Veðrið - 01.04.1962, Síða 17
9. mynd. 10. mynd.
9. mynd sýnir Sr—90 i úrkomu i Reykjavik. Ársfjórðungsgildi. Atomic Energy
Research Establishment, Harwell).
10. mynd sýnir Sr—90, sem ársfjórðungslega fellur til jarðar i Reykjavih. (Atomic
Energy Research Establishment, Harwell).
Ending geislavirks úrfalls eftir kjarnorkusprengingar er einkum háð tvennu:
Sjálfkrafa eyðingu hinna geislavirku efna og því, hve lengi geislarykið lielzt á
lofti. Með því að mæla ákveðið úrfallsefni með langan helmingunartíma, eins og
t. d. Sr—90, má losna við áhrif eyðingar hinna geislavirku efna og fá beinar upp-
lýsingar um endingu geislaryksins í loftinu.
9. og 10. mynd sýna niðurstöður af mælinguih, sem gerðar hafa verið í Bret-
landi á Sr—90 í úrkomu, sem Veðurstofan hefur safnað á Rjúpnahæð við
Reykjavík. Niðurstöðurnar eru birtar í Veðráttunni.
Niðurstöður áranna 1960 og 1961 sýna, að meira geislaryk berst niðut' úr
heiðhvollinu fyrri hluta ársins en að liaustinu, og virðist það vera mest á öðrum
ársfjórðungi. 10. mynd sýnir, hve niikið Sr—90 fellur á hvern fermetra lands á
hverjum ársfjórðungi. Þetta má einnig mæla með því að ákveða Sr—90 í jarð-
vegi. Slíkar ákvarðanir hafa verið framkvæmdar á rannsóknarstofu Kjarnorku-
nefndar Bandaríkjanna í New York á jarðvegssýnishornum, sem tekin hala ver-
ið í túni tilraunastöðvarinnar að Keldum við Reykjavík. Niðurstöðurnar gefa
til kynna heildarmagn af Sr—90 á einum fermetra lands og eru sem hér segir:
27/c 1957 10 600 pc/m2
3/8 1958 13 000 -
20/(i 1959 25 100 -
Þessar tölur gefa til kynna, að frá 3. ágúst 1958 til 26. júní 1959 hafi fallið
um 12 000 pc á fermetra. Niðurstöður af mælingum á Sr—90 úrfalli með úr-
kontu sem sýndar eru á 10. mynd gefa til kynna um 9000 pc/m2 á sama tímabili
og er samsvörun þessara niðurstaðna eins góð og liægt er að vænta.
HEIMILDIR:
S. Glasstone: The Effect of Nuclear Wepons. (United States Atomic Energy
Commission, 1957).
Framhald á nœstu síðu.
VEÐRie
17