Vikan


Vikan - 29.09.1960, Blaðsíða 35

Vikan - 29.09.1960, Blaðsíða 35
inn var reistur rétt við útidyrnar, sem voru hafðar opnar, til þess að tónlistin gæti streymt út í regn- þrungið kvöldið og verið þannig eins konar vegvísir einmana veg- farendum. Fiðluleikarinn, sem var maður dökkur yfirlitum, gekk milli borð- anna með fiðluna undir hökunni, heillaður af leik sínum. En..oftast nam hann staðar við borð úrsmiðsins og tældi úr strengjunum fjarræna tóna, um leið og hann horfði angur- værum augum til himins. Mér gazt ekki að honum. Þegar ég leysti Leópold af dag einn, kom hann fram í eldhúsið til mín og sagði: — í gær kom hún ekki. En það er ekki allt og sumt. Pólverjinn sat enn og virtist merkilegri en nokkru sinni fyrr. Hann talaði við sjálfan sig og sló í borðið og virtist líklegur til alls. Andlit hans var næstum hvítt, munnurinn beint strik, og augun virtust standa á stilk- um. Og þegar ég kom með reikning- inn, hafði hann nóga peninga til þess að borga. Þetta hlýtur að enda á vitfirringahæli, eða þá hann stekkur í ána og stöðvar sitt eigið úrverk. Brúðkaupsferðin er á enda, og brátt getur hún liagað sér eins og ekkja. Taktu vel eftir honum, ef hann kemur í kvöld, þú ættir að geta lesið söguna af honum eins og opna bók. Bráðum stanza öll lirin hans hjá veðlánaranum, og ef til vill hefur hann orðið að betla þetta armbandsúr hennar af veðlánaran- um. Hann megnar ekki rneira, hún er búin að flá liann inn í bein. Hann tórir að vísu enn, en fjandinn grip- ur hann fyrr en varir ... Þetta kvöld kom hvorugt þeirra. Ókunnir gestir settust við borðið, og fiðluleikarinn liélt sig á pallinum mestan hluta kvöldsins. Mér fannst sjálfum eittlivað vanta á heildar- svipinn, án þess þó að ég gerði nokkurt veður út af því. En Leópold hafði á réttu að standa varðandi úrsmiðinn. Hann fannst morgun einn í kompunni sinni. Hann lá þarna á grúfu, blár og fordrukkinn, eins og hann væri að hlusta á eilífðargang tímans, en í kringum hann tifuðu örfáir sekúnduvísar af mikilli kæti. í ann- arri hendi hélt hann enn á tómu glasi, og siðasta verlt hans í bar- áttunni við þetta líf hafði verið að sparka af sér skónum. Það er kominn tími til þess að binda endi á söguna, enda þótt henni lyki eltki beinlinis þannig. Úrsmið- urinn hefði getað verið síðasti punkturinn, það hefði átt vel við. En ég gerði aldrei ráð fyrir drumbin- um honum Bimmer, sem ef til vill var meiri mannþekkjari og heim- spekingur en veitingamaður. Að baki þessara smáu augna, sem virtust svo sljó, var valcandi heili, sem sá í gegnum mig. Og þar sem hann var ekki maður, sem gat þagað yfir leyndarmáli, er engin ástæða til þess að fara í launkofa með, að það var til mín, sem hún ávallt kom, hún Varinia, dóttir ávaxtakaup- mannsins. ^ — Getur það verið að við höfum gleymt að taka bílinn úr hand- bremsu? Nijtt útlit Nij tskni Málmgluggar fyrir verzlanir og skrifstofu- byggingar í ýmsum litum og formum. Málmgluggar fyrir verksmiðjubyggingar, gróðurhús, bílskúra o. fl. V,V,’, K'X'Xw.vX — Mótorinn er í skottinu. Lækjargötu, Hafnarfirði---Sími 50022.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.