Veðrið - 01.04.1962, Síða 5

Veðrið - 01.04.1962, Síða 5
KNÚTUR KNUDSEN: NorðanveðriÖ í nóvember 1961 Um hádegi 21. nóvember síðastliðinn var lægð 985 millibar út af Vestfjörð- um og suðlæg átt um allt land. Um 700 km suðvestur af Vestmannaeyjum mátti sjá á veðurkortinu vísi að nýrri lægð með nokkra dýpkunarmöguleika. Hreyfðist sú iægð allhratt norðaustur, jafnframt því, að lægðin við Vestfirði grynntist. Klukkan 23 eru lægðirnar tvær orðnar jafndjúpar, 994 millibar. Önnur er kyrrstæð og minnkandi fyrir vestan land, en hin um 200 km suður af Vestmannaeyjum og vaxandi. Lægð- in sunnan við land hélt nú áfram að dýpka, og klukkan 11 þann 22. er hún yfir Austfjörðum 987 millibar. Á kort- inu, sem fylgir þessari grein má sjá stað lægðarinnar og dýpt á 12 tíma l'resti. Kortið sjálft er frá því klukkan 23 þann 23. nóvember, en þá var veðrið livað hvassast fyrir norðan. I>að nýmæli var tekið upp á Veðurstofunni eftir þetta veður, að bréf var sent til nokkurra manna á óveðurssvæðinu, og þeir beðnir að útvega sem gleggstar upplýsingar um veðrið og afleiðingar þess. Þetta tókst vel og bárust mörg fróðleg bréf. Þessum heimildum ber saman við dagblöðin og skýrslur veðurathugunarmanna, um að flóð, brim og sjógangur hafi víða ekki orðið meiri síðan 26.-28. október 1934. Þess má geta hér, að í blöðum frá 1934 má lesa það, að elztu rnenn á Sauðárkróki og Siglufirði töldu, að sjór hefði ekki gengið jafnlangt á land á þeim stöðurn síðan 1896, og er ekki ástæða til að rengja það. 1 norðanátt má nota loftþrýstingsmismun á rnilli Bolungarvíkur eða Galtar- vita annars vegar og Raufarhafnar til að ákvarða með nokkurri nákvæmni meðalvindhraða fyrir öllu Norðurlandi. Á sama hátt má nota loftþrýstingsmis- mun milli Grímseyjar og Raufarhafnar til að áætla nteðalvindhraða fyrir austan- verðu Norðurlandi. Ef svona samanburður er gerður á veðrinu nú og 1934, kernur það í ljós, að meðalvindhraði fyrir öllu Norðurlandi var svipaður, en þó þannig, að nú varð hvassara austantil, en aftur lygnara á vestanverðu Norð- urlandinu. I sólarhring varð í báðtun tilfellum meðal-loftþrýstingsmismunur VEÐRIÐ 5

x

Veðrið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.