Veðrið - 01.04.1962, Page 24

Veðrið - 01.04.1962, Page 24
farið eftir hitamælingum í Sigölduveri við Tungnaá suntarið 1959. Þetta svæði ætti því að vera byggilegt vegna sumarhita, en vetrarhörkur og vorþurrkar eru aftur til óhagræðis. Auk þess er Hekla óþægilega nálæg, jarðvegur sendinn og gjarn að blása upp. Hitasvæðið á Suðurlandsundirlendi tengist hitasvæði Reykjanesskaga á tveim stöðum, með sjónum og yfir Mosfellsheiði. Hún ætti að vera allvel fallin til land- náms. Reykjanesskaginn er aftur á móti hrjóstrugri en hitinn bendir til, vegna hrauna. Borgarfjörður er eitt stærsta svæðið með 10 stiga júlíhita og meira, og allt vestur um Snæfellsnes og Breiðafjörð nær hitinn alls staðar því marki við sjóinn. Á Vestfjörðum eru þessi hitasvæði mjög lítil að flatarmáli og liverfa alveg, þegar komið er norður fyrir Djúp. Líkur benda til þess, að 10 stiga júlíhiti sé innst í Steingrímsfirði, þó að ekki sé neinar mælingar að styðjast við þar um slóðir. Aftur er greinilega kaldara í Vestur-Húnavatnssýslu samkvæmt mæl- ingum í Hrútafirði og Miðfirði. 1 Víðidal mun vera lítið svæði með 10 stiga hita, þó nær það varla út að Lækjamóti, þar sem hiti var eitt sinn mældur í nokkur ár. Hlýlegra er austar, í Vatnsdal, Svínadal og Langadal. Þá tekur Skaga- fjörðurinn við, en þar virðist hlýrra að austanverðu eins og víðar við norðlenzka firði. Til dæmis er nærri 10 stiga júlíhiti á Hraunum í Fljótum, og er þá vafa- laust hlýrra í Stíflunni, enda blómleg sveit. Við Eyjafjörð eru talsverð hlýinda- svæði, mest í Eyjafirði sjálfum. í Suður-Þingeyjarsýslu er mikið land með sumar- hlýju, og nær það út með Skjálfandaflóa að austan, en vestan við Skjálfanda, og allt inn fyrir Sand í Aðaldal, er minna en 10 stiga júlíhiti. Mývatnssveit telst með þessu hlýindasvæði, og er það sæmilega staðfest með mælingum í Reykjahlíð. Um hitann i Axarfirði er rninna vitað, en þar er þó teiknað talsvert hlýinda- svæði, enda er birkiskógur og kjarr þar allmikið og bendir til veðursældar. Nú tekur við mikið flæmi, Melrakkaslétta, Þistilfjörður, Langanes og Bakka- fjörður, þar sem ekki sýnist líklegt, að hitinn nái neins staðar 10 gráðum. í Vopnafriði er svo aftur hlýrra, og sést það á mælingum á Hofi, en álitlegur birkiskógur er þarna líka. Þegar haldið er áfram lengra suður, er komið á allstórt hlýindasvæði á Fljóts- dalshéraði. Það nær þó greinilega ekki út að sjó, en hlýjast mun þar í Hallorms- staðaskógi. Á Austfjörðum mun ýmis hlýindasvæði inni í fjörðunum, einkum sólarmegin, en þau verða lítt áberandi á kortinu. Þá taka við góðsveitir Austur- Skaftafellssýslu, Hornafjörður, Suðursveit og fleiri. Annað stærsta lilýindasvæði landsins er milli Vatnajökuls og Mýrdalsjökuls Það kemur þó ekki að miklum notum á sandflæmunum, þar sem jökulvötnin byltast fram og enginn er óhultur. En í jökulkrókunum upp af söndunum eru sennilega einhverjir veðursælustu blettir landsins, því að þar vex birki sums staðar upp í 5—600 metra hæð yfir sjó. Nú skal minnzt lítillega á hin víðáttumiklu flæmi, þar sem júlíhitinn er 8—10 stig. Þau eru meira en þriðjungur landsins. Gróður er þarna ekki mikill, en þó eru þar þýðingarmikil afréttarlönd, svo sem Arnarvatnsheiði og heiðarn- ar upp af Þingeyjarsýslum. Einnig eru mikil láglendisflæmi á Skaga og Mel- 24 — VEÐRIÐ

x

Veðrið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.