Vikan


Vikan - 29.09.1960, Blaðsíða 34

Vikan - 29.09.1960, Blaðsíða 34
Það léttir heimilisstörfin að nota nýjustu og beztu efnin til Hreinsunar og þvotta SPIC and SPAN gólfþvotta- og hreingerningaefnið. AÐEINS EÍN YFIRFERÐ. EKKERT SKOL. Amerízku klórtöfiurna r Þvoið barnaprjónafötin úr Softly Allur prjónafatnaður þveginn úr Softly, verður sem nýr, með ferskum ilmVengin ullarlykt | Það auðveldasta og bezta til að þvo og hvítta allt nylon. Einnig sérstaklega auðvelt og gott til að þvo SKYRTUR SEM MÁ EKKI LÍNSTRJtÍKA. Sqezy I UPPVASKIÐ og leirtauið verður óhjákvæmilega hreint og gljáandi jafnvel þó eigin- mennirnir þvoi upp. Easy - off ofnhreinsunarefnið, hreinsar alla brennda fitu úr bökunarofninum, svo að þeir verða sem nýir. Dóttir ávaxtakaup- mannsins Framhald af bls. 15. og Pólverjinn flíkaði stórum og smáum seðlum, eins og hann væri eigandi heillar úraverksmiðju, en ekki litlu kompunnar. Já, þetta var allt eitthvað dularfullt, og ekki leystist gátan, þótt við reyndum að komast til hotns í þessu öllu. Við höfðum um þessar mundir þjón, sem Leópold hét og var Belgi. Hann var rauðhirkinn og ræfilsleg- ur, en ákaflega veikur fyrir veika kyninu. Hann var ekki ýkjagamall, en ástareldurinn logaði glatt, og Guð einn veit, hvað hrærðist í synd- ugri sál hans. Hann stóð lengi gap- andi, og augu lians skynjuðu ekki það, sem þau sáu. Kvöld eitt tók liann i handlegg mér og sagði: — Hefurðu séð, að hún er komin með nýtt armbandsúr? Það lá eiginlega i augum uppi. Hún var sífellt að hampa gripnum og hera liann upp að ljósinu, svo að glitraði á hann meðal skartgrip- anna, sem hún har. Og stundum lagði hún úrið að eyranu og brosti barnalega, þegar hún heyrði, hversu léttilega sekúndurnar liðu. En þá gerðist dálitið, og auðvitað var það Leópold, sem fyrstur tók eftir þvi. VVHann kom varia upp nokkru orði: — Hefurðu séð, að hún er komin > »með armbandsúr á hina höndina i .lika! t — Vertu rólegur, sagði ég, — t hún er húin að fá alla búðina. 'Leópold hefði vafalaust ekki sloppið 'betur. » Þannig liðu dagarnir, og skötuhjú- in komu á hverju kvöldi, fengu sama borð og nutu lífsins. Nei, það var . erfitt að skilja þau, jafnvel þótt við kynntumst æ hetur. Úrsmiðurinn var ávallt jafnrólegur og settur og virtist öðrum fráhverfari en nokkru sinni fyrr. Hann minnti talsvert á varðhund í leyni, sem hýr sig undir stökk við minnstu hreyfingu. En þegar ég hugsaði um Variniu, varð mér smám saman ljóst, að það, sem hinn almáttugi hafði látið henni í té af líkamskostuin, væri ekki annað en skorpa um innri tómleika, sem menn finna ekki fyrr en um seinan. Þetta létti áhyggjunum af Leópold og flestum þeim, sem litið höfðu hana hýru auga. Úrsmiðuriiin hafði greinilega fundið eitthvað í fari liennar, sem hann mat mikils, blindur af ást. Og ef til vill var hún gædd kostum, sem aðeins ástin gat afhjúpað. En hún var tignarleg, þarna sem lmn laut yfir horðið og lagði hrúna, silkimjúka handleggina á hvítan dúkinn, og augu liennar dáleiddu næstum hvern þann, sem leit í þess myrku töfrasteina. Leópold bandaði höndunum til mín, þegar hann kom dag einn til að leysa mig af. Iívöldið áður hafði hún skyndilega ekki komið, og úr- smiðurinn liafði setið þarna einn og starað frain fyrir sig stjörfum augum. Það sást engin hreyfing framan í honum, hann var eins og stirð gipsmynd, sem einhver galgopi hafði fært í jakka. Hann var svo djúpt sokkinn í hugsanir sínar, að það hefði ekki komið honum til svo mikils sem depla augunum, ef hleypt hefði verið af skammbyssu við eyrað á honum. Ef hann vantaði vin, bað hann ekki um það, heldur ýtti glasinu að borðröndinni og kinkaði koili veiklulega. Og þegar Leópold hafði spurt hann hugsunarlaust: Eruð þér einn i kvöld? — hafði úrsmiðurinn starað á hann stundar- korn og siðan sagt: — Sjáið þér illa? Eftir þvi sem á leið kvöldið, tók Pólverjinn að roðna i andliti, og þegar klukkan sló þrjú, var hann orðinn rækilega fullur. En þegar hann fór, var hann furðustyrkur á l'ótunum og gaf dyraverðinum drykkjupeninga. Eitthvað hafði komið Leópold til þess að elta hann. Hvort hann komst að einhverju leyndarmáli þessa nótt, er ekki upplýst enn, nema hvað úrsmiðurinn kvað hafa strunsað beint heim í búðarkompuna sína og læst þar að sér. Næsta dag endurtók þetta sig. Þegar Leópold leysti mig af siðla dags, dró hann mig afsiðis og sagði, að hún hefði ekki heldur komið kvöldið áður. Og úrsmiðurinn hafði setið og hellt í sig vini og einblínt á útidyrnar. Og hann hafði verið óhugnanlegur ásýndum. Veðrið tók skyndilega fjörkipp, ef svo mætti segja. Þetta gerðist dag einn, þegar ég átti að taka við af Leópold og vinna i kránni um kvöldið. Þá voru þau skötulijú aftur komin á sinn stað, en bæði virtust þau eitthvað snubbótt og fýld. Jú, þau höfðu fjarlægzt hvort annað, og ekki virtust þau nálgast, er á leið. Og Leópold, sem leit inn þetta sama kvöld, sagði: — Það er engu likara en þau séu að leita að einhverju, sem þau eru búin að týna, og trúi því, að það finnist fyrr eða síðar. Þau hoi'fa hvort á annað, eins og þau hafi stoiið einhverju livort frá öðru, og reyndar er hún bara með eitt arm- bandsúr i kvöld. Ég hef hugboð um það, að minn tími sé bráðum kom- inn. Hefði ég aðeins verið eins stór og glæsilegur og þú ... — Farðu heim að sofa, sagði ég, og skiptu þér ekki af því, sem þér kemur ekki við. Auk þess koma þau mér ekkert við lengur. — Þú hefur breytzt mikið, sagði hann og gekk hægt út úr kránni. Enn komu dagar, og enn komu kvöld, og með þeim kom einnig regnið. Það var sífelld rigning, og göturnar blikuðu eins og fljót í rökkrinu. Gestirnir i Hlébarðanum fjarlægðust enn meir. Bimmer stóð óbifaniegur við barborðið og starði upp i loítið eða fram fyrir sig. Við kveiktum ekki lengur á öllum ljósa- krónunum. Það var argasta eyðslu- . semi að eyða ljósi á þessa fáu gesti. En borðlamparnir loguðu áfram, og kráin fékk á sig einhvern notalegan hlæ. Pólverjinn sat þarna og hún lika. Hún hló minna, og hún virtist farin að hugsa. Orðin, sem þeim fóru á miili, virtust færri og færri. Ég horfði stöku sinnurn i augu hennar, og augnaráð hennar var hlýtt og ómótstæðilegt, og sama er að segja um brosið, sem fylgdi á eftir. Bimmer hallaði sér fram á bar- borðið afundinn og sagði: — Hvað í ósköpunum ætli laði þessi tvö livort að öðru? — Spurðu véfréttina í Delff, sagði ég. Kvöld eitt kom einnig fjögurra manna hljómsveitin okkar aftur. Það varð eitlhvað að gera til þess að laða gesti að staðnum. Pallur- 34 viKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.