Fréttablaðið - 03.12.2009, Síða 2

Fréttablaðið - 03.12.2009, Síða 2
2 3. desember 2009 FIMMTUDAGUR Sigrún María, er gott andrúmsloft í hópnum? „Það er yndislegt og hefur farið hlýnandi en þó ekki of mikið.“ Sigrún María Kristinsdóttir, doktorsnemi í umhverfis- og auðlindafræðum, er í hópi nemenda sem fara á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn. STJÓRNSÝSLA „Við höfum safnað saman gríðarlega miklu magni af gögnum úr bönkunum og vinn- um úr þeim niðurstöður sem koma fram í skýrslunni. Stór hluti henn- ar er upplýsingar sem háðar eru bankaleynd eða þagnarskyldu.“ Þetta segir Páll Hreinsson, for- maður rannsóknarnefndar Alþing- is, um aðdraganda og orsök falls bankanna. Í nýju frumvarpi forsætisnefnd- ar Alþingis til breytinga á lögum um rannsóknina og meðferð gagna sem verða til við störf nefndar- innar er kveðið á um vörslu Þjóð- skjalasafnsins á þeim gagnabönk- um sem geyma upplýsingar sem á hvílir þagnarskylda í áttatíu ár, samkvæmt ákvæðum upplýsinga- laga. Hefur sú ráðstöfun sætt gagn- rýni og vakið ótta um að mikilvæg- um upplýsingum verði leynt. „Við notum allar þær upplýsing- ar sem við þurfum til að útskýra hver var aðdragandinn og megin- orsakir fyrir falli bankanna. Í þess- um tölvukerfum er fullt af upplýs- ingum sem koma því ekkert við,“ segir Páll. Í lögum um rannsóknarnefndina er fyrrgreindum ákvæðum upp- lýsingalaga vikið til hliðar. Í þeim segir að nefndin geti birt upplýs- ingar, sem annars væru háðar þagnarskyldu, telji hún slíkt nauð- synlegt til að rökstyðja niðurstöð- ur sínar. Hún skuli þó aðeins birta upplýsingar um persónuleg málefni fólks, þar með talið fjármál þess, að almannahagsmunir vegi þyngra en hagsmunir þess sem í hlut á. - bþs Formaður rannsóknarnefndar Alþingis segir allar mikilvægar upplýsingar birtar: Margt sem kemur hruninu ekkert við ALÞINGI Fjórir þingmenn VG, Ögmundur Jónasson, Lilja Móses- dóttir, Árni Þór Sigurðsson og Þuríður Backman, vilja að öll skjöl og aðrar upplýsingar um ákvörðun um stuðning Íslands við innrásina í Írak verði birt. Hafa þau lagt fram þingsálykt- unartillögu þess efnis. Í henni segir að Alþingi álykti að fela for- sætisráðherra og utanríkisráð- herra að sjá til þess að birt verði öll skjöl og allar aðrar upplýsing- ar sem fyrir liggja frá ársbyrj- un 2002 til desember 2003 sem varpa ljósi á ákvörðun þáverandi ríkisstjórnar um stuðning Íslands við innrás Bandaríkjamanna og Breta og annarra þjóða í Írak árið 2003. - bþs Fjórir þingmenn VG: Allt um stuðn- ing innrásar verði opinberað ÖRYGGISMÁL Stjórnstöð Landhelg- isgæslunnar hafði í gærmorgun samband við flutningaskipið Nordana Teresa sem var á sigl- ingu inn til Þorlákshafnar að því virtist. Stjórnstöð hafði upplýs- ingar um að skipið væri á leið til Reyðarfjarðar. Haft var samband við umboðs- mann skipsins, sem er á leið frá Rotterdam til landsins, sem vissi ekki ástæðuna fyrir því að skip- ið væri á siglingu við Suðvestur- land, enda ætti skipið að koma til hafnar á Reyðarfirði í gær. Haft var samband við skipið. Kom í ljós að áhöfn þess taldi Reykjavík vera Reyðarfjörð. Samstundis var stefnu skipsins breytt og er það nú á réttri leið til hafnar. - shá Rammvilltir á flutningaskipi: Töldu Reykjavík vera Reyðarfjörð RAMMVILLTIR Nordana Teresa er 6.500 tonn og 115 metrar að lengd. MYND/LHG PÁLL HREINSSON „Við notum allar þær upp- lýsingar sem við þurfum.“ Kostnaður RÚV í Brussel Gunnar Bragi Sveinsson Framsókn- arflokki hefur lagt fram fyrirspurn til menntamálaráðherra um hver áætl- aður árlegur heildarkostnaður er við áform Ríkisútvarpsins um að koma á starfi fréttaritara í Brussel. ALÞINGI STJÓRNMÁL Stjórnarandstaðan styðst við stundaskrá um hver skuli ræða Icesave og hvenær. Einnig er tekið fram hverjir skuli veita ræðunni andsvar. Blaðið hefur komist yfir eintak af stundatöflunum, þar sem tilgreind- ur er ræðumaður úr stjórnarand- stöðu, hvenær ræða hans byrjar og hvenær henni lýkur; heildar- lengd ræðutíma, lengd andsvara og hvaða tveir þingmenn úr stjórnar- andstöðu skuli veita stjórnarand- stöðuþingmanninum andsvar. Þessi tiltekna stundatafla spann- ar tímann frá klukkan 16.00 síðast- liðinn mánudag og til klukkan 01.30 um nóttina, en sú dagskrá riðlaðist reyndar, þar sem farið var að ræða um fjáraukalög. „Þetta stríðir gegn anda þing- skapalaga,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og finnst sorglegt að sjá hvernig tím- inn fari forgörðum, þegar þing- ið standi frammi fyrir gríðarlega erfiðum málum. Þingsköp séu ekki þannig hugsuð að fólk sé í andsvör- um við sjálft sig. „Ég hef aldrei heyrt um það áður að menn séu með þaulskipu- lagt stundaplan um þófið. Það má kannski hrósa þeim fyrir þetta, hvað þau eru skipulögð, en þetta sýnir náttúrlega hvað er á ferð- inni,“ segir fjármálaráðherra. Stjórnarandstaðan taki sér mikla ábyrgð með því að hindra réttkjör- inn meirihluta þings að störfum. „Þetta er ekki það sem landið þarf á að halda,“ segir hann. Margrét Tryggvadóttir, þing- maður Hreyfingarinnar, segir stundaskrána til merkis um hversu góð samvinna sé um að draga fram alla þætti málsins. Hún segir Icesave-málið þannig vaxið að það sé „einmitt sannfær- ingin sem dregur okkur áfram“, spurð hvort það geri ekki lítið úr sannfæringu hvers og eins þing- manns, að veita andsvar sam- kvæmt stundatöflu. „Mjög oft er fólk á staðnum sem langar til að taka þátt í umræðunni og þá gerir það bara það. Þá skiptir engu máli hvort það sé skráð með andsvar. Þetta er spilað eftir eyr- anu, þótt það liggi fyrir grunnplan. Ef einhver þarf að fara frá, þá bara annaðhvort skiptir hann við ein- hvern eða fer,“ segir Margrét. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki líta svo á að stjórnarandstaðan beiti málþófi. Það sé ríkisstjórn- arinnar að skýra út hvers vegna hún setur eitt en ekki annað mál á dagskrá. Spurður hvort hann telji að það sé í anda þingskapalaga að ákveða að veita andsvör við ræðu sem ekki hafi heyrst, segir Bjarni: „Þú verð- ur að tala við einhverja þingreynd- ari menn um það en mig.“ Samkvæmt þingskapalögum má forseti Alþingis leyfa þingmönnum að veita stutt andsvar við einstök- um ræðum. Þar segir að andsvari megi einungis beina að máli ræðu- manns, en ekki öðru andsvari. klemens@frettabladid.is Málþófið skipulagt upp á hverja mínútu Stjórnarandstaðan styðst við stundaskrá þar sem tilgreint er upp á mínútu hver sé hvar á mælendaskrá til að tala um Icesave og hverjir veiti síðan andsvör. „Ekki það sem þjóðin þarf á að halda,“ segir fjármálaráðherra. Líf hafi þrifist á Mars Vísindamenn bandarísku geim- vísindastofnunarinnar NASA segja að bakteríur á 13.000 ára gömlum lofsteini gefi sterklega til kynna að líf hafi þrifist á Mars. ALHEIMURINN FÉLAGSMÁL Ekki er víst að skyn- samlegt sé að fresta töku eins mánaðar af fæðingarorlofi þar til eftir þrjú ár segir Sigríður Ingi- björg Ingadóttir formaður félags- málanefndar. Í frumvarpi félagsmálaráð- herra um breytingar á fæðingar- orlofi er gert ráð fyrir því að for- eldrum gefist kostur á því að taka átta mánuði í fæðingarorlof og fá 350 þúsund krónur á mánuði að hámarki eins og nú er, og fresta töku eins mánaðar þar til barn- ið verður þriggja ára. Þeir mega einnig dreifa fjárhæðinni á fleiri mánuði en þá fellur rétturinn á aukamánuðinum niður. Sigríður Ingibjörg segir að skoða þurfi alla útreikninga í tengslum við breytingartillögurn- ar og afleiðingarnar fyrir börn og foreldra, meta kosti og galla. Ekki sé víst að ríkið sé sérlega vel í stakk búið til að greiða auka- mánuðinn eftir þrjú ár, meta þurfi hversu stór hluti foreldra muni geyma mánuðinn. Þar fyrir utan verði að skoða hvernig sveitarfélög séu í stakk búin til að taka fyrr við börnum í daggæslu. Sigríður Ingibjörg bendir á að 1.200 milljónir vanti í sjóðinn til að mæta áætluðum útgjöldum á næsta ári, skera þurfi niður sem því nemur. Nauðsyn- legt sé að skoða fleiri leiðir, þar á meðal fyrstu tillögu ráðherra sem fól í sér lækkun hámarks- greiðslna í 300 þúsund. Frumvarpið verður lagt fram á Alþingi á næstu dögum og lagt fyrir félagsmálanefnd að lokinni fyrstu umræðu eins og venja er. Guðmundur Steingrímsson, fulltrúi Framsóknarflokksins í félagsmálanefnd, segist ekki sér- staklega hrifinn af hugmyndum sem lúta að styttingu orlofsins. Ef skera þurfi niður eigi frekar að lækka hámarksgreiðslur, en hlífa þeim sem hafa minnst. Hann bendir á að auðveldara sé að end- urskoða ákvæði um hámarksupp- hæð þegar rofar til heldur en að fjölga mánuðum í orlofi. Fram- tíðarmarkmiðið eigi vitaskuld að vera að lengja það. - sbt Formaður félagsmálanefndar ekki sannfærður um ágæti fæðingarorlofsfrumvarps: Frestun á mánuði ekki góð leið SIGRÍÐUR INGI- BJÖRG INGADÓTTIR FJÖLMIÐLAR Norræn blaðamanna- félög hafa þungar áhyggjur af þróun íslenskra fjölmiðla í kjöl- far bankahrunsins hér á landi og gagnrýna ráðningu Davíðs Odds- sonar í ritstjórastól. Í tilkynningu sem félögin sendu frá sér segir að brottrekstur fjölda reynslumikilla íslenskra blaðamanna sé aðför að frelsi fjöl- miðla og tjáningarfrelsi. Einkum sé ástandið ískyggilegt hjá Morg- unblaðinu, þar sem eigendur hafi ráðið fyrrverandi seðlabanka- stjóra sem ritstjóra, en hann sæti um þessar mundir rannsókn fyrir þátt sinn í íslenska bankahruninu. - asg Norræn blaðamannafélög: Segja ráðningu Davíðs slæma LÖGREGLUMÁL Slökkviliðið á höfuð- borgarsvæðinu var kallað út að einbýlishúsi í Skógargerði í Reykjavík stundarfjórðung yfir sjö í gærkvöldi eftir að eldur kom upp í jólaskreytingu. Húsráðandi taldi sig hafa slökkt á kerti í skreytingunni en svo reyndist ekki vera, sam- kvæmt upplýsingum frá slökkvi- liðinu. Tjón var ekki mikið af völdum eldsins en nauðsynlegt var að reykræsta húsið. Slökkviliðið segir þetta fyrsta tilvikið fyrir jólin í ár sem kvikni í út frá kertum og beinir því til fólks að það hugi að kertum og frágangi á rafmagni. Tilhneiging sé hjá fólki að tengja saman mörg rafmagn stengi og það kunni að blossa úr þeim með alvarlegum afleiðingum. - jab Reykur út frá jólakerti: Fyrsta skreyt- ingin brunnin GUÐMUNDUR STEINGRÍMSSON ALÞINGI Þingmenn stjórnarandstöðunnar styðjast við stundatöflu um hver skuli ræða Icesave og hvenær. Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, segir stundatöfluna til merkis um hversu góð samvinna sé um að draga fram alla þætti málsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SPURNING DAGSINS
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.