Fréttablaðið - 01.12.2009, Page 11
ÞRIÐJUDAGUR 1. desember 2009
REYKJAVÍK Verktakafyrirtækið Eykt
hefur fengið verkefni fyrir 585,1
milljón króna fyrir Reykjavíkur-
borg í þremur verkefnum síðustu
þrjú ár, samkvæmt upplýsingum
frá Framkvæmda- og eignasviði
borgarinnar.
Árið 2007 vann fyrirtækið að
flutningi Strætós að Hesthálsi
fyrir 423,6 milljónir, eftir að hafa
fengið verkefnið í gegnum útboð.
Árið 2009 fékk Eykt samn-
ing í tengslum við frágang lóðar
umhverfis Höfðatorg, upp á 17,9
milljónir króna. Verkið fólst í
gatnagerð og lagnavinnu.
Í september 2009 fékk fyrirtæk-
ið svo uppsteypuverkefni á bruna-
reitnum svokallaða við Lækjargötu
og Austurstræti í gegnum umdeilt
útboð. Það verkefni hljóðar upp á
143,6 milljónir króna.
Fonsi ehf. hafði boðið minna,
137,8 milljónir, í þetta síðastnefnda
verk, en fékk það ekki.
Framkvæmdastjóri Fonsa hefur
síðan sakað fulltrúa Framsókn-
arflokksins um spillingu vegna
þessa, í ljósi þess að Eykt styrkti
flokkinn fyrir kosningar. Flokkur-
inn neitar þessu með öllu.
Eykt mun engin verkefni hafa
fengið hjá borginni árin 2006 og
2008. - kóþ
Þrjú verkefni á síðustu þremur árum hjá borginni:
Eykt með verk fyrir
nærri 600 milljónir
FRÁ BRUNAREITNUM Ein elstu hús borgarinnar brunnu hér í apríl 2007, meðan á
þáverandi meirihlutasamstarfi Framsóknar og Sjálfstæðisflokks stóð. Borgarstjórinn,
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, hét því þá þegar að gömlu húsin yrðu endurreist.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
800 7000 • siminn.is Það er Sjónvarp
Sex vinir alveg óháð kerfi
Bestu vinir þínir eru bestu vinir þínir og Síminn elskar
alla jafnt. Í Sex vinir óháð kerfi hjá Símanum velurðu
þér sex vini hjá hvaða farsímafyrirtæki sem er og
sendir þeim SMS eða hringir í þá fyrir núll krónur.*
Skráðu þína sex vini á siminn.is, í næstu verslun
Símans eða í síma 800 7000.
Sími
Internet
* Mánaðarverð 1.990 kr. og upphafsgjald 5,90 kr. Þú hringir og sendir SMS á vini þína fyrir 0 kr., 1.000 mín. / 500 SMS á mánuði.
Hengjum okkur ekki í smáatriði!Vinátta – alvegóháð kerfi.
Frá kr. 119.900
Netverð á mann, m.v. 2-3 í íbúð á Jardin Atlantico með “öllu inniföldu” í 7 nætur. Aukalega m.v. einbýli kr. 25.000. Aukalega m.v. 12 nátta ferð 15. janúar
kr. 20.000. Aukalega m.v. einbýli kr. 40.000. Sértilboð 15. og 27. janúar. Aukavika kr. 40.000.
Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina á Kanaríeyjum í janúar á frábæru tilboði. Bjóðum nokkrar íbúðir á hinu vinsæla Jardin
del Atlantico íbúðahóteli með öllu inniföldu á frábæru sértilboði. Gríptu tækifærið og njóttu lífsins á þessum vinsæla áfanga-
stað á hreint ótrúlegum kjörum. Ath. örfáar íbúðir í boði. Verð getur hækkað án fyrirvara! Fystur kemur, fyrstur fær!
Janúarveisla á
Kanarí
15. janúar – 12 nætur
27. janúar – vikuferð
Jardin Atlantic
o
★★★
m/öllu inniföld
u
Ótrúleg sértilboð - aðeins örfáar íbúðir!
Frá kr. 119.900- með öllu inniföldu