Veðrið - 01.04.1962, Page 19
Margoft hefur það komið fyrir í vatnavöxtum, að Gufafljótið ltefur ffætt
yfir varnargarðana og rofið skörö í þá, og oft hafa afleiðingarnar verið skeffi-
legar. Árið 1887 flæcldi það t. d. yfir landsvæði, sent er álíka stórt að flatarniáli
og fimmtungur lslands, og talið er að tæp ein milljón manna hafi látið lífið,
en enn fleiri munu þó hafa farizt af völdum hungursneyðar, er fylgdi í kjölfar
flóðsins.
Af öðrum rnjög mannskæðum flóðum í ám má nefna flóð í Yangtzekíang árið
1911, en þá munu um 100.000 manns hafa drukknað.
Erfitt er að gera sér í hugarlund þær hörmungar, sent svo mannskæðum
flóðum fylgja, en sem betur fcr eru þau sjaldgæf. AJlmiirg dæmi eru þess liins
vegar, að nokkrar þúsundir manna hafi farizt í flóði og að tugir og jafnvel
hundruð jtúsunda hafa orðið fyrir meira eða minna tjóni.
Bandaríska veðurstofan og raunar fleiri aðilar í Bandaríkjunum hafa um
allmörg ár reynt að meta til fjár tjón af völdum flóða Jtar i landi. Niður-
stöðum mismunandi aðila ber ekki fyllilega sarnan, og er jtað að vonum, því
að verkefnið er erfitt. Ekki mun |jó fjarri sanni, að meðaltjón á ári sé einhvers
staðar milli 200 og 500 milljónir dollara, en |>aö samsvarar milli 8.600 og 21.500
milljónum íslenzkra króna. Er hér um gífurlegar fjárhæðir að ræða.
VEÐRIÐ
19