Veðrið - 01.04.1962, Síða 13

Veðrið - 01.04.1962, Síða 13
hefur lítil áhrif. Þannig er yfirleitt álíka ntikið af geislavirkum efnum í liverjum lítra af úrkoniu á tveim nálægum stöðum, enda þótt úrkomumagnið kunni að vera mjög misjafnt. Sé liins vegar litið á, hve mikið geislavirkt úrfall fellur á hverja flatareiningu af yfirborði jarðar, þá verður það magn í réttu lilutfalli við úrkomuna, þar sem hið hnattförula úrfall fellur svo til einvörðungu til jarðar nteð úrkomu. Yfirleitt verður liið geislavirka úrfall eftir í jarðvegi, sem regnvatnið sígur í gegnum, svo að uppsprettuvatn er nokkurn veginn laust við þessi efni. Tritíum, sem myndast við sprengingar vetnissprengna, sameinast súrefni lofts- ins og verður að vatni eða vatnsgufu. Fari sprengingin fram í veðrahvolfinu herst þaðan mikil vatnsgufa upp í heiðhvolfið, þar sem hún myndar ský úr ís- nálum. Þessar ísnálar eru það stórar að þær falla tiltölulega fljótt niður úr lieið- hvolfinu og sameinast vatni veðrahvolfsins. Hið geislavirka tritíum fylgir ísnálun- um og berst jjví strax niður í veðrahvolfið, en þaðan fellur það til jarðar með úrkomu. Mælingar á tritíum í regni, sem gerðar voru eftir kjarnorkusprengingar Bandaríkjamanna á Kyrrahafi vorið 1954, gáfu til kynna, að tritíummagnið í veðrahvolfinu helmingaðist á rúmum mánuði. Geislavirkt kolefni frá kjarnorkusprengjum brennur í súrefni loftsins og myndar koltvísýring. Koltvísýringurinn, eða kolsýran, eins og hann er venjulega kallaður, er lofttegund. í heiðhvolfinu er kolsýran algjörlega hlönduð loftinu og fylgir öllum loftstraumum á sama liátt og fíngerðasti hluti geislaryksins. Þegar kentur niður í veðrahvolfið íellut\ kolsýrau ekki til jarðar með úrkomu, svo telj- andi sé, og má því búast við að hið geislavirka kolefni haldist mjög lengi i gufu- hvolfinu. ÖRLÖG HINNA GEISLAVIRKU EFNA. Endanleg örlög allra geislavirkra efna eru að senda frá sér einhverja kjarna- geisla og breytast í stöðug efni, þannig að magn þeirra helmingast alltaf á viss- um tíma. Ef helmingunartíminn er aðeins nokkrar sekúndur, mínútur eða klukkustundir eru mestar líkur til að Jietta gerist áður en efnin falla til jarðar, séu þau komin sem geislaryk frá kjarnorkusprengju, sem sprungið liefur hátt í lofti. Ef helmingunartfminn hins vegar skiptir árum, eru miklar líkur til þess að þau falli til jarðar áður en þau eyðast. Mikið af hinu geislavirka úrfalli fellur í sjó, en þar blandast það miklu efnis- magni og verður því lítið vart. Sá hluti úrfallsins, sem fellur á land, greinist eftir því, hvort efnin eru auð- leyst eða torleyst í vatni. Torleystu efnin setjast að á föstum efnum og hreyfast lítt úr stað. Auðleystu efnin geta skolast með vatni til sjávar. Þar sem regnvatnið sígur gegnum þykkan jarðveg bindur þó jarðvegurinn, auk hinna torleystu efna, einnig ýms hinna auðleystu. Reynslan sýnir, að í uppsprettuvatrii, sem stafar frá grónu landi, verður mjög lítið vart hinna geislavirku úrfallsefna. Geislavirk efni, sem setjast að í jarðveginum, haga sér á sama hátt og önnur efni jarðvegsins með tilsvarandi efnafræðilega eiginleika. Jurtir taka þau m. a. til sín og í gegnum þær komast þau í líkama manna og dýra. VEÐRIÐ 13

x

Veðrið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.