Veðrið - 01.04.1956, Síða 29

Veðrið - 01.04.1956, Síða 29
Urðarmáni og vígahnettir Urðarmána vil ég nefna kúlueldingar eða eldhnettti (kuglelyn, Kugelblitz, ball ligbtings). Að vísu veit enginn, hvað urðarmáni er. Þjóðsagan og hjátrúin bafa tekið hann í fóstur. Enginn veit heldur, hvernig kúlueldingar eru til komnar, en mér þætti sennilegt, að þær væru undirrót urðarmánans með þjóðtrú og hindur- vitnum, sem við hann eru tengd. í hinni miklu handbók í veðurfræði eftir Julius Hann og R. Súring segir svo (bls. 561) um kúlueldingar: „Kugelblitz er hin kynlegasta gerð eldinga. Það eru lýsandi hnettir, oftast líkt við hnefa eða mannshöfuð að stærð, er lireyfast fremur hægt, svo að vel má festa auga á ferli þeirra. Stundum hverfa eldkúlur þessar þegjandi og hljóðalaust, stundum springa þær með miklum gný, ýmist vegna hindrana, sem fyrir þeim verða, eða án þess. Ferill þeirra er oft næsta furðulegur. Sumir vilja álíta, að eldhnettir séu aðeins sjónblekkingar, skinmyndir á nethimnu augans, en svo margar trúverðugar frásagnir um eldhnetti eru fyrir liendi, að ekki er unnt að efast um tilveru þeirra í raun og veru. En fullgilda skýringu á þeim skortir." Eins og þessi klausa ber með sér, skortir vísindin algerlega skýringar á þessu fyrirbrigði, — alveg eins og á urðarmána þjóðsagnanna. Vigahnettir og vigabrandar eru einnig eldhnettir eða ljósflaugar, sem berast ntisjafnlega hratt um loftið, að því er virðist. Er til fjöldi frásagna af þess konar fyrirbrigðunt og oft erfitt að gizka á, hvort þau eigi frekar skylt við stjörnuhröp eða eldingar. En allar slíkar loftsjónir þóttu áður fyrr boða ótíðindi, mann- dauða eða skaðaveður. Hér eru nokkur dæmi um lýsingar manna á slíkum ljósfyrirbrigðum. F.ru þau eftir þjóðsögum Sigfúsar Sigfússonar (ÍV. bindi, bls. 109—110). Á árunum 1845—50, er Valtýr Valtýsson bjó á Seljamýri í Loðmundarfirði, sást eldrauður vígahnöttur. Valt hann frá fjallinu Skælingi vestur fjallsbrúnina á Ljómatindsröð og hvarf þar. Sigurður, sonur Svarta-Halls á Sleðbrjót, var eitt bjart vetrarkvöld og blítt á leið að heimili sínu. Honum sýndist þá glóandi hnöttur velta eftir jörðu frá norðurfjöllum til austurfjalla og bresta þar. Varð af gnýr mikill og birta í kring. Fyrri hluta vetrar 1912 sást vígahnöttur af norðurbyggð Borgfirðinga evstra. Hann kom úr suðurátt og fór lárétta stefnu yfir sveitina skammt yfir jörðu og hvarf yfir hálsinn milli fjarðarins og Njarðvíkur og sást úr Njarðvík hverfa undir Óssfjall. Árið 1871 sást fleyglagaður eða aflangur eldhnöttur [vígabrandur] líða norður með austanverðum Vatnajökli, bak við Snæfell, fram undan því og hverfa í Kverkfjöllum. Hefur nokkur lesandi VEÐURS séð urðarmána eða heyrt honum lýst? Jón Eyþórsson. 29

x

Veðrið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.