Fréttablaðið - 01.12.2009, Qupperneq 20
20 1. desember 2009 ÞRIÐJUDAGUR
FRÉTTAVIÐTAL: Stofnandi WikiLeaks sækir landið heim
Tyrkneska stjórnin lýsti því nýlega yfir að hún ætlaði að veita Kúrdum réttar-
bætur sem þeir hafa lengi barist fyrir.
■ Hvar búa Kúrdar?
Forsaga Kúrda er lítt þekkt, en talið er að þeir hafi búið á sömu slóðum í
tugi þúsunda ára. Þeir hafa aldrei átt eigið ríki og dreifast nú á milli nokkurra
landa. Flestir þeirra búa í Tyrklandi, líklega 12 til 14 milljónir. Í Íran búa fimm
til sjö milljónir, í Írak eru þeir fjórar til sex milljónir og í Sýrlandi um ein og hálf
milljón. Nokkrar milljónir búa í Vestur-Evrópu og Ameríku, flestir í Þýskalandi.
Heildarfjöldi Kúrda er líklega á bilinu 20 til 30 milljónir.
■ Fyrir hverju hafa þeir barist?
Í Tyrklandi eru Kúrdar um 20 prósent íbúanna. Áratugum saman hafa þeir
ekki notið almennra mannréttinda. Meðal annars hefur tungumál þeirra verið
bannað og þeir hafa hvorki mátt starfrækja stjórnmálaflokka né fjölmiðla. Þeir
hafa barist hart fyrir afnámi þessa ranglætis. Vopnuð uppreisn hófst fyrir um
þremur áratugum undir forystu Verkamannaflokks Kúrda. Sú barátta hefur
kostað tugi þúsunda lífið. Leiðtogi flokksins, Abdullah Öcalan, var handtekinn
árið 1999 og hefur setið í fangelsi síðan.
■ Hverjar verða rétt-
arbæturnar?
Kúrdar í Tyrklandi hafa
fengið ýmsar réttarbætur
á undanförnum árum,
ekki síst vegna þrýstings frá
Evrópusambandinu, sem tyrk-
nesk stjórnvöld vilja ólm fá
aðild að. Á síðasta ári leyfði
stjórnin Kúrdum að nota
tungumál sitt og sjónvarpsstöð
hóf útsendingar á kúrdísku.
Nú hefur stjórnin heitið því að
tungumál þeirra verði opinbert
mál í Tyrklandi og nöfn á bæjum og
þorpum í Kúrdahéruðunum verði
færð aftur til fyrra horfs. Þá verður
sett á stofn óháð nefnd sem á að hafa
eftirlit með réttindamálum Kúrda og
getur tekið við umkvörtunum þeirra á
hendur stjórnvöldum.
FBL-GREINING: KÚRDAR
Þjóð án eigin ríkis
Upplýsingar á WikiLeaks
stuðluðu að stjórnarskipt-
um í Keníu og komu í veg
fyrir ritskoðunartilburði
í ástralskri netlöggjöf. Á
vefinn hafa ratað marg-
vísleg leyndarmál, meðal
annars frá Íslandi. Á næstu
dögum birtast á WikiLeaks
smáskilaboð milli stjórn-
armanna einhverra stóru
íslensku bankanna á tím-
um hrunsins. Lokakönnun
á áreiðanleika gagnanna
stendur yfir.
„Ég held það myndi jafngilda pólit-
ísku sjálfsvígi að fara að handtaka
okkur hér,“ segir Julian Assange,
ástralskur maður á fertugsaldri,
fyrrum tölvuhakkari og stofnandi
vefsíðunnar WikiLeaks.
Hugmyndin er þó ekki alveg
fjarri lagi, því í júlílok á þessu ári
hótaði skilanefnd Kaupþings Wik-
iLeaks málsókn fyrir að rjúfa hér
bankaleynd og fór fram á lögbann á
fréttaflutning upp úr gögnum bank-
ans sem birst höfðu á vefnum. Juli-
an Assange er hér með félaga frá
WikiLeaks, Daniel Schmitt, en þeir
koma fram á ráðstefnu Félags um
stafrænt frelsi á Íslandi.
„En auðvitað er synd að vera
ekki handtekinn, því það myndi
vekja athygli á málstaðnum,“ segir
Julian íbygginn. Hann á þó lík-
ast til ekki í vandræðum með það
því stöðugt birtast nýjar og for-
vitnilegar upplýsingar á vef hans.
Núna segir hann ein tvö mál héðan
í skoðun, en á næstu dögum muni
líkast til birtast á vefnum smáskila-
boðasamskipti milli stjórnarmanna
einhverra af þremur stærstu við-
skiptabönkunum sem hér störf-
uðu fyrir hrun. „Það eru svona 80
prósent líkur á að þetta séu gögn
sem hægt er að birta,“ segir hann,
en varar um leið við of mikilli eft-
irvæntingu. „Þau vekja líkast til
fleiri spurningar en þau svara.“
Ritskoðun í skjóli klámbaráttu
Málstaðurinn snýst um frelsi upp-
lýsinga og miðlunar á internetinu,
en þar segir Julian þrengt að úr
öllum áttum. Ritskoðunartilburð-
ir fari þá gjarnan fram undir þeim
formerkjum að sía eigi út efni sem
sýni kynferðisbrot gegn börnum.
Reyndin sé hins vegar sú að þar
sé ekki nema lítið brot af því sem
ætlunin er að halda frá notendum
Netsins. Hann segir ástæðu til að
hafa áhyggjur af aukinni samleitni
laga í Evrópu sem komi til með að
þrengja að málfrelsi á Netinu, en
í Þýskalandi vanti bara uppáskrift
forseta til að koma á slíkum lögum.
Þar gerði lögregla húsleit í kjölfar
þess að WikiLeaks birti gögn um
sambærilega löggjöf sem var í
smíðum í Ástralíu.
„Við birtum lista yfir þá hluti
sem ritskoða átti og í ljós kom að
einungis um 32 prósentum tilvika
sneru þeir að klámfengnu mynd-
efni af fólki undir átján ára aldri.“
Svarti listinn hafi að hluta verið af
pólitískum toga og fullur af villum.
„Þetta varð til þess að hætt var við
löggjöfina í Ástralíu,“ segir hann,
en það hafi stjórnvöld í Þýskalandi
túlkað sem ógn við öryggi þar.
„Öll fjölmiðlum er með einhverj-
um hætti komin á Netið og mál-
frelsi þar snýr því ekki bara að Net-
inu, heldur að samfélaginu öllu,“
segir Julian og áréttar að vald til
ritskoðunar á Netinu feli í sér vald
til að ritskoða fjölmiðlun í heild.
„Tilfellið er að heimurinn er allur
tengdur og vestræn ríki hagnast á
misrétti sem viðgengst annars stað-
ar í heiminu. Tilhneigingin er því
frekar í þá átt að hamla upplýsinga-
gjöf sem stuðlað gæti að breyting-
um,“ segir Julian og telur eitt vís-
asta merkið um að upplýsingar eigi
erindi við almenning að einhver
vilji leggja á
sig að reyna
a ð ley n a
þeim. „Nær
öll hneyksl-
ismál sem getið
hafa af sér
umbætur hafa
snúist um áhrifa-
hópa sem reynt hafa
að halda upplýsingum
leyndum.“
Julian Assange segir upplýs-
ingarnar sem lekið var úr lána-
Frjáls miðlun á Netinu
varðar heiminn allan