Vikan - 29.09.1960, Blaðsíða 15
mjöðmunum, minnti það á sef i vorblæ. Og
það var ekki til sú kona, sem ekki öfundaði
hana af dillandi og smitandi hlátri hennar og
þýðri rödd hennar.
Úrsmiðurinn Zaleski var pólskur. Ég hafði
þekkt hann lengi. Við létm hann gera við
klukkuna yfir barborðinu, ] egar henni fannst
hún hafa gengið nógu lengi. Búðarkompan hans
var í nágrenni Hlébarðans. f>ar sat hann dægrin
löng og starði í stækkunargler á hjól, sem ann-
aðhvort stóðu kyrr eða tifu'u í sífellu.
Umhverfis hann tifuðu 1:'ukkurnar, eins og
stormur timans þyti um kompuna. Og jafn-
framt því sem hann sat þ: rna, fylgdist hann
með sekúndunum, batt eina við aðra, þar til
þær urðu að mínútum, klukkustundum, dögum
og árum. Hann var þegjandalegur og þurr i
bragði og minnti sjálfur á hjól i hinu mis-
kunnarlausu gangverki tímar s, og þetta hjól gat
numið staðar hvenær sem var. Þótt hann kafaði
niður í viðkvæm vevkfærin, liðu sekúndurnar
óðum og átu upp ævitíma hans.
Svart, oliuborið hár hans féll stundum niður
á ennið, og þá sýndist hann ögn fölari á nef-
broddinum en ellegar. En það hvíldi ávallt ein-
hver ró og virðuleiki yfir þessum kubbslega
manni, sem átti bágt með að fá skegglaust and-
litið til að brosa.
Ég vann í þá daga til skiptis þrjá daga og
þrjú kvöld í viku, og sjöunda daginn átti ég
fri. Það sortnaði i lofti með haustinu, en enn
var hiti í loftinu. Dægrin löng helltist úr skýj-
unum, eins og þau ætluðu að má burt alla liti
sumarsins.
Dag einn að kvöldi, — við vorum nýbúin að
kveikja, — stóð úrsmiðurinn Zaleski í dyrunum
og skimaði um krárstofuna. Hann stóð kyrr,
eins og hann væri að blða þess, að einhver
kæmi á eftir honum, og leit um öxl. í sömu
andrá heyrði ég hlátur hennar í fyrsta sinn.
Það var eins og bjölluhljómur fyllti salinn,
niður tærra tóna, sem leið um stofuna og dó
út við veggina. Sjaldan eða aldrei hef ég séð
nokkuð jafnyndislegt og það, sem hékk við
handlegg úrsmiðsins. Og það var ekki laust við,
að hann fyndi talsvert til sín, þar sem hann
strunsaði milli borðanna með miklum þótta-
svip. Öll einkenni undirmennsku og þjáningar
í fari hans voru eins og máð burt, og þegar liann
nam staðar fyrir framan mig, brá ekki hið
minnsta fyrir lotningu í rödd hans, er liann
spurði:
— Cretum við fengið borð, dálítið afsíðis?
Svört augu hennar litu á mig, og mér fannst
mér hlýna. Ég kom skötuhjúunum fyrir við
borð hjá langveggnum, og úrsmiðurinn sagði:
—• Þetta er fyrirtak. Við komum aftur á
morgun. Sjáið þér til, við vorum að trúlofa
nkkur og ætlum að halda það hátiðlegt i nokkra
(ingai
Og enn heyrðist hlátur hennar eins og bjöllu-
hljómur og smitaði frá sér gegnum reykinn og
matarlyktina. Hann lagði varlega stutta fingur
sina yfir hönd hennar.
Ég var á kvöldvakt þessa viku, og þótt ég
kæmi ekki heim fyrr en seint um nóttina, lá
ég lengi vakandi og hugsaði um úrsmiðinn og
stúlkuna, sem ég gat ekki gleymt. Hvað fann
hún svona aðlaðandi við úrsmiðinn? Ég var
ekki sá eini, sem hugsaði þannig. Bimmer vag-
aði til og frá og spurði sjátfan sig sömu spurn-
ingar. Aðrir voru sama sinnis, og brátt kom-
umst við að því, að hún var dóttir ávaxtakaup-
mannsins, Murrinis nokkurs, sem bjó handan
við fljótið.
En þau skötuhjú sátu þarna kvöld eftir kvöld,
Framhald á bls. 34.
Fyrirgefiö, ungfrú, getiö þér
sagt mér, hvaöa ár erf
BRÉFAKOSSAR.
ÞaÖ er ekki lengur frumlegt
aö senda kossa meö bréfum. í
Fralcklandi, auövitaö, hafa þeir
fundiö upp á nýrri aöferö,
svona rétt til aö gera þetta líf-
legra. 1 París er hægt aö panta
„kossastimpla". Þiö takiö bara
eftirmynd af vörum ykkar og
fáiö ykkur stimpil eftir því. Og
svo stimpliö þiö á öll ástarbréf.
Við ætlum bara að minna
ykkur á, að veturinn er í nánd,
ekki af neinni illgirni, held-
ur hugulsemi, það er betra að
vera við öllu búinn.
Kurteisi er hæfileiki til
að lýsa öðruni eins og þeir
sjá sjálfa sig.
Abraham Lincoln.
Aðeins í einu tilfelli vilja
konur fá eins lítið fyrir pen-
ingana sína og hægt er. Það
er, þegar þær kaupa baðföt.
Filipp drottningarmaður á
ekki upp á pallborðið hjá ensk-
um blaðamönnum, eftir að
hann á blómasýningu um dag-
inn sprautaði vatni á tvo blaða-
ljósmyndara. Blöðin vöktu at-
hygli Filipps á því, að Það vitn-
aði ekki um sérstaklega fína
kímnigáfu að sprauta vatni á
fólk, sem ekki gæti sprautað
á móti. Fórnarlömb kimnigáfu
hans voru, eins og áður er sagt,
tveir blaðaljósmyndarar. Prins
Filipp stóð við krana, Þegar
ljósmyndararnir reyndu að
taka myndir af Elísabetu
drottningu, og skrúfaði frá.
/iður hafði hann spurt annan
mannanna, sem gætti vatnsins,
hvort hann mundi hitta á ljós-
myndarana, ef hann skrúfaði
frá.
Þið sjáið, að þær geta verið
fallegar þær japönsku, annars
heitir hún Yoko Tani og leik-
ur á móti Dirk Bogarde í
myndinni Vinden kan ikke
lese.
ÞaÖ var ekki um annaö aö rœöa
Hinn ágæti grínisti og skop-
leikari, Fernandel, kom fyrir
skömmu sem vitni fyrir rétt.
Við þetta tækifæri lýsti hann
yfir þvi, að hann væri mesti
núlifandi leikari Frakklands.
Þegar Jean Gabin heyrði þetta,
greip hann símann eins og skot
og hringdi til Fernandels. —
Er það satt, spurði hann fyrir-
litlega, að þú hafir látið það
út úr þér, að þú sért mesti nú-
lifandi leikari Frakklands? —
Já, það passar, sagði Fernand-
el. — Já, en hvernig gat þér
dottið í hug að segja slíkt? —
Mér finnst það leiðinlegt sagði
Fernandel, en hvað átti ég
annað að gera? Ég var búinn
að sverja að segja aðeins sann-
leikann, allan sannleikann og
ekkert nema sannleikann! ....
Til hamingju með daginn,
ástin, sagði Kirk Douglas, um
leið og hann spratt upp úr
afmælistertunni. Anna, kon-
an hans, veinaði upp yfir sig
af hræðslu og ánægju. Kirk
var kominn alla leið frá
Hollywood, þar sem hann lék
aðalhlutverkið í myndinni
Spartakus, til Palm Springs
til að glcðja hana.
'Blandaðir
ávexlir
Það er alltaf erfitt að lenda
í ástarsorg, sérstaklega þegar
maður er ungur, en þá er ekki
um annað að ræða en hefna
sín, þó að það sé með kjafti
og klóm. Það koma líka önn-
ur tækifæri í lífinu, aðrir
Ijóshærðir, laglegir menn ...
Pabbinn er bræddur um,
að allir ungir menn, sem
bjóöa dóttur hans út, gift-
ist lienni, en mamman er
lirædd um, að þeir geri
það eklci.
Þetta er litla systir Birgittú
Bardot, Mijanou tíún hefur
ne.tað kvikmyndaSamninífi l
tíollywood. en dauölangar vist
sctrht til aö verða kvikmynda-
leikkona. Viö látum ýkkur eft-
ir aÖ dcéma Um það, fovor
systrdnna sé fégúrri.
VIKAÍnI 15