Fréttablaðið - 01.12.2009, Page 48
44 1. desember 2009 ÞRIÐJUDAGUR
sport@frettabla-
Njarðvík-Keflavík 76-63 (34-22)
Stigahæstir: Magnús Þór Gunnarsson 21,
Kristján Sigurðsson 21, Jóhann Árni Ólafsson 14
- Hörður Axel Vilhjálmsson 21, Sigurður Gunnars
Þorsteinsson 17.
KR-Stjarnan 73-78 (42-41)
Stigahæstir: Brynjar Þór Björnsson 15, Tommy
Johnson 15, Finnur Atli Magnússon 13 - Justin
Shouse 29, Jovan Zdravevski 14, Magnús Helga
son 12, Fannar Freyr Helgason 10.
Hamar-Breiðablik 89-78 (44-41)
Stigahæstir: Marvin Valdimarsson 35 (10 frák.),
Andre Dabney 26 (21 í fyrri) - Jonathan Schmidt
15 (8 stoðs.), Jeremy Caldwell 15 (17 frák.), Hjalti
Friðriksson 15.
Stig liðanna í deildinni: 1. Njarðvík 16, 2. Stjarn
an 14, 3. Keflavík 14, 4. KR 14, 5. Snæfell 12, 6.
Grindavík 10, 7. ÍR 8, 8. Hamar 8, 9. Tindastóll 6,
10. Fjölnir 4, 11. Breiðablik 2, 12. FSu 0.
KARLAKARFAN
> Jólagjöf til allra í Stabæk
Veigar Páll Gunnarsson var kynntur í gær sem nýr
leikmaður norska úrvalsdeildarliðsins Stabæk
eftir mislukkað ár hjá Nancy þar sem hann
fékk lítil sem engin tækifæri. „Þetta er besta
jólagjöfin til Daniels Nannskog (framherja
sem blómstraði við hlið Veigars), Jans
Jönsson (þjálfara) og allra þeirra sem
tengjast og styðja Stabæk,“ sagði
Steen Jensen, stjórnarformaður
Stabæk, við Verdens Gang þegar ljóst
var að Veigar væri kominn til Stabæ
á nýjan leik. Vegna komu Veigars getur
Stabæk þó ekki haldið lengur Japan-
anum Daigo Kobayashi sem fer frá
félaginu í janúar.
Fyrirtæki á Höfuðborgar svæðinu
og Akureyri.
Bjóðum upp á örugga og hraða sendingar þjónustu
fyrir jólin. Pakkar, bögglar og nafnamerkt blöð.
Nánari upplýsingar veiti r Pósthúsið
í síma 585-8300 eða
á posthusid.is
í Bústaðahverfi, Háaleiti og
Fossvogi
Opinn íbúafundur um menntamál og íþrótta-
og tómstundamál í Bústaðahverfi, Háaleiti og
Fossvogi verður haldinn í
Víkingsheimilinu við Traðarland
miðvikudaginn 2. desember kl. 17:30
Frummælandi: Kjartan Magnússon, formaður menntaráðs
og íþrótta- og tómstundaráðs.
Sjónarmið íbúa: Lena Kristín Lenharðsdóttir, formaður
foreldrafélags Réttarholtsskóla.
Fundarstjóri: Marta Guðjónsdóttir varaborgarfulltrúi.
Fjallað verður um skólahald, íþróttir og tómstundamál og kallað eftir
skoðunum íbúa um brýnustu úrlausnarefni í þessum málaflokkum í
hverfunum. Þá verður kynnt vinna við mótun nýrrar menntastefnu á
vegum Reykjavíkurborgar. Að loknum inngangserindum verða
umræður með þátttöku íbúa, fulltrúa úr menntaráði og íþrótta- og
tómstundaráði og fulltrúum frá Víkingi.
Skóli - Íþróttir - Tómstundir
Menntasvið
Íþrótta- og tómstundasvið
KÖRFUBOLTI „Þetta var frábært.
Við spiluðum þvílíkt góða vörn,
sérstaklega í þriðja leikhluta
og þá lögðum við grunninn að
þessum sigri. Það er ekki verra
að sýna svona góða vörn á móti
liði eins og Keflavík og að halda
þeim í 63 stigum er náttúrulega
frábært. Við slátruðum þeim
bara,“ sagði stórskyttan Magn-
ús Þór Gunnarsson hjá Njarðvík
í leikslok eftir 76-63 sigur liðsins
í toppbaráttuslag gegn Keflavík í
Iceland Express-deildinni í gær-
kvöldi.
Magnús Þór reyndist sínum
gömlu félögum í Keflavík erfið-
ur ljár í þúfu og var stigahæst-
ur heimamanna ásamt Kristjáni
Rúnari Sigurðssyni með 21 stig
og setti að vanda niður nokkur
vel valin þriggja stiga skot
á mikilvægum tímapunkt-
um í leiknum.
„Við mættum bara til-
búnir í leikinn og það
þýðir heldur ekkert annað
í þessarri deild því ef þú
mætir ekki tilbúinn þá tap-
arðu. Við vorum lélegir gegn
Stjörnunni og töp- uðum
en náðum held-
ur betur að rífa
okkur upp eftir
það og það var
ánægjulegt. Við
erum þar sem við
viljum vera á toppi
deildarinnar,“ sagði Magnús Þór
og hrósaði sterkri liðsheild.
„Varnarleikurinn var nátt-
úrulega lykillinn að þessu
en við sýndum líka að við
erum með góða breidd
sóknarlega. Kristj-
án Rúnar steig til að
mynda svakalega
upp í þessum leik
og fór hreinlega á
kostum, því hann
er ekki búinn
að hitta neitt
í allan vetur.
Það er von-
andi að hann
haldi þessu bara
áfram,“ sagði Magn-
ús Þór glottandi. - óþ
Magnús Þór Gunnarsson var ánægður með spilamennsku Njarðvíkur í gær:
Við slátruðum þeim bara
21 STIG Magnús Þór
Gunnarsson hjá Njarðvík.
FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
KÖRFUBOLTI „Ég er mjög ánægður
með sigurinn. Varnarleikurinn var
frábær hjá okkur allan leikinn en
það komu samt kaflar þar sem við
vorum að gera mörg mistök í sókn-
arleiknum. Keflvíkingar eru hins
vegar góðir í vörn þannig að það
var ekki hægt að búast við því að
við myndum skora eitthvað sér-
staklega mikið á þá en eins og ég
segi þá var ég mjög ánægður með
leikinn í heild sinni,“ sagði Sigurð-
ur Ingimundarsson, þjálfari Njarð-
víkur, í leikslok eftir 76-63 sigur
sinna manna í Suðurnesjaslag
gegn Keflavík í Iceland Express-
deild karla í gærkvöldi.
Það þarf vart að taka það fram
að Ljónagryfjan í Njarðvík var
troðfull og stemningin frábær. Það
var líka greinilegt á leik liðanna til
að byrja með að taugar leikmanna
beggja liða voru þandar enda allt-
af mikið í húfi þegar liðin mæt-
ast, ekki síst þegar um algjöran
toppslag er að ræða eins og í gær-
kvöldi. Keflvíkingar byrjuðu leik-
inn þó betur en svo sigu Njarðvík-
ingar fram úr og leiddu 18-11 að
fyrsta leikhluta loknum og mun-
aði þar mestu um þrjá þrista sem
Kristján Rúnar Sigurðsson setti
niður fyrir heimamenn.
Keflvíkingar náðu að saxa á for-
skotið framan af öðrum leikhluta,
allt niður í eitt stig 20-19, áður en
Njarðvíkingar tóku völdin á nýjan
leik og fóru inn í hálfleik með tólf
stiga forskot, 34-22. Jóhann Árni
Ólafsson var allt í öllu hjá Njarð-
víkingum í öðrum leikhluta og átti
stóran þátt í góðri forystu heima-
manna, sem voru reyndar einnig
að spila fínan varnarleik.
Sérstaklega náðu Njarðvík-
ingar að halda Kananum Rashon
Clark hjá Keflavík niðri en hann
skoraði aðeins eitt stig í fyrstu
tveimur leikhlutunum. Njarðvík-
ingar héldu uppteknum hætti í
þriðja leikhlutanum og gáfu bara
meira í en Keflvíkingar hikstuðu
þá illilega. Aðeins Hörður Axel
Vilhjálmsson og Sigurður Gunn-
ar Þorsteinsson sem virtust vera
með einhverju lífsmarki hjá gest-
unum á meðan liðsheildin var mjög
sterk hjá Njarðvíkingum og menn
skiptust á að skora.
Munurinn var tuttugu og þrjú
stig, 63-40, fyrir lokaleikhlutann
og því á brattan að sækja fyrir
Keflavík. Það er skemmst frá því
að segja að forskot Njarðvíkinga
var alltof stór biti fyrir Keflavík-
inga sem náðu þó að laga stöðuna
aðeins en sigur heimamanna var
aldrei í hættu og lokatölur urðu
sem segir 76-63.
Keflvíkingar fundu sig í raun
aldrei í gærkvöldi og voru allan
tímann stóru skrefi á eftir Njarð-
víkingum bæði varnarlega og
sóknarlega og þjálfarinn Guðjón
Skúlason hjá Keflavík var því eðli-
lega ósáttur í leikslok.
„Við vorum bara skítlélegir og
það var ömurlegt að horfa upp á
þetta. Það er í raun það eina sem
ég get sagt. Við vorum bara kraft-
lausir og ég veit ekki alveg af
hverju það var. Sérstaklega vorum
við lé legir sóknarlega en líka varn-
arlega á köflum og mér fannst
Njarðvíkingar bara fá að taka þau
frá köst sem þeir vildu taka. Þeir
eru annars með flott lið og voru
bara betri en við í þessum leik. Svo
einfalt er það,“ sagði Guðjón.
Magnús Þór Gunnarsson og
Kristján Rúnar Sigurðsson voru
stigahæstir hjá Njarðvík með 21
stig en Hörður Axel Vilhjálmsson
var stigahæstur hjá Keflavík með
21 stig. omar@frettabladid.is
Keflvíkingar niðurlægðir
Njarðvíkingar unnu öruggan 76-63 sigur gegn erkifjendum sínum í Keflavík í
toppbaráttuleik í Iceland Express-deild karla í gærkvöldi. Sterk liðsheild og frá-
bær varnarleikur skóp sigur Njarðvíkinga í Ljónagryfjunni.
FRÁBÆR INNKOMA Kristján Rúnar Sigurðsson kom með 21 stig inn af bekknum í
gær en hann hitti úr 7 af 11 skotum sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Stjörnumenn unnu enn á ný sigur á KR-ingum í Iceland Express-deild
karla í körfu í gær. KR-ingar höfðu ágæt tök á leiknum en frusu í
lokin. „Mér finnst rosalega gaman að vinna KR, ég verð bara að segja
það,” sagði Fannar Freyr Helgason, fyrirliði Stjörnunnar, skömmu eftir
að Stjörnuliðið hafði unnið fimm stiga sigur á Íslandsmeistur-
unum í DHL-Höllinni. Þetta var þriðji sigur Stjörnunnar
á KR á þessu ári, en þeir unnu KR einnig í bikar-
úrslitaleiknum í febrúar og í meistarakeppninni í
október.
„Fjórði leikhlutinn var mjög góður hjá okkur og
við vorum að sýna frábæran karakter með að klára
þennan leik svona sterkt. Við lentum í miklu basli í
byrjun seinni hálfleiks þegar það gekk ekkert upp.
Við bættum okkur allir sem einn og börðum okkur
saman og þá kom þetta,” sagði Fannar og hann var
sáttur við Bandaríkjamanninn Justin Shouse sem
fór á kostum í lokaleikhlutanum og skoraði þá 12 af
29 stigum sínum. „Þú færð ekkert betri mann á Íslandi
til að stýra þessu en Justin. Þarna voru tveir af sterkustu
Könunum í deildinni að mætast og hann var miklu betri,” sagði
Fannar um Justin Shouse, sem er að spila meiddur. Stjarnan hefur
unnið 7 af 9 leikjum sínum sem skilar liðinu upp í 2. sætið. „Það er
súrt að hafa tapað þessum Tindastólsleik en við lentum í meiðslum
og það er erfitt að standa í slíku. Við vinnum bara svona stóra leiki í
staðinn. Við erum búnir að vinna öll sterkustu liðin nema Grindavík
sem er mjög flott,” sagði Fannar.
KR-ingar frusu hreinlega í fjórða leikhluta sem þeir töpuðu
6-18 og þjálfarinn Páll Kolbeinsson tók hluta af skýring-
unni á sig. „Það getur vel verið að innáskiptingarnar hjá
mér hafi verið þannig að ég hafi verið of lengi að setja
byrjunarliðið inn á. Það getur vel verið að það hafi gert
útslagið en við hættum allavega að spila körfubolta. Við
hættum að sækja að körfunni og hleyptum þeim inn í
leikinn aftur,” sagði Páll. „Þetta er leikur sem við áttum
að vinna. Við vorum með þetta í okkar höndum og
spiluðum miklu betri körfubolta. Því miður hættum
við bara að spila körfubolta og fórum að gera
þetta allt sem einstaklingar,” sagði Páll. - óój
FANNAR FREYR HELGASON OG STJÖRNUMENN: UNNU FJÓRÐA LEIKHLUTANN 18-6 OG FÖGNUÐU SIGRI GEGN KR
Við vinnum bara svona stóra leiki í staðinn