. Hann hafði aldrei heyrt
getið um „Arnamagnæanske Institut" og sama
var að segja um aðra Dani, sem ég hitti þar og
spurði um safnið til þess að kynna mér, hversu
rík ítök stofnunin ætti í hugum almennings.
Að lokum sneri ég mér til íslenzka sendi-
ráðsins og fékk þær upplýsingar, að Árnasafn
væri til húsa í „Proviantgárden“, og grun
höfðu þeir um það, að engin æpandi skilti væru
þar utan á veggjum. Þessi forna birgðaskemma
kóngsins reyndist vera heldur í stærra lagi og
eftir hringferð í kringum hana var ég enn
jafnnær. Konunglega bókhlaðan er þar í nábýli
og bókaverðirnir þar könnuðust við Helgason
og Árnasafn. Einn þeirra, maður á miðjum
aldri með svip rykfallinna doðranta og gler-
augun framarlega á nefinu gekk með mér út
úr þeim rökkursölum og sýndi mér dyrnar og
sjá: Þar stóð vélritað við bjölluhnappinn með
smáum stöfum þetta langþráða orð, Arna-
magnæanske Institut.
Uppi á stigapallinum situr maður á skyrtunni
og rýnir í blöð. Hann er fremur stórvaxinn,
hárið farið að grána og niðurdregin tnunnvikin
minna á áralanga armæðu. Maðurinn lítur ekki
upp, þótt gest bera að garði, og ég sé, að hann
muni ekki þessarar veraldar heldur af heimi
gamalla bóka. Ég býð góðan daginn og spyr:
— Eruð þér Jón Helgason?
— Það er vist kallað svo — segir maðurinn
með semingi og munnvikin eru nú mjög neðar-
lega, en ekki lítur hann upp.
— Ég er utan af íslandi, hingað sendur af
Vikunni og æski þess að fá viðtal hjá yður.
— Vikan, það hefur mér skilizt að sé fjórði
partur úr mánuði eða hvað, — drafar í mann-
inum.
—■ Já, það mun vera rétt, — svo er líka
skóbúð hér úti á Vesturbrúargötu, sem heitir
því nafni, og auk þess vikublað úti á Islandi.
Það mun vera þriðja stærsta biaðið á þvi landi
á eftir blöðum, sem heita Morgunblaðið og
Timinn, en það er nú ekki von að þér hafið
heyrt þau nefnd.
— Ónei, þetta eru ekki Þær bókmenntir sem
ég hefi gert mér sérstakt far um að stunda.
En ég kynntist einu sinni íhaldskarli sem gekk
með svona blað í vasanum og las á kvöldin;
það hijóðaði mest allt um kvennafar hjá ein-
hverjum blámannakóngi i Afríku og var að
minni skoðun mjög þarflegt blað; þegar ég var
ungur var almenningur á Islandi mjög ófróður
um kvenanfar í Afríku. Annars má ég ekki
vera að því að hafa viðtal við yður núna. Ég
er með próförk, sem verður sótt eftir stundar-
Efsta myndin: 1 fiessum lcrók er inngangur-
inn í Árnasafn. Jón Helgason stendur utan
við dyrnar. 1 miöju: Þessi belgísku 'hjón sátu
á safninu og þýddu œvintýri á flœmsku. NeÖst:
Þarna eru dýrgripirnir saman komnir í fáum
hillum. Maðurinn á myndinni heitir Etefán og
vinnur á safninu.
korn. Ég er vant við látinn, ég er það sem
kallað er „upptekinn" á nútímamáli. Það dugir
víst ekki annað en tala svo fólk skilji. Getið
þér ekki komið seinna. Þá getum við kannske
reynt að tala eitthvað saman, eða hvað er það
annars, sem þér viljið vita?
— Það var nú í sambandi við þetta safn,
segi ég, og siðan verður það að samkomuiagi,
að ég komi daginn eftir. Þá situr Jón ekki
lengur frammi á stigapallinum, heldur er mér
vísað inn á rúmgóða skrifstofu og Jón situr þar
við skrifborð, sem er álíka stórt og bílpallur.
Það var enginn stóll við borðið utan sá, sem
Jón sat í, og ég spurði hann, hvort ég mætti
ekki fá lánaðan stól, sem var þar út við vegg-
inn.
— Nei, ég get þvi miður ekki leyft yður að
lána stólana héðan.
— Ég sagði: Má ég fá lánaðan stól.
— Nú, sögðuð þér það. Þá hefur mér mis-
heyrzt. Ég bið afsökunar. Ég hef ótrú á mönn-
um sem rugla saman að lána og fá lánað.
— Það hef ég líka.
— Gott, þá erum við sammála. Ég hélt þér
væruð úr Reykjavík.
— Nei, ég er úr Biskupstungum.
— Það er nú eitthvað annað. Það var dáindi
til skamms tíma að heyra roskið fólk úr
Biskupstungum tala. Þar var nú ekki aldeilis
orðfæðin. Og hógværð í orðum hefur hvergi
verið meiri en þar. Hann mun hafa verið í
Tungunum bóndinn sem sagði við son sinn á
kvöldin, þegar mál var komið að slökkva:
„Andaðu á týruna, drengur minn“. Og þá svar-
aði honur hans: „Reynt get ég að bera það
við“.
— Koma margir gestir hingað?
— Nei, sem betur fer — enda ekkert gert
til þess að hæna þá að. Þeir sem eiga erindi
finna staðinn fyrr eða síðar, og Þeir skulu vera
velkomnir. E’n ég hef því miður lítinn tíma til
að sinna túristum, og ég býst ekki við því, að
neinum þyki gott að láta tefja sig við vinnu
sína.
— Það er nú hérumbil ómögulegt fyrir
ókunnuga að finna staðinn. Ég var svo klukku-
tímum skipti að þvælast um hólmann í leit
að safninu.
— Það þykir mér vænt um að heyra. Ég:
hef eindregið lagzt gegn Því, að hér yrði sett
upp skilti eða einhvers konar vegvísir til að
ginna menn hingað.
—• Þér viljið fá að vera í friði yfir þessum
gulnuðu blöðum?
— Ég mundi fremur segja að ég væri nauð-
beygður til Þess. Hér eru til að mynda fimm
bindi af Biþliotheca Arnamagnæana í próf-
örkum og álíka mörg af Editionibus Arna-
magnæanis — við skulum reyna að bera okk-
ur að beygja latíuna rétt —, og þarna liggja
■ein fjögur bindi hálfkörruð af handritaeftir-
myndum, sem eiga að birtast í bókurri; — ég
á að heita ritstjóri að þessu, það fer um min-
ar hendur, og ég reyni að bæta um og benda
á misfellur eftir því sem ég hef vit til. Ég
hef ekki hátt mat á Þeim ritstjóra, sem lætur
sér nægja að taka við því sem honum er fengið
og senda það frá sér í sömu mynd. Hér inni er
lítið um stéttaskiptingu eða manngreinarálit,
en ég reyni að fylgjast með í öllu, sem gert