Fréttablaðið - 03.12.2009, Page 10
10 3. desember 2009 FIMMTUDAGUR
SAMFÉLAGSMÁL Meirihluti kvenna af erlendum
uppruna í ofbeldissamböndum sem leita
ásjár Kvennaathvarfsins er frá löndum
utan Evrópska efnahagssvæðisins (EES).
Aðstæður þeirra eru verri en kvenna frá lönd-
um sem aðild eiga að EES. Þetta er á meðal
þess sem fram kemur í niðurstöðum rann-
sóknar Hildar Guðmundsdóttur, mannfræð-
ings og starfsmanns Kvennaathvarfsins, á
aðstæðum og upplifun kvenna af erlendum
uppruna sem leita til Kvennaathvarfsins.
Þetta er fyrsta rannsóknin af þessum toga
sem gerð hefur verið hér en niðurstöðurnar
voru kynntar í gær.
Hildur segir niðurstöðurnar benda til að
konur frá löndum utan EES séu varnarlausari
en hinar. Dvalarleyfi þeirra fyrrnefndu
er tengt maka þeirra en fyrstu fjögur árin
sem þær búa hér verður hann að endurnýja
dvalarleyfi konu sinnar á ári hverju.
Eiginmaðurinn hefur því mikið vald yfir konu
sinni fyrstu árin.
Þessu er ekki að skipta fyrir þær konur sem
koma frá löndum innan EES. Reglugerðir sem
Ísland á hlut að gera þeim kleift að fá dvalar-
og atvinnuleyfi hér svo framarlega sem þær
hafi fundið vinnu. Þá geta þær sótt um leyfi
á eigin forsendum, sem bindur þær ekki við
eiginmenn eða sambýlinga, ólíkt konum úr
hinum hópinum.
Hildur segir mikilvægt að bæta löggjöfina
og finna úrræði fyrir konur af erlendum upp-
runa sem fastar séu í viðjum ofbeldissam-
banda. Þótt lög um útlendinga hafi verið bætt
með þetta í huga fyrir rúmu ári hvíli rík sönn-
unarbyrði á konunum. „Það er oft erfitt fyrir
þær að sanna að ofbeldi hafi átt sér stað. Þær
hafa ekki farið til læknis og fengið áverka-
vottorð. Svo upplifa þær skömm og segja ekki
frá ofbeldinu. Þegar þær loks gefast upp og
koma til okkar hafa þær engar sannanir í
höndunum,“ segir Hildur.
Hún telur það tiltölulega einfalt að bæta
löggjöfina konunum í vil. „Ég sé fyrir mér að
auðveldara verði gert fyrir konur að nýta sér
þetta ákvæði svo sönnunarbyrðin verði ekki
eins erfið, eða setja viðauka við hana sem
hjálpi fólki við þessar aðstæður.“ Eins megi
fræða konurnar betur um möguleika þeirra,
rétt og úrræði þegar þær fái dvalarleyfi hér.
Þá verði að kynna þeim hefðir og venjur hér
á landi. Það kunni þó að vera erfitt. „Það er
ekki hagur ofbeldismanns að konan fái upp-
lýsingar sem hún geti nýtt sér. Konur í þeirri
stöðu eru tilvalin fórnarlömb fyrir ofbeldis-
menn,“ segir Hildur. jonab@frettabladid.is
FÓRNARLAMBA MINNST Mótmælt fyrir
framan höfuðstöðvar Dow Chemicals
í Brussel í gær, í tilefni af því að 25 ár
eru liðin frá Bhopal-mengunarslysinu á
Indlandi. Átta þúsund dóu strax á fyrstu
dögunum eftir slysið, en 25 þúsund
dauðsföll hafa verið rakin til þess.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
VA LHÖL L BÁSAR
Mjúk kláðafrí ullarnærföt úr 100% Merino ull.
100% Merino ull sem heldur vel hita á
líkamanum og dregur raka frá húðinni.
fyrir börn fyrir fullorðna
Verð bolur: 5.800 kr.
Verð buxur: 4.500 kr.
Verð bolur: 10.500 kr.
Verð buxur: 9.100 kr.
Kláð
afrí
ull
Kláð
afrí
ull
SPÓI
Góð 100% Merino ullarnærföt sem halda
barninu þurru og hlýju.
fyrir ungbörn
Verð bolur: 3.200 kr.
Verð buxur: 2.800 kr.
Kláð
afrí
ull
HILDUR GUÐMUNDSDÓTTIR Helmingur þeirra kvenna
sem leituðu ásjár Kvennaathvarfsins á síðasta ári var
af erlendum uppruna. Meirihluti þeirra var frá löndum
utan EES-svæðisins. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Hjálpa þarf konum
frá löndum utan EES
Konur frá löndum utan EES og leita ásjár Kvennaathvarfsins eru varn-
arlausari en aðrar. Mikilvægt er að fræða þær um hefðir og venjur hér
á landi. Ofbeldismenn hafa hag af því að konur séu ekki upplýstar.
Í rannsókn Hildar eru nokkrar reynslusögur
kvenna af erlendu bergi brotnar sem leituðu
ásjár Kvennaathvarfsins. Hér eru tvær:
■ „Kona kom í lögreglufylgd í Kvennaathvarf.
Hún hafði búið á Íslandi í nokkur ár en gat
ekki gefið upp heimilisfang. Hún vissi ekki
hvar hún bjó enda hafði maður hennar haldið
henni einangraðri allt frá því hún kom til
landsins.“
■ „Eiginmaðurinn lét konuna sína skrifa undir
móttekin laun sem hún fékk aldrei. Maðurinn
sagði henni að þau færu upp í rafmagns- og
hitakostnað og fleira.“
REYNSLUSÖGUR ÚR
RANNSÓKNINNI
Rannsóknin náði til 67 kvenna af erlendum
uppruna sem leituðu til Kvennaathvarfsins á
tímabilinu 1. október 2007 til 1. júní 2009.
■ Í fyrra leituðu 130 konur til Kvennaathvarfsins.
Helmingur þeirra var af erlendum uppruna.
Þar af voru fjörutíu konur utan EES-svæðisins.
Sautján þeirra voru frá Afríku.
■ Flestar konurnar frá EES-ríkjunum eru í lág-
launastörfum. Þær eru í betri stöðu á vinnu-
markaði en kynsystur þeirra í hinum hópnum
vegna samninga um frjálst flæði vinnuafls
innan EES. Nokkrar konur í seinni hópnum
höfðu ekki atvinnuleyfi og áttu í erfiðleikum
með að framfleyta sér.
■ Makar flestra kvenna frá EES-löndunum hafa
svipaðan bakgrunn og konurnar. Áberandi
er að karlarnir eiga við áfengis- og/eða fíkni-
efnavanda að stríða og hefur lögregla þurft að
hafa afskipti af þeim.
■ Helmingur maka kvenna utan EES-ríkjanna
eru Íslendingar. Tæpur helmingur þeirra átti
við áfengis- og/eða fíkniefnavanda að stríða.
■ Svo virðist sem einhverjir mannanna hafi
fundið sér konur í gegnum Netið oftar en einu
sinni. Í einu tilviki hefur sú staða komið upp
að tvær konur af erlendum uppruna hafa leit-
að í Kvennaathvarfið vegna sama mannsins.
SKÝRSLAN Í HNOTSKURN
ALÞINGI Unnur Brá Konráðsdóttir
Sjálfstæðisflokki segir að
nýtt fjórtán prósenta virðis-
auka skatts þrep á tiltekna
matvöru vegi að innlendri
matvælaframleiðslu.
Á þingfundi í gær sagði Unnur
Brá að uppsagnir og launa-
lækkanir væru fyrirsjáanleg-
ar hjá fyrirtækjum sem þyrftu
að þola þá hækkun ofan á aðrar
hækkanir.
Spurði hún hvort atvinnustefna
ríkisstjórnarinnar fælist í þessu.
- bþs
Hækkun virðisaukaskatts:
Innlend fram-
leiðsla að veði
ÖRYGGISMÁL Þyrla Landhelgis-
gæslunnar var kölluð út á sunnu-
dagskvöld þegar stjórnstöð barst
beiðni um aðstoð við að flytja
björgunarsveitarmenn frá Akur-
eyri upp á Þverárbrekkuhnjúk í
Öxnadal. Þar voru fjórir menn í
sjálfheldu í klettabelti sem er í
900 metra hæð.
Skömmu síðar var útkallið sett
í bið þar sem mennirnir virtust
geta komið sér niður af sjálfsdáð-
um. Um miðnætti var aftur haft
samband og fór þyrla í loftið frá
Reykjavíkurflugvelli um mið-
nætti. Mennirnir komust sjálf-
ir heilu og höldnu niður og var
þyrlunni snúið við og flogið til
Reykjavíkur. - shá
Fjórir í sjálfheldu:
Þyrla send en
reyndist óþörf
TF-LÍF Þyrla Gæslunnar reyndist óþörf
þegar til kom. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
LÖGREGLUMÁL Ungir menn á Akra-
nesi töldu sig þurfa jólaskraut í
íbúð sína á aðventunni. Þeir létu
því greipar sópa í görðum íbúa á
staðnum.
Mörgu var stolið, jólaseríum og
jólaljósum ýmiskonar, auk þess
sem þjófarnir höfðu á brott með
sér jólasvein og snjókarl sem fest-
ir voru niður á gangstéttarhell-
ur í garði einum. Hellurnar tóku
þjófarnir með.
Lögreglumenn á eftirliti áttu
leið fram hjá íbúð í fjölbýlishúsi í
bænum um síðastliðna helgi. Inn
um glugga sáu þeir að íbúarn-
ir höfðu fest upp mikið magn af
útijólaljósum inni í stofu og þar á
meðal stóð vel upplýstur snjókarl
úti í glugga. Bönkuðu lögreglu-
mennirnir upp á og fundu þar
megnið af jólaljósunum og skraut-
inu sem stolið hafði verið undan-
farna vikuna.
„Þetta var með því jólalegra
sem maður hefur séð,“ sagði lög-
reglan við Fréttablaðið. „En þeir
vissu upp á sig skömmina og gera
þetta ekki aftur.“
Og það reyndust orð að sönnu.
Daginn eftir bönkuðu þjófarnir
upp á á lögreglustöðinni og skil-
uðu restinni. Jólasveinninn og
snjókarlinn komust þar með aftur
til síns heima.
- jss
SNJÓKARL Piltarnir stálu meðal annars
snjókarli og jólasveini.
Þjófar stálu miklu af jólaskrauti úr görðum á Akranesi:
Snjókarl í glugga benti á þýfið
DÓMSMÁL Tveir menn, rúmlega
tvítugir, hafa verið ákærðir
fyrir stórfelld fjársvik. Á þrem-
ur dögum tókst þeim að svíkja út
vörur fyrir rúmlega eina millj-
ón króna. Við þetta notuðu þeir
stolin greiðslukort sem þeir
framvísuðu samtals í tuttugu og
fimm skipti.
Mennirnir stunduðu svikin í
Reykjavík og á Suðurlandi. Þeir
leituðu einkum fanga á bensín-
stöðvum, en einnig í söluskálum
og vínbúð.
Auk þessa eru mennirnir báðir
ákærðir fyrir þjófnaði úr versl-
unum, og annar þeirra jafnframt
fyrir innbrot í einbýlishús. - jss
Tveir rummungsþjófar:
Tveir ákærðir
fyrir stórsvik