Veðrið - 01.04.1962, Page 26
norðaustan til á landinu og tók víða íyrir fjárbeit. Nokkuð dró úr hörkunum
undir mánaðamótin, en síðan kólnaði á ný.
Fyrstu vikuna í desember hélzt stöðugt NA-átt og bætti á snjóinn norðan-
Iands og austan. Miðbluti mánaðarins var tiltiilulega hlýr. Ekki var þó nægileg
hláka til að snjóinn tæki norðanlands, heldur mun hann hafa hlaupið í hjarn
og svell, svo að jarðbönn héldu áfram. Milli jóla og nýárs gerði enn kulda-
kafla, þann mesta á vetrinum í 500 og 1500 m hæð. Um áramótin breytir uni
veðurfar. Lægðir fara um nálægt landinu og valda stormum og ógæftum, en
hitasveiflurnar eru ekki áberandi miklar, því að loftið, sem hingað berst ei
hvorki frá mjög suðlægum né norðlægum stöðum. Þó lagði hingað heldur kald-
an loftstraum frá hafinu við Svalbarða upp úr miðjum mánuðinum.
1 febrúar var fádæma óstillt veður og stormasamt. Hitasveiflur voru stórar,
því að lægðirnar, sem gengu austur yfir landið voru víðáttumiklar og drógu til
Iandsins loft frá fjarlægum slóðum. Síðustu vikuna stilllist þó veðrið, því að mikil
hæð breiddist ylir landið og nágrenni jress. Þ. 26. varð loftþrýstingur meiri í
Reykjavík en áður hefur mælzt þar, eða 1051.1 millibör. í lok mánaðarins vék
lægðin vestur yfir Grænland og settist þar að um sinn.
Allan fyrri hluta marz var norðlæg átt og sífelldir kuldar. Fyrst í stað kom
loftið norðan með austurströnd Grænlands, en sfðar frá hafinu við Sval-
barða. Þann 15. er farið að stillast, og þá um morguninn mældist mesta frost
sem komið hefur hér á landi síðan árið 1918. Frostið varð 33 stig í Möðrudal og
30 á Grímsstöðum, en 1918 komst j>að í 38 slig á Grímsstöðum.
Eins og sjá má á línuritinu hér að oían var frostið í 1500 m hæð yíir Keflavík
aðeins um 12 stig, og samanburður við háloftastöðvarnar á Tobinhöfða, Jan
Mayen og í Færeyjum gefur til kynna, að i sömu liæð yfir Möðrudalsöræfum
hafi verið lítið kaldara. Nokkru neðar mun liafa verið þar heldur minna
frost, svo að þarna hafa verið a. m. k. 20 stiga hitahvörf um morguninn. Þann-
ig er ástatt yfirleitt, Jregar kaldast verður á veturna og nóttunni. Jörðin geislar
frá sér hitanum út í geiminn og tekur ekki á móti neinum varma að utan J
staðinn. Sé Jjykkt loft, endurkasta skýin miklu af geisluninni aftur til jarðar,
líkt og gler í vermireit. Tær vatnsgufa hefur einnig nokkuð af jjessum hæfileika
til að endurkasta varmageislun.
Kólnun landsins á nóttunni er ennfremur háð eðli yfirborðsins. Sumir lilut-
ir sleppa frá sér eða geisla hitanum betur en aðrir. Einnig leiðist liiti að neðan
misjafnlega vel upp til yfirborðsins. Snjórinn er mjög góður geislari, og hann
leiðir h'ka illa hita. Af jjcim sökum verða frosthörkur að jafnaði mestar, jjegar
alsnjóa er.
En hið kalda loftlag neðst er Jjunnt, svo að varmamagnið, sem tapast, er
lítið. Það vinnst jjví fljótt upp, jjegar sólin tekur að skína á daginn. llvítur
snjórinn endurkastar að vísu miklu af sólargeislunum, en gleypir þó nóg í sig
til að hita upp aftur kakla lagið, sem er ekki nema nokkrir metrar á þykkt,
jjcgar logn er. Ef nokkur gola er að ráði, hrærir hún í loflinu, svo að jjað kald-
asta Jjyrlast upp frá jörðinni og hlýrra berst niður í staðinn. Hin daglega
26 --- VEÐRIB